Vera - 01.12.1988, Qupperneq 10
I hefðbundinni hagfræði birtist hinn efnislegi heimur
manni gjarnan sem eilífðarvél sem er löngu hætt að láta
að mannlegri stjórn. Utúrvélinni fástefnisleg gæði í réttu
hlutfalli við það hráefni sem í hana er látið og hvorki hug-
læg né siðræn viðhorf hafa nokkuð um útkomuna að
segja. I hagfræðinni er mælikvarðinn krónur og aurar —
því fleiri þeim mun betra. Það sem máli skiptir er að fram-
leiða vörur sem hægt er að selja á markaði og fjöldi
krónanna fer ma. eftir stærð markaðarins. Hagvöxtur er
markmiðið og því ber að styrkja hvaðeina sem getur
stuðlað að honum. Auðlindir á láði, í lofti og legi eru
lagðar undir í sókninni eftir hagvexti í þeirri góðu trú að
ný tækni muni ævinlega verða manninum til bjargar.
í þessari eilíföarvél hefur allt veriö gert ósýnilegt sem
ekki veröur mælt i þeim eina gjaldmiöli sem gildur er —
peningum. Allar hagtölur miðast viö ,,hiö sýnilega", þ.e. viö
vinnustundir og framleiðni í fyrirtækjum einkaframtaksins
og hjá hinu opinbera. Þetta gerir þaö m.a. aö verkum aö aö-
eins launavinna er tekin gild sem vinnuframlag til samfé-
lagsins. Öll sú sjálfboðavinna sem fram fer í ýmsum félög-
um, samtökum og hreyfingum almennings er þar af leið-
andi víös fjarri allri tölfræöi og það sem meira máli skiptir
— vinnuframlag kvenna á heimilunum. Nær allar konur eru
húsmæöur, í einni eða annarri mynd, og húsmóöurstörf eru
án efa stærsta atvinnugreinin í öllum samfélögum, hvort
heldur sem reiknaö er út frá fjölda einstaklinga í greininni
eða fjölda unninna ársverka. Þessi stóra atvinnugrein á
hvergi innhlaup í hagfræðina — hún er ósýnileg. Á mæli-
kvaröa hagfræöinga er hún óframleiðin.
Þó lýsingin hér aö framan eigi fyrst og fremst viö um þá
hagfræöi sem ástunduð er af talsmönnum kapítalískra
framleiösluhátta þá breytir þaö ekki því aö marxísk hag-
fræöi er undir margar sömu sakir seldar. Marxísk hagfræöi
einblínir líka á launavinnuna og lítur fyrst og fremst á heimil-
isstörf kvenna sem leiðinda amstur sem þurfi að frelsa þær
frá. Þaö er hins vegar ekki gerlegt samkvæmt þeim fræö-
um nema komið veröi á sósíalísku samfélagi og þ.a.l. hafa
marxistar löngum litiö á kvennabaráttu og stéttabaráttu
eins og hverja aöra síamstvíbura. Til skamms tíma var stór
hluti kvennahreyfingarinnar haldinn þessari sömu rang-
hugmynd enda þótt reynslan hafi kennt okkur aö þetta er
ekki svona einfalt.
Þau kapítalísku og sósíalísku samfélög
sem við þekkjum í dag byggja á ólíkri hug-
myndafræði sem hefur aliö af sér andstæð
hag- og stjórnkerfi. Þrátt fyrir miklar and-
stæöur milli þessara samfélaga þá eiga
þau þaö sameiginlegt aö í þeim báöum er
staöa kvenna mun lakari en karla. Þeim er
stjórnaö af körlum og hagkerfið byggist á
því aö konur leggi fram ómælda ólaunaöa vinnu til aö halda
því gangandi. Þessi ólaunaöa vinna kvenna skapar hag-
sæld körlum til handa og þeim mun meiri sem þeir eru
hærra settir i samfélagsstiganum. Ef konur leystu þessi
verk ekki af hendi væri þessum hagkerfum kippt úr sam-
bandi. Þá væri enginn lengur ábyrgur fyrir því aö halda
vinnuaflinu gangandi frá degi til dags, fæða af sér eða
framleiða — svo notuö séu hugtök hagfræöinnar — vinn-
andi konur og karla fyrir framtíðina og koma þeim til vits og
ára. Alger ringulreið væri ríkjandi og hagfræöingarnir
neyddust til aö taka eilífðarvél sína til nákvæmrar skoðunar.
Karlveldi
i austri
sem vestri
Það sem hér hefur veriö sagt er langur inngangur að
þeirri fullyrðingu að launavinnan sé ekki sú meginstoð sel^
allt samfélagiö hvílir á. Þessi stoö myndi engu halda ef ekk
kæmi til önnur sem er ólaunuð vinna kvenna á heimilunum.
Og rétt eins og atvinnurekendur hafa hag af launavinnu
hafa karlar hag af ólaunaðri vinnu kvenna. Einmitt í þessu
liggur grafinn sá hundur sem feminískar konur hafa gjarn-
an kennt viö karlveldi. Vinnuafl kvenna er almennt lægra
metiö en karla á kynskiptum vinnumarkaöi sem endur-
speglar ólík hlutverk og ólíka stööu kynjanna heima fyrir.
Vegna lágra launa eru konur efnahagslega háöar körlum.
í skiptum fyrir efnahagslegt öryggi leggja þær fram ólaun-
aöa vinnu á heimilunum og hringurinn lokast. Karlar hafa
upp úr krafsinu betri efnalega stööu en konur og styttri
vinnutíma. Efist einhver um réttmæti þessara fullyrðinga
þarf ekki annað en að líta á þá mynd sem blasir viö í ís-
lensku samfélagi í dag.
Þvíergjarnan haldiö fram aö íslenskar konurséu afskap-
lega sjálfstæöar og sterkar og er Kvennalistinn m.a. tekinn
til marks um þaö. Þaö kann vel aö vera aö sjálfsímynd ís-
lenskra kvenna sé sterk en líklega hafa fáar konur látið
blekkjast eins af fagurgala karlveldisins. Á undanförnum
áratugum hafa konur í nágrannalöndum okkar, s.s. á hinum
Norðurlöndunum, dregiö markvisst úr barneignum og á 7.
áratugnum var svo komið aö þessar þjóöir voru hættar aö
fjölga sér, þ.e. hver kona átti aö meðaltali færri en 2.1 börn.
Þróunin á íslandi var mun hægari og þaö var ekki fyrr en
á árinu 1985 sem íslenskar konur fóru niður fyrir fjölgunar-
markiö. Sú fækkun barneigna sem varð þaö ár virðist hins
vegar hafa veriö tímabundin og nú eru ýmis teikn á lofti um
aö íslenskar konur séu aftur farnar aö standa sína ,,plikt“
og fjölgi nú íslendingum baki brotnu. Fyrir þetta höfum viö
ekki uppskorið umbun heldur refsingu. Viö höfum styttra
fæðingarorlof en aörar konur á Noröurlöndum og það er
minna gert til að auðvelda okkur atvinnuþátttöku t.d. í formi
dagheimila, orlofs vegna veikinda barna, samfellds skóla-
dags o.s.frv. Opinberar greiöslur — metnar sem hlutfall af
þjóöartekjum — til fjölskyldna og barna eru mun lægri hér
á landi en almennt gerist á öðrum Noröurlöndum. Enda
tæpast ástæöa til aö ausa fjármunum í slíkt þegar viö konur
tökum sjálfviljugar á okkur alla þá ábyrgð og vinnu sem
barneignum fylgir og þaö fyrir ekki neitt.
Ef viö líkjum fjölskyldupólitík viö landbúnaðarpólitík þá
má meö miklum rétti segja að þó ekki sé formlegur kvóti á
barneignum, þá sé hann til staðar í reynd. í sjálfu sér eru
ekki aðstæður fyrir neina konu til að eiga meira en eitt barn
þó fjölskyldan geti e.t.v. framfleytt fleirum með góðu móti.
Bóndi sem býr við búmark reynir aö framleiða ekki meira