Vera - 01.12.1986, Side 37

Vera - 01.12.1986, Side 37
mannlífið hafi verið erfitt, hrossalífið hart strit og hundalífið sannkallaö hunda- líf, þangað til þeir voru útlæg- ir gjör úr höfuðstaðnum með lögum 1924, kemur okkur lik- lega ekki á óvart, hitt er ólík- legra að við getum gert okkur grein fyrir því hvernig erfið- leikarnir voru. Eða hver hefur hugleitt hvernig heimilin urðu sér úti um mjólk, smjör og kjöt áður en skipuleg verslun með þessar nauðsynjar var komin á? Hver hefur séð fyrir sér bæjarbraginn þegar menn slátruðu fé og stórgrip- um heima við hús sín og port og götur voru sem blóðvöllur eða göturnar áður en nokkur gatnagerð kom til? Hver hef- ur hugsað út í það að bæjar- búar notuðu ekki aðeins Tjörnina til brynninga heldur til að losa sig við sorp og taka neysluvatn og hvaða af- leiðingar það hafði fyrir heilsufarið i bænum? Þannig er bókin raunveru- lega um basl Reykvíkinga við að sjá sér fyrir nauðþurft- um sínum í mat og drykk, húsahitun o.fl., fyrst framan af að mestu með eigin fram- leiðslu þrátt fyrir takmarkað landrými og um það hvernig framleiðslan flyst smám saman í hendur bændanna í nærsveitunum og skipulag kemst á viðskiptin milli sveitanna og bæjarins. Vegna þess að gengið er út frá þessum hversdagslegu þörfum þá fáum við til- finningu fyrir daglec u striti, áhyggju- og umkvörtunar- efnum og árekstrum, finnum lyktina af móreyknum sem hlýtur að hafa legið yfir þorp- inu og daunninn frá kúa- dellunum eftir kýrnar sem voru reknar í haga á morgnana og heim aftur á kvöldin og erfiðleikar sveita- rnanna í bæjarferð við að ”'e99ja“ hestum sínum eftir 1890 þegar Austurvöllur var Qirtur og gerður að túni, Veröa jafn átakanlegir og okk- ar eigin við að finna bíla- staeði. Jafnframt er skipulega Sa9t frá því hvernig komið er skikki á hin ýmsu mál, svo Sern framleiðslu- og sölu ^jólkurvarnings, slátrun og kjötsölu, á heilbrigðis- og hreinlætismál svo eitthvað sé nefnt. Aðferðin sem Þórunn beitir er annars vegar að draga upp einfaldar svipmyndir úr bæjarlífinu, hins vegar að segja skipulega frá breyting- um á búskaparháttum og lífs- venjum í bænum. Þetta tekst henni Ijómandi vel vegna þess að hún hefur í fyrsta lagi dregið saman miklar og sundurleitar heimildir prentaðar og óprentaðar og má sem dæmi nefna margvísleg skjöl í Borgar- skjalasafni Reykjavíkur og Landsbókasafni, minninga- bækur, sagnfræðirit og ferða- bækur, ársskýrslur félaga, dagblöð o.m.fl. í öðru lagi sýnir hún mikla lagni og hugkvæmni í notkun heimild- anna. Sérstaklega þykir mér vel hafa tekist til með notkun beinna tilvitnana. Þar hefur henni tekist að rata hinn gullna meðalveg; að finna tal- andi dæmi og taka ekki meira með en nauðsyn ber til. í þriðja lagi er stíllinn einfaldur, látlaus og lipur og kryddaður með hlýju og kímni sem er fágæt í bókum að þessu tagi. Þó að hún sé að lýsa aðstæðum sem eru harla frumstæöar í okkar augum og oft að því er virðist smá- smugulegu nöldri setur hún sig aldrei á háan hest eða tal- ar með hroka þess sem betur og meira veit. Hún segir frá af einlægri frásagnargleði og samúð með því fólki sem hún er að lýsa. Fyrir Veru er eðlilegt að spyrja hver hlutur kvenna sé í þessari bók? Því er fljótt til að svara að bókin getur ekki tal- ist nein kvennasaga en hún er heldur engin karlasaga þótt mun fleiri karlar séu nefndir til sögunnar og þeir séu oftast gerendur. Slík var og er nú einu sinni verka- skiptingin í þjóðfélaginu. En áherslan er á daglegu lífi fólksins og umhverfinu sem það lifði af og hrærðist í. Þess vegna öðlast alþýðan í þessu horfna sveitarþorpi andlit og svipmót og gamal- kunnir staðir eins og Vatns- mýri og Kringlumýri, Lækjar- hvammur og Bústaðir og ótal- margir fleiri fá nýtt og dýpra inntak. Bókin er vel og fagmann- lega unnin, prentuð á góðan pappír og þótt mikið sé um tilvísanir í heimildir truflar það ekki lestur, svo vel hefur tek- ist til með leturval. Hið mikla og fjölbreytta myndefni auk korta og línurita auka mjög á gildi bókarinnar. Bókin er bæði höfundi og útgefendum til sóma og mun betur standast tímans tönn en margt annað sem gert var með meiri tilkostnaði og meiri hávaða og skrumi á þessu margrómaða afmælisári borg- arinnar, sem enn er minnsta höfuðborg í heimi en hefur þó tekið á sig nokkurn stór- borgarbrag. Guðrún Ólafsdóttir SAMAN í HRING Guðrún Helgadóttir Sigrún Eldjárn gerði myndir Iðunn, 1986. Guðrún Helgadóttir er af- kastamikill rithöfundur. Nú er nýkomin út 10. bók hennar sem heitir Saman í hring og er framhald af Sitji guðs englar (1983). Guðrún heldur áfram sögunni af systkyn- unum sjö og afa, ömmu, pabba og mömmu sem búa öll í húsi númer tvö í ónefnd- um útgerðarbæ. Færð hafa verið rök að því að bærinn sé Hafnarfjörður og að efni bókanna að einhverjum hluta sjálfsævisögulegt því sögu- tími bókanna passar mjög vel við uppvaxtarár höfundar. Saman í hring gerist u.þ.b. tveimur árum eftir að Sitji guðs englar líkur. Nú er það Lóa-Lóa sem er aðalsögu- hetjan. Hún er sjö ára og við sjáum hlutina með hennar augum þótt annar sögumaður sé, eins og í fyrri bókinni, yfir og allt um kring. Lóa-Lóa er hugsandi vera og veltir fyrir sér orðum og atferli fólksins í kringum sig. Með hennar augum sjáum við hina alvar- legustu hluti útfrá barnslegu sjónarhorni. Þetta sjónarhorn virkar oft hlutlaust og varpar Ijósi á ósamræmi í orðum og gjörðum fullorðna fólksins. Sú hugsun gerist áleitin við lestur bókarinnar hvort hún sé í raun barnabók. Og út frá því kemur spurningin hvað gerir bók að barnabók? Því verður ekki svarað hér. En Ijóst er að þessa bók gætu ekki öll börn lesið sér til skemmtunar í einrúmi. Það þarf einhvern fullorðinn til að útskýra og ræða einstök atriði sem voru hversdagsleg um 1940 en eru fjærri okkar veruleika í dag. Ömmur væru góðar til að útskýra það sem sumar mömmur vita ekkert um eins og lögmál sokka- banda, músagang og „ástandið" sem skapast í hersetnu landi svo eitthvað sé nefnt. Guðrún gengur oft út frá ákveðnum forskilningi lesandans. Eða er hægt að skilja hlutverk Bárðar til fulls nema þekkja forvera hans, Bogesen kaupmann á Óseyri við Axarfjörð? En bókin er langt frá því að vera slæm bók þótt sett sé spurningarmerki við hana sem barnabók. í henni kemur fram sterk veruleikalýsing og ekki boðið upp á ódýrar lausnir. Stundum eru meira að segja engar lausnir. Lóa- Lóa lendir í þeim vanda að segja sannleika sem enginn vill heyra. Mótsagnir í orðum og athöfnum fullorðna fólks- ins er eitt viðfangsefnanna í bókinni. Þannig er raunveru- leikinn og höfundur er ekkert að stilla barninu upp sem siðapostula yfir foreldrum sínum. En lítil dæmisaga í lokin kristallar annað við- fangsefni bókarinnar nefni- lega óréttlætið í heiminum. Máfarnir ná ætinu frá kríunni, þeir feitu verða alltaf feitari. Höfundur veltir þessu upp en hefur hvorki lausn né siða- predikun í lokin. Ef ég ætti að velja bók í jólagjöf fyrir 9 ára systurdótt- ur mína yrði það bókin Birkir + Anna, sönn ást en amma hennar fengi Saman í hring í sinn jólapakka því ég veit hún bíður spennt eftir framhaldinu af Sitji guðs englar. Saman geta þær svo lesið hana þeg- ar önnur kemur og gistir hjá hinni. Elín 37

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.