Vera - 01.12.1988, Side 13

Vera - 01.12.1988, Side 13
HAGVÖXTUR-ARÐUR-ÞJÓÐARTEKJUR-KAUPMÁTTUR VERÐBÓLGA • VEXTIR • VÍSITALA • VERÐTRYGGING HAGFRÆÐI Ijóst eöa láta þá vera að nefna þaö. Viö vitum aö þyngd ein- staklingsgefurverulegatakmarkaöar uþþlýsingar um liðan hans hverju sinni. Á sama hátt gefur mæling á hagfræöi- stæröinni hagvöxtur ein sér mjög litlar upplýsingar um ástand efnahagsmála, en hversu oft hafa ekki stjórnmála- menn veifað auknum hagvexti einum saman til aö benda á bætt ástand efnahagsmála. Sama má segja um önnur hugtök eins og þjóðartekjur, þjóöarframleiðslu, viöskipta- kjör og svo mætti lengi telja. Engin þessara mældu stæröa er svo öflug aö geta ein sér gefiö fullkomlega til kynna hver staðan er í efnahagsmálunum og allar saman ekki heldur, því hagfræöin, eins og hún hefur veriö uppbyggö, getur ekki metið alla þá þætti sem skiþta máli þegar velferö ein- staklinga og samfélaga þeirra er skoðuð. Nauðsynlegt er því aö þekkja takmörk hennar og skilja hugtökin og mæli- aöferöirnar sem hún notar til þess aö geta varist rangfærsl- um og þeim brotasannleika sem okkur er svo oft á borö bor- inn. Því þeim við hlið á eldhúsborðinu liggur oft sannleikur- inn allur. Þaö fer eftir efnahagsástandinu í þjóöfélaginu hversu ríkmannlega eöa fátæklega er á borð borið í eldhús- um landsins og þeirri mælistiku meöal annarra handhægra megum viö ekki horfa framhjá. Af veikum mætti hef ég tekið saman svolítinn lista yfir hugtök sem notuö eru í hagfræðinni og reynt aö skýra þau og benda á takmörk þeirra. Geröu svo vel og verði þér að góöu. Hagvöxtur: Aukning þjódarframleidslu oftast frá ári til árs reiknuð á föstu verði. Venjulega er hagvöxturinn miðaður viö fram- leiöslu á íbúa, þannig aö hagvöxtur eigi sér einungis staö ef vöxtur þjóðarframleiðslu er meiri en fólksfjölgun nemur. — Aukinn hagvöxtur þýðir því að þjóðarframleiðsla á mann eykst frá ári til árs. Orðið hagvöxtur vísar til aukinnar hagsældar og því er eðlilegt aö ætla aö skilyrðislaust beri aö stefna að auknum hagvexti. En þegar undir er skyggnst kemur í Ijós að hag- vöxturinn metur einskis ýmsa þá hluti sem verulegu máli skipta eins og t.d. aukinn frítíma og þar meö meiri mannleg samskipti, allt þaö starf sem ekki er sannanlega launaö í samfélaginu hvort sem þar er um aö ræöa ólaunaða vinnu innan heimilisins viö umönnun og upþeldi, framleiöslu, þjónustu eöa annaö, eöa nótulausa vinnu, svokallaða svarta vinnu. Einnig tekur hagvaxtarmælingin ekki tillit til þeirra fórna sem viö færum t.d. meö mengun umhverfis okkar. Margir hagfræöingar hafa af þessu áhyggjur og hafa reynt að bæta mælinguna á hagvextinum meö því aö taka tillit til aukins frítíma og mengunar þegar þjóöarframleiðsh an er reiknuð og búiö þannig til nýja mælingu sem þeir kalla velferðarmælingu (MEW. Measure of economic wel- fare) sem þeir hafa svo lagt hagvextinum til grundvallar. Þessi mæling hefur afar sjaldan verið framkvæmd og aö því mér skilst aldrei hér á landi. Hins vegar sá ég hvergi í minni leit stafkrók um aö hagfræðingar hefðu gert alvar- lega tilraun til að meta framlag heimilanna í grundvelli hag- vaxtar. Þjóðarframleiösla: Hugtakiö framleiðsla er í hagfræðinni notaö mun víðar en við eigum aö venjast. Þaö tekur yfir frumfram- leiðsluna sem er bein vinnsla verömæta úr skauti náttúr- unnar(t.d. landbúnaður, fiskveiðarog námagröftur), iðnað sem er umbreyting þeirra þ.a. þau veröi nytsamari en áður, flutning og geymslu verðmætanna þ.a. þau sem notendur þarfnast þeirra og einnig tekur framleiösluhugtakiö í hag- fræðinni til þjónustu ýmiskonar. Þjóöarframleiöslan er sam- anlögð framleiösla þegna þjóðfélagsins strangt til tekiö, en þegar hún er mæld mælist ekki þaö sem fram fer innan heimilanna og heldur ekki þaö sem unnið er á svörtum markaði. Meö vaxandi vinnu inni á heimilunum minnkar því þjóöarframleiðslan. Þannig minnkar hún þegar ráöskonan giftist bóndanum og hættir aö þiggja laun fyrir vinnu sína. Hún hverfur þá inn i hulduheima heimilisins. Á sama hátt eykst þjóöarframleiöslan við það aö konur fari út á vinnu- markaðinn og taliö er að % hlutar hagvaxtar undanfarinna ára sé til komnir vegna þess (og svo stæra þeir sig af hon- um!). Ef þú vaskar upp fyrir hana Gunnu í næsta húsi og hún fyrir þig og þiö greiðið hvor annarri fyrir og gefiö það upp til skatts kemur þaö fram i aukinni þjóöarframleiðslu. Þjóðartekjur eru þau, eins og hagfræðingar oröa þaö, raunveru- leg verðmæti sem borgarar tiltekins þjóöfélags bera úr být- um á ákveðnu tímabili, venjulega er miöaö viö eitt ár. í lokuöu þjóðfélagi eru þjóöartekjur jafnar þjóöarfram- leiðslu, en sé um viöskipti aö ræöa viö önnur lönd bætast viö þjóðarframleiðsluna arður eöa vextir af eignum erlendis en arður greiddur til útlanda og vextir af erlendum skuldum dragast frá. Fast verö er leiðrétt verö meö tilliti til verðbólgu þ.a. veröbólguþátt- urinn er dreginn út úr veröinu. Raunveruleg verðmæti eru aö mati hagfræðinganna jafngildi fjár- magns, yfirleitt bara króna og aura. Viðskiptakjör eiga aö meta viðskipti þjóðarinnar viö útlönd. Bætt viðskiptakjör koma fram í auknum kaugmætti útfluttrar vöru gagnvart innfluttri og leiða til hækkunar á verðmæti útflutn- ings. Aröur: hreinar tekjur (þ.e. tekjur aö frádregnum kostnaöi viö öflun þeirra og afskriftum) af hverskonar eignum (framleiöslu- tekjum eöa peningakröfum). Kaupmáttur peninga, vinnulauna eöa annarra tekna, sem reikn- aðar eru í peningum er þaö magn vöru sem hægt er aö fá fyrir peningaeiningar eða þá tímaeiningar sem kaupiö miö- ast viö. Kaupmáttur launa/tíma hefur aukist gagnvart appelsínum ef þú getur keypt fleiri appelsínur fyrir laun einnar klukkustundar en áöur. Það þarf hinsvegar ekkert aö segja um það hvort þú kemst almennt betur af. Til þess 13

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.