Vera - 01.12.1988, Page 14

Vera - 01.12.1988, Page 14
aö meta kaupmáttarbreytingar almennt er yfirleitt athugaö hvort kaupiö hafi aukist miöaö við einhverja vísitölu, yfirleitt vísitölu framfærslukostnaðar. Þannig mælist ýmist meiri eöa minni kaupmáttur almennt ef vísitölugrunninum er breytt eða einhver þáttur hans er verulega hækkaöur eöa lækkaöur. Mældur aukinn kaupmáttur þarf hins vegar ekki aö þýöa aö kaupmáttur fjöldans aukist. Ágætt dæmi um þetta er lækkun tolla á bílum fyrir nokkrum árum. Bílakostn- aðurinn í vísitölunni lækkaði þá verulega sem varð til þess að kaupmáttaraukning mældist — hins vegar nutu einung- is þeir sem keyptu sér nýjan bíl á þessum tíma bótanna. Kaupmáttur ráðstöfunartekna er kaupmáttur að frádregnum beinum sköttum. Beinir skattar: aðallega tekjuskattur og eignaskattur en auk þess ýmsir svokallaöir nefskattar, svo sem bifreiðarskattur o.fl. Ætlast er til aö þeir séu bornir af þeim sem þeir eru inn- heimtir af. Vísitölur eiga meö einni tölu aö sýna meðaltalsbreytingu á gildi fleiri eöa færri innbyrðis tengdra talna. I hagfræðinni eru einkum notaöar vísitölur verö- og magnbreytinga. Verövísi- tölur sýna þannig þær breytingar sem að meðaltali hafa oröiö á verðlagi vörutegundar frá tilteknu grunntímabili. Einstökum vörutegundum verður þá aö ákveða gildi skv. mikilvægi þeirra í verðlaginu. Slík gildi eru venjulega byggð á athugunum sem Hagstofan gerir. Þessi gildi eru meðaltöl fyrir stóran hóp manna og hafa því þá galla sem meðaltölin hafa yfirleitt. Öllum einstaklingum hóps þarf ekki aö líða vel þó hópnum líði vel og hafi þaö gott aö meðaltali. Vísitala framfærslukostnaðar: mælikvarði á breytingar sem verða á almennu verðlagi neysluvöru og þjónustu. Gerð er neyslurannsókn fyrir meðalfjölskyldu og þannig fæst hversu mikið af hverskonar vöru og þjónustu viðkomandi kaupir. í upphafi tímabils er reiknað saman hver kostnaður- inn er, síðar þegar meta skal vöxt eða minnkun framfærslu- kostnaðar er athugað hvað sama vara og þjónusta kostar og í hana deilt með kostnaði í upphafi tímabils og margfald- að með 100. Þannig er gert ráð fyrir að þættir neyslunnar haldist óbreyttir frá byrjun tímabilsins. Til eru margar aðrar vísitölur svo sem vísitala byggingarkostnaðar, vísitala taxta- kaups, vísitala launa, lánskjaravísitala. Vísitölubinding: Þegar verð, lán, skuldir eða annað er bundið ein- hverri vísitölu þ.e. látið hækka eins og hún frá einu tímabili til annars. Verðtrygging: þegar veröbólga leggst að fullu ofan á upphaflegt verðgildi. Verðbólga: Hækkanir á almennu verðlagi, einkum þannig að hver hækkunin rekur aðra. Hagfræðingar telja grundvöll verð- bólgu vera umframeftirspurn eftir vöru og þjónustu í hag- kerfinu sem heild, og telja orsök umframeftirspurnar vera af tvennum toga. Annars vegar eftirspurnarverðbólgu þegar skapast ný kaupgeta sem á rætur í auknum útlánum bank- anna, auknum ríkisútgjöldum eða lækkun skatta. Hinsveg- ar kostnaðarverðbólgu þegar verðlag hækkar vegna auk- ins kostnaðar svo sem hækkun launa — verðhækkanir muni svo leiða til enn hækkaðs kaups og þannig koll af kolli. Þeir telja þó skilyrði fyrir slíkum vexti verðbólgu að útlán bankakerfisins og peningamagn sé aukið til samræmis við kauphækkanir annars er talinn verða samdráttur í atvinnu- rekstri, yfirleitt atvinnuleysi sem fyrr eða síðar muni stöðva verðbólguna. í aðgerðum stjórnvalda er vægi launanna í auknum kostnaði iðulega ofmetið og dæmt sökudólgur verðbólgu. Nýjasta dæmið er skilyrðislaus frysting launa og afnám samningsréttarins nú í haust á meðan verð er ekki fryst að fullu þar sem undanþágur eru veittar þar I ákveðnum tilfellum. Greiðslujöfnuður ákveðins lands er yfirlit yfir heildarviðskipti þess við útlönd, venjulega miðað við ár. Greiðslujöfnuði er venju- lega skipt í viðskiptajöfnuð og fjármagnsjöfnuð. Viðskiptajöfnuður er yfirlit yfir útflutta vöru og selda þjónustu til erlendra aöila og innflutta vöru og keypta þjónustu af er- lendum aðilum. Fjármagnsjöfnuður er hinsvegar yfirlit yfir þær eignahreyfingar sem eiga sér staö vegna viðskipta við útlönd annaðhvort aukning eigna eða lána á annan hvorn veginn. Viðskiptajöfnuður sýnir í aðalatriðum hversu miklu þjóð- arbúiö eyðir miðað við það sem það vinnur sér inn. Ef halli, þá eyðir þjóðarbúið meira en það aflar, ef afgangur, þá öf- ugt. Viðskiptahalli þ.e. halli á viðskiptajöfnuði getur þýtt að sparnaður þjóðarinnar dugi ekki fyrir fjárfestingum hennar og þvi þurfi að taka lán í sparnaði annarra þjóða til að standa undir kostnaðinum. (Vissulega má gera ráð fyrir að fjárfestingarnar séu arðbærar.) Hætta er þá á aö efnahags- líf landsins komist í eign útlendinga. Til að jafna út halla á viðskiptajöfnuði eraukið innstreymi áfjármagnsjöfnuði þ.e. tekin eru lán erlendis (yfirleitt langtímalán) eða veittar heimildir fyrir erlendum fjárfestingum í íslenskum rekstri (Álverið í Straumsvík, Járnblendiverksmiðjan á Grundar- tanga og Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn og nú er talað um að veita ef til vill erlendum aðilum leyfi til að fjárfesta í orku- verunum sjálfum). Vextir: Sá hluti greiðslu af láni sem er umfram þá upphæð sem fengin var að láni í upphafi. Raunvextir: Vextir umfram verðbætur. Verðbætur: Uppbót vegna verðbólgu. Nafnvextir: Samanlagðir raunvextir og verðbætur. Vaxtavextir: Þegar vextir eru reiknaðir ofan á upphæð með vöxtum. Jákvæðir vextir: Vextir umfram verðbólgu. Neikvæðir vextir: Vextir sem eru minni en verðbólguprósentan. Innlánsvextir: Vextir greiddir þeim sem leggja inn fé. Útlánsvextir: Vextir greiddir af þeim sem fá lán. Vaxtamunur er því í raun tekjur lánastofnana. Hér læt ég staðar numið í bili að minnsta kosti. Ég hef lát- ið listann rekja sig að mestu sjálfan og vona að mér hafi tek- ist að auka að einhverju marki skilning þinn á merkingu orð- anna. Þegar listinn yfir hugtökin er skoðaður liggur í augum uppi að hagfræðinni er ekki skapað að greina efnahags- ástandið nema að takmörkuðu leyti. Sumir orða það svo að hún geti metið svokallaöan sýnilegan efnahag, sem er efnahagur sem er mælanlegur í krónum og aurum strax í dag, en hafi hins vegar ekki bolmagn til þess að mæla hinn svokallaða ósýnilega efnahag sem er sá hluti lífsins gæða sem ekki verða metin til peninga. Eltingaleikurinn við bætt- an sýnilegan efnahag hefur gert slíkan usla í félagslegum og efnahagslegum grundvelli lifs okkar að seint eða aldrei verður bætt. Mér býður í grun að konur öðrum fremur sætti sig ekki við að gæði lífsins séu metin á þennan hátt því það hefur komið í þeirra hlut í gegnum tíðina að rækta og hlúa að hinum mannlegu þáttum tilverunnar og þær þekkja það best af eigin raun að hagur einstaklingsins er ekki góður ef þeim þáttum er ekki vel komið þrátt fyrir hugsanlegt fjár- hagslegt ríkidæmi. Hagfræðin verður að vera í stakk búin til að meta hin mjúku gildi að verðleikum, en til þess að svo megi veröa þarf að gera á henni stórar breytingar. Hagfræðin er byggð á karlmannlegum grunni, þeirra gildismati, hún útskýrir fyrst og fremst þeirra efnahagsum- hverfi, metur mikils þeirra framlag en ekki að verðleikum framlag kvenna, virðir það oft ekki viðlits. Samt sem áður vitum viö og megum ekki gleyma að framlag kvenna er verulegt, kannski of mikið, í það minnsta talið of sjálfsagt. Opinberar tölur eru til sem segja að konur heims vinni 75% allrar vinnu en fái einungis 10% allra launa og eigi aðeins 1% allra eigna. Hvernig má það vera? Hvernig skýrir hag- fræðin það? Við þurfum augljóslega að sauma málbönd úr okkar margþætta mjúka vefi. Sigríður Lillý Baldursdóttir 14

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.