Vera - 01.12.1988, Qupperneq 6
En hvernig er ástandið? Kristín Tómasdóttir yfirljósmóðir á fæð-
ingardeild segir að vissulega sé deildin undir það búin að taka
toppa í fæðingum en hins vegar megi segja að toppurinn hafi
núna verið samfelldur frá því í júlí 1987. Tölur tala sínu máli. Um
mánaðamótin október/nóvember árið 1986 höfðu fæðst 1802
börn á fæðingargangi Landspitalans, 1962 börn árið 1987 en 2378
börn um mánaðamótin okt./nóv. á þessu ári. Það hafa með öðrum
orðum verið 32% fleiri fæðingar það sem af er þessu ári en á
sama tíma árið 1986. Kristín segir að kvennadeildin neiti aldrei
neinni konu og þ.a.l. sé bætt við rúmum hvar sem hægt er að
koma þeim fyrir. Fjöldi kvenna á fæðingarganginum hafi t.d. oft
farið upp í 18 þó hann sé aöeins sniðinn fyrir 11. Er þá ýmist um
að ræða konur sem eru með hríðir, eru í fæðingu eða nýbúnar að
fæða. ,,Það segir sig sjálft að það er oft þröngt setinn bekkurinn
þegar allt upp í 18 konur fæða á sólarhring í þeim 5 fæðingarstof-
um sem við höfum,“ segir Jón Þorgeir Hallgrímsson yfirlæknir á
kvennadeildinni.
Honum og Kristínu ber saman um að það hafi verið gífurlega
mikið álag á starfsfólki undanfarna mánuði og að slíkt gangi ekki
lengur. Mikið hefur verið um aukavaktir og yfirvinnu til að mæta
þessu og sagði Kristín að fólkið væri orðið mjög þreytt, það gæti
ekki endalaust mætt þessu álagi. Sagði hún að oft á tíðum væri
málum bjargað þannig að sama manneskjan héldi áfram á næstu
vakt þegar hennar eigin vakt væri lokið og slíkt væri I raun ekki
viðunandi. Samkvæmt upplýsingum VERU hefur álagið m.a.
komið fram I því að vant starfsfólk hefur horfið frá störfum, heilsu-
leysi hefur verið meö eindæmum og allar umgangspestir lagst á
starfsfólkið. Ekki vildi Kristín staðfesta að um óeðlilega miklar
uppsagnir væri að ræða eftir sumarið en sagði að því væri ekki
að neita að veikindin væru I hærri kantinum.
...vant starfsfólk
hefur horfið frá
störfum, heilsu-
leysi hefur
verið með
eindæmum og
allar umgangs-
pestir lagst á
starfsfólkið
Það álag sem hér hefur verið minnst á stafar auðvitað fyrst og
fremst af þvi að aukinni starfsemi hefur ekki verið mætt með aukn-
ingu I starfsmannahaldi. Á fæðingardeild eru nú fjórar Ijósmæður
á vakt allan sólarhringinn ásamt einni starfsstúlku I ræstingum.
Að auki bætist stundum við ein Ijósmóðir á kvöldvakt en á morg-
unvakt bætast hins vegar við þrjár Ijósmæður enda eru þá fram-
kvæmdar allar þær aðgerðir sem eru fyrirfram ákveðnar s.s. keis-
araskurðir og gangsetning fæðingar. Á morgunvaktina koma líka
þær konur sem þurfa að komast I hjartsláttarrita (monitor) á með-
göngunni en sú starfsemi hefur aukist gífurlega á undanförnum
árum. Á milli áranna 1986 og '87 fjölgaði þessum skoðunum ein-
um um 76% en þetta er hrein viðbót á það starfsfólk sem fyrir er.
Þeir sem þekkja til fæöingarstofnana í nágrannalöndum okkar
segja að þær séu mun betur haldnar í starfsmannahaldi en fæð-
ingardeildin. Á sjúkrahúsinu í Uppsölum hefur fæðingum verið að
fjölga á undanförnum árum en þær voru um 3000 árið 1980 en
reiknað er með að á þessu ári verði þær um 3900 talsins. Sam-
hliða þessari fjölgun hefur verið bætt við starfsfólki á fæðingar-
deild og eru þar núna að jafnaði á vakt fimm til sex Ijósmæður,
fimm aðstoðarstúlkur og ritari í fullri stöðu á morgunvakt. Á John’s
Hopkins sjúkrahúsinu í Baltimore eru 3—4000 fæðingar (líklega
nær 3000) á ári hverju og þar eru fjórar Ijósmæður, fjórir hjúkrun-
arfræðingar og einn ritari á vakt allan sólarhringinn. Á báðum
þessum sjúkrahúsum eru svo fleiri Ijósmæður og annað viðbótar-
starfsfólk á vakt á daginn þegar mest er að gera.
Ljósmæðurnar á fæðingardeild Landspítalans hafa aftur á móti
ekkert starfsfólk sér til aðstoðar, hvorki sjúkraliða né ritara. Þær
sjá um alla starfsemi á ganginum s.s. að innrita konur, svara sím-
anum, sinna ættingjum þeirra kvenna sem eru að fæða eða ný-
búnar, skipta á rúmum, hreinsa tæki og tól á fæðingarstofu og
ganga frá henni fyrir næstu fæðingu, sinna konum sem eru búnar
að fæða en komast ekki niður á sængurkvennagang sem og ný-
fæddum börnum þeirra og flytja þær þegar um hægist. Síðast en
ekki síst eiga þær svo að hafa vakandi auga með þeim konum
sem eru komnar að eða eru í fæðingu og þar skiptir öllu að bregð-
ast rétt við á réttu augnabliki. Þegar mest gengur á og margar
konur eru ýmist í fæðingu eða að því komnar að fæða getur álagið
orðið meira en góðu hófi gegnir. Þá fer erillinn að koma niöur á
þeirri yfirsýn sem nauðsynleg er. Á slíkum stundum getur reynst
nauðsynlegt að kalla út liðsauka en þá verða Ijósmæðurnar að
sæta lagi, nánast á milli hríða, til að hlaupa í símann og kalla hann
út.
Þegar talið berst að skorti á starfsfólki á fæðingardeildinni
nefna margir að þó að stöðugildi Ijósmæðra séu fá þá megi ekki
gleyma því að Ijósmæðranemar komi þar á móti og þær séu betri
en enginn. En þær eru ekki stöðugur vinnukraftur vegna þess að
þær þurfa líka að sinna bóklegu námi á námstímabilinu. Að auki
eru þær fyrst og fremst komnar á deildina til að læra og það þarf
að sinna þeim sem slíkum þó þær rétti auðvitað hjálpandi hönd.
Þá þurfa Ijósmæður líka að sinna læknanemum en hver þeirra
þarf að taka á móti 2—3 börnum og því nauðsynlegt að fara vel
í gegnum einstök atriði fæöingar með þeim.
Jón Þorgeir Hallgrímsson segir að þrátt fyrir að það hafi gengið
á með bréfaskriftum við stjórnendur spítalans þá hafi ekki fengist
nein aukning í stöðugildum. Segir hann að ástandið hafi oft á tíð-
um verið mjög erfitt á þessu ári því að á sama tíma og starfsemi
kvennadeildarinnar hefur aukist verulega hefur hún orðið fyrir
verulegum þrýstingi um sparnað í rekstri. ,,Þar sem deildir spítal-
6