Vera - 01.12.1988, Síða 18

Vera - 01.12.1988, Síða 18
Ljósmynd: Laura Valentino Reglur vardandi eign á landi. Land er lífsnauðsyn eins og vatn og loft og ætti að vera sameign þjóðar og leigt þeim sem nota það. Með einkanýtingu á sameignarlandi mætti ná fram þjóð- félagslegu réttlæti og einstaklingsfrelsi. Lagt er til að hver sá sem nýtir land greiði af því gjald til samfélagsins og það fé verði síðan notað til að kaupa land sem ertil sölu. Samfé- lagið eignaðist þannig landið smátt og smátt. Núverandi landeigendur gætu sloppið við að greiða gjaldið eða öllu heldur það gengi upp í söluandvirði landsins. Þegar land- eigendur hefðu búið á landinu í ákveðinn tíma eftir að þess- ar reglur kæmust á, t.d. 30—40 ár, án þess að borga fyrir það, þá væri litið svo á að landið væri eign samfélagsins og eftir það þyrfti sá sem nýtti landið að borga landleigu. Land- leigjendur hefðu allan rétt eigenda innan skipulagslaga. Breytt skattakerfi. í V-Þýskalandi er áætlað að þriðjungur eöa jafnvel helmingur þjóðarframleiðslu sé mengandi eða hafi á einhvern annan hátt óæskileg áhrif á umhverfið. Þau áhrif ykjust við aukna þenslu ef ekki yrði eitthvað gert til að koma í veg fyrir það. Lagt er til að skattakerfinu verði breytt, tekjuskattur verði afnuminn en vöruskattur lagður á í stað- inn. Mat verði lagt á umhverfisáhrif framleiðslunnar og kostnaður í samræmi við það lagður á í vöruskatti. (í plast- pokum eru efni sem tekin hafa verið úr náttúrunni og eru þar í takmörkuðu magni. Eðlilegast væri að sá sem notar pokann borgaði efniskostnað, framleiðslukostnaö og þann kostnað sem er fylgjandi því að koma efnum pokans aftur inn í eðlilegar hringrásir efna í náttúrunni. Ef þetta væri gert væru plastpokar óheyrilega dýrir, en á íslandi eru þeir ókeypis, hver mun borga okkar skuld, þegar að skuldadög- unum kemur? Innskot SH) III. Kafli. Hverjirgræða á nýja peninga- kerfinu? Spurningunni um það, hverjir helst muni græða á nýja pen- ingakerfinu er leitast við að svara í 3. kafla bókarinnar og niðurstaðan er í stuttu máli sú, að þegar til langs tíma er lit- ið, þá muni allir græða á því, nema helst bankarnir. Hin krabbameinskennda auðsöfnun hefur hingað til ver- ið rofin með byltingum, styrjöldum og kreppum. Vegna þess hve allar þjóðir eru tengdar fjárhagslega og hversu styrjöld nú yrði hættuleg veröldinni þá eru þessar lausnir ekki fýsilegar. Við verðum að sameinast um aðra lausn t.d. þá að breyta peningakerfinu. Hrunið sem varð á fjármagns- mörkuðum fyrir ári síðan þegar 1,5 þúsund miljarðar dala hurfu á nokkrum dögum er aðeins forsmekkur að því sem gæti gerst á næstu árum. Á sínum tíma gekk illa að sanna það fyrir fólki að það er ekki sólin sem snýst umhverfis jörðina, heldur öfugt. Núna vita menn að jörðin snýst þótt enn sýnist okkur að við séum kyrr og sólin snúist í kring um okkur. Á sama hátt gæti það orðið erfitt fyrir fólk að sjá hvers vegna gjald á peninga er betri lausn en vextir og erfitt fyrir stjórnmálamenn og hag- fræðinga að viðurkenna að þeir hafi svo lengi stutt vitlaust kerfi en án hugarfarsbreytingar þessara manna verður peningakerfinu ekki breytt. Þessir menn eru þó stöðugt skammaðir fyrir vandamál peningakerfisins. Þeirra and- svör eru að ráðast á einkennin en ekki orsökina, plástra yfir. í kosningaáróðri lofa þeir reglulega að draga úr verðbólgu, auka félagslega þjónustu, vinna að umhverfisbótum og náttúruvernd. í reynd eru það svo þessir málaflokkar sem fyrstir fara undir hnífinn. Ástandið fer stöðugt versnandi eft- ir því sem lengra er fariö eftir kúrfu veldisvaxtarins. Bankar græða á núverandi peningakerfi að minnsta kosti þegar horft er til skamms tíma, og þeir hafa auðvitað ekki áhuga á að skipta um kerfi. Auglýsingar banka og fjár- mögnunarfyrirtækja eru gjarnan um að fólk eigi að láta peninga vinna fyrir sig. Hefur einhver séð peninga vinna? Vinna er alltaf framkvæmd af fólki með eða án véla. Fólk sem vinnur fyrir peningunum sínum veröur fátækara meö sama hraða og innistæður þeirra sem eiga peninga tvöfald- ast. Þaðer leyndarmáliðum það hvernig peningarvinnaen um þá hlið mála vilja bankarnir ekki fjölyrða. Árið 1986 átti hver fjölskyldueining í V-Þýskalandi að meðaltali jafnvirði 90000 marka, en hins vegar er raunveru- leikinn sá, að helmingur þjóðarinnar á samanlagt 4% auðsins. Vextirnir eru meginorsök misskiptingar auðsins en vegna þeirra eru á hverjum degi fluttar 1100 miljónir marka frá þeim sem vinna til hinna sem eiga peninga. Flestar ríkisstjórnir reyna að minnka þetta ójafnvægi með sköttum og tryggingabótum, m.ö.o. peningakerfið hrifsartil sín fjármuni frá fólki sem vinnur og borgar því svo aftur eitt- hvað af því með alls konar bótum, auðvitað með ærinni skriffinnsku sem kostar firnin öll — og sömu aðilar borga. Samskipti iðnríkja og s.k. þróunarlanda eru sambærileg, og eru vandamál hinna síðarnefndu enn meiri en iðnríkja sem í raun flytja fé frá hinum fátæku þjóðum heims með því stöðugt að lána þeim meira og meira fé. Iðnríkin fá í vexti frá þróunarlöndum 200 miljónir dala árlega en borga í þró- unaraðstoð til þessara sömu landa helming þeirrar fjár- hæðar. í þróunarlöndunum er hvað augljósast hve um- hverfisfræði og hagfræði eru tengdar. Miklar skuldir Afríku- þjóða neyða þær til að auka ræktun á landi sínu umfram þol landsins og á fáum árum breytist gróið land í eyðimörk, þar sem ekkert er hægt aö rækta. Augljóslega er það því hagur hinna fátæku, hvort heldur 18

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.