Vera - 01.12.1986, Síða 38
BIRKIR + ANNA,
SÖNN ÁST
Vigdis Hjorth
Þýtt úr norsku af
Ingibjörgu Hafstað og
Þuríði Jóhannsdóttur.
Mál & menning
Reykjavík 1986.
Þetta er verðlaunabók frá
Noregi handa krökkum u.þ.b.
10 ára og eldri. Hafandi lesið
bókina og orðið vitni að því
hvernig fimm 10 og 11 ára
stelpur beinlínis slógust um
að fá að lesa hana næst, trúi
ég því mætavel sem stendur
á bókarkápu. Að á bóka-
söfnum í Noregi gangi Vigdis
Hjorth næst Astrid Lindgren
að vinsældum.
Sagan segir frá hópi barna,
sem öll eru saman í 10 ára
bekk. Þau eru samferða í
skólann og leika sér mikið
saman. Aðalsöguhetjan er
Anna: „Hún var frekar sæt.
Hún var með dökkt hár og
græn augu og dökk augnhár.
En það voru samt tvær stelp-
ur í bekknum sem voru sæt-
ari.“ Anna sker sig frá hinum
stelpunum fyrir það að vera
oft í skítugum fötum og
götóttum. „Hún fór nefnilega
í slag við strákana og vann
alla í sjómanni, meira að
segja Ríkharð í fimmta
bekk“. Besta vinkona Önnu
er Beta. „Hún fór aldrei í slag
og var ekki fljót að hlaupa og
var alls ekkert sterk. Hún var
dugleg í skólanum." Nú, svo
gerist það að það kemur nýr
strákur í skólann, Birkir. Og
Anna — og reyndar flestar
stelpurnar — verða skotnar í
honum. En það er Anna, sem
hann verður skotinn í, þau
verða kærustupar. En Ellen
er líka skotin í Birki. Þetta
flækir málið. Aðalatriðið er þó
að eiga kærustu/kærasta.
Einar fellst t.d. á aö verða
kærasti Betu eiginlega bara
af því að það eiga allir
kærustu. Anna, í ást sinni á
Birki, afbrýðinni gagnvart
Ellen og ásetningi sínum að
hún og Birkir verði kærustu-
par, á sér fyrirmynd. Bófa-
Helgu, sem klippti fléttur af
stelpum og stakk af með syni
prestsins til Frakklands og
var kannski drepin af einhent-
um morðingja hér í Bófa-
garðinum, þar sem krakkarnir
eru stundum! Anna skilur
Bófa-Helgu, var hún ekki ást-
fangin og hvað gerir maður
ekki fyrir ástina? Bófa-Helga
var töff. Það vill Anna líka
vera. Bókin endar vel eins og
góðar ástarsögur eiga að
gera!
Þessum fimm, sem slógust
um hana, fannst hún „ógeðs-
lega skemmtileg." Þeim
fannst Anna „ógeðslega
sniðug" og sagan „hrikalega
spennandi."
Það er auðvelt að ímynda
sér hvers vegna. Höfundurinn
hefur einstakt lag á að fram-
kalla saklausan hugarheim
krakka, sem eru að uppgötva
nýja þætti tilverunnar svo
sem ástina. Hugsanir þeirra
eru svo sannar, svo dásam-
lega mikið eins og börn á
þessum aldri einmitt eru. Hér
er Anna að hlusta á söng-
kennarana syngja þessa vísu:
„Ég titra og skelf
af tómri ást til þin
og hugsun þín er söm
og hugsun mín.
Anna var viss um að hún
væri ástafangin í alvöru,
svona eins og fullorðnir og í
sjónvarpinu, af því að það var
einmitt svona sem henni
leið.“ Foreldrarnir eru sjálf-
sagt eins og krökkum finnst
foreldrar vera. Pabbi Knúts
úti á svölum að minna Knút á
að bursta tennurnar eða
gleyma ekki nestinu. Og
mamma Önnu, sem skilur
ekkert, finnst Anna ekki geta
verið fúl, hún sem er nýbúin
að fá nýtt pennaveski!
Svo eru leyndarmálin,
leyndarmálabækurnar og
leyniorðin. Flissið yfir dóna-
legum orðum — „ef maður
kyssist hundrað sinnum, gift-
ist maður.“ Spenna á milli
stráka og stelpna, fyrsta
snertingin (hún neyddist til að
halda utan um hann þegar
hann var að reiða hana í
hjólakeppni!), tíkarhátturinn,
samlokuvinkonur gista hver
hjá annarri, vesenið með lær-
dóminn, hvísl úti í hornum,
ósætti systkina, samlyndi
systkina. Allt þetta hittir beint
í mark í alveg mátulega flókn-
um setningum fyrir krakka,
setningum sem eru þó aldrei
skrifaðar niður til þeirra. Mál-
ið er krakkalegt án þess að
eltast við tískuorð eins og
stundum verður hjá þeim,
sem eru að reyna að skrifa
einhvers konar barna- og
unglingamál.
Anna, hetja bókarinnar,
klár og töff og líkleg til að ýta
undir sjálfstæði og hug-
myndaflug lesendans á margt
sameiginlegt með hetjum
annarra bóka; Baldintáta,
Georgina, Lína langsokkur,
Ronja ræningjadóttir koma í
hugann. En hún hefur það
fram yfir þær að vera raun-
verulegri, sannari og standa
nær veruleika stelpna,
kannski vegna þess að hún
er nefnilega líka mjúk og
aumingjaleg á stundum. Og
er að fást við hluti, sem
krakkar þekkja. íslenska bók-
arinnar ber þess engin merki
að vera þýðing. Þetta er bara
„ógeðslega góð bók“.
Ms
KONURNARÁ
BREWSTER PLACE
Höf.: Gloria Naylor
Þýðandi:
Hjörtur Pálsson
Útg. Iðunn
Reykjavík 1986.
Bókin segir frá lífi sjö
kvenna sem búa á Brewster
Place, sem er gata í banda-
rískri stórborg. Sagan gerist
uppúr 1930. Brewster Place
varð til vegna hagsmunapots
fasteignasala og borgarstjór-
ans (hljómar kunnuglega) og
þar sem hún er þvert ofan í
allt skipulag endar hún sem
botngata sem enginn vill vita
af. í þetta slömm safnast svo
saman fólkið sem þjóðfélagið
hafnar, svertingjarnir.
Höfundur velur þá leið að
tileinka hverri konu einn
kafla, sagt er frá lífshlaupi
þeirra og atburðunum sem
leiöa til þess að þær lenda á
Brewster Pl. Aðalpersónan er
Mattí, suöurríkjakona sem
verður ung ófrísk eftir flagara
sveitarinnar, er hrakin af
heimili sínu og fer til næstu
borgar. Þar eignast hún son
sem öll hennar tilvera, trú og
vonir snúast um. Hann svíkur
hana og sviptir hana um leið
öllu sem hún hafði erfiðað
fyrir. Þannig kemur hún til
Brewster Pl. slypp og snauð.
Síðan koma konurnar hver
á fætur annarri. Líf þeirra
margra snýst meira og minna
um börn og karlmenn og fylg-
ir því tómt streð og óham-
ingja. Ein þeirra er þó ung
baráttukona sem trúir því að
hægt sé að laga ástandið.
Konurnar eru mjög ólíkar
hver annarri en um leið svo
líkar. Tilfinningarnar eru alltaf
þær sömu.
Mér fannst bókin ágæt,
höfundinum tekst að skapa
trúverðuga sögu. Hún fer
hægt af stað en verður sterk-
ari með hverjum kaflanum og
stundum verða lýsingarnar
stórkostlega áhrifaríkar. Ég
upplifði reiði og vanmátt
gagnvart samfélaginu, því þó
að sagan gerist í Banda-
ríkjunum fyrir um 50 árum, þá
gæti þetta allt eins verið lýs-
ing á lífinu í Reykjavík árið
1986.
Það er eins og mennirnir
læri aldrei. »
Svava María *
Ragnhildur
ætlar að hætta
hjá Veru, hún
hefur séð um
fjármál og
dreifingu m.a.
Vera vill
því ráða aðra
konu til þess-
ara starfa.
Þær sem hafa
áhuga setji
sig í samband
við ritnefnd
fyrir 15. janúar
1987.
38