Vera - 01.12.1988, Qupperneq 23
grámyglu hversdagsins, hin
nýtur þeirrar ánægju sem
stendur til boöa — og öll
ánægja hennar tengist elsk-
huganum.
Hvort þessi ólíku viöhorf
endurspegla frekar hugmynd-
ir kvenna eða staðlaðar hug-
myndir karla um konur er svo
önnur saga, en dauði móður-
innar fellur að mestu leyti í
skuggann fyrir ágreiningi
systranna um karlmenn.
Tvítal eftir náttmál er milli
mæðgna og þar virðast ólík
lífsviðhorf togast á og enn
gegna föt veigamiklu hlut-
verki. Móðirin rekur kvenfata-
verslun og sérhæfir sig í nær-
fötum. Dóttir hennar, kölluð
stelpan, er mannfræðingur og
hugmyndir hennar um lifið
virðast stangast illilega á við
hugmyndir móðurinnar. Hún
klæðir sig hippalega og fyrir-
lítur gildi móður sinnar (eftir-
legukind frá ’68). Móðirin skil-
ur dótturina ekki. Hámark
myndarinnar er einræða móð-
urinnar um táknrænt gildi fall-
egra undirfata, það er
skemmtileg ræða!
Persónulýsing þessara
mæögna fannst mér nokkuð
gölluð, móðirin fáránlega hé-
gómleg og dóttirin ósannfær-
andi frekjudós. Reyndar
hvarflaði aö mér að í þessari
mynd hefðu orðið árekstrar
milli textans og leikstjórans
og leikstjórnin beinst í aðra
átt en textinn.
Niðurstaða tvítalsins er sú
að uppreisnargjarna dóttirin
gengur í björgin og glatar
frelsi sínu og móður sinni að
vissu leyti líka. Því hún ráð-
gerir að koma sér í mjúkinn
hjá vini móðurinnar sem ræð-
ur styrkveitingu sem hún hef-
ur hug á. Myndin sýnir því að
freka menntakonan er ekki
síður upp á karlveldið komin
en fína frúin, raunar hefur
hún meiri þörf fyrir velþóknun
karlmannsins en móðirin.
Túlki maður þetta bókstaf-
lega er hér dregin upp dökk
mynd af frelsi kvenna, tii að
hljóta rannsóknastyrk er
nauðsynlegt að koma sér í
mjúkinn (upp í?) hjá handhöf-
um fjármagnsins, karlveldinu.
En einnig má túlka þessa nið-
urstöðu sem hugmyndir (og
kannski draumsýn) karl-
manna um valdaleysi
kvenna?
í síðustu myndinni, Geir-
mundi Hrafni Karlssyni, tala
enn saman mæðgur. Móðirin
er fimmtug saumakona sem
fæst við fataviðgerðir heima.
Á sviðinu hangir einkennis-
búningur sjómanns, senni-
lega Geirmundar, þess ein-
kennilega geirfugls sem öðru
hvoru fréttist af úti í heimi,
kannski siglandi út um höfin
blá í sautján ár?
í fyrstu virðist dóttirin vera
unglingsstúlka, ákaflega
barnaleg og gæti virst þroska-
heft. En samtalið leiðir í Ijós
að hún er gift kona og móðir
sem virðist stöðugt þrá föður
sinn, þann sem sigldi burt
fyrir löngu síðan. Kannski á
föðurmissirinn að hafa sett
spor á sál dótturinnar og fest
hana í hlutverki litlu stúlkunn-
ar?
Þessi mynd snart mig hvað
síst. í mínum huga er fimm-
tug kona sem situr heima all-
an daginn og gerir við ann-
arra manna föt varla raun-
veruleg, í besta falli er hún
gamaldags kvenlýsing, jafn-
vel skrípamynd. Þær fimm-
tugu konur sem ég þekki eru
a.m.k. ákaflega ólíkar þessari
gömlu saumakonu sem lifir í
fortíðinni og raular þjóðvísur
viö vinnu sína. En kannski
sjómaðurinn hverflyndi hafi
rænt konuna lífsgleðinni og
gert hana gamla um aldur
fram? Kannski er ég bara eitt-
hvað skrítin að trúa því ekki.
Vissulega tala konur mikið
um karla og líf þeirra snýst að
miklu leyti um að uppfylla
óskir karlanna. Og um þessa
þætti í lifi kvenna snýst leikrit-
ið. Ég held hins vegar að kon-
ur lifi sig ekki eins gagnrýnis-
laust inn i hlutverk sín og
konurnar í leikritinu gera, mér
er raunar til efs að þær hafi
nokkurn tíma gert það. Þarna
örlaði t.d. aldrei á að konurn-
ar gerðu grín að körlum eða
töluðu um þá eins og dyntótta
krakka, sem þó er mjög al-
gengt í raunverulegum sam-
tölum kvenna um karla.
En það er ekki við því að
búast að karlskáld dragi fram
þannig myndir af konum —
hann hefur einfaldlega aldrei
séð þær (við tölum nefnilega
allt öðruvísi við karla en um
þá!) Nú er ég ekki að segja
að hver sem er megi ekki
skrifa um hvað sem er. En
niðurstaða mín er sú að hér
sé annað hvort á ferðinni
frekar yfirborðsleg lýsing sem
ekki kafar dýpra vegna þekk-
ingarskorts á viðfangsefninu
eða þá að hér sjáum við anga
af draumsýn karlmannsins
um að hugsun konunnar snú-
ist öll um hann sjálfan.
Ragnhildur Richter
BJörg Árnadóttir, Ragnheiður
Gestsdóttir:
Ég á afmæli T
dag
Langar þig að halda virkllega 5pennandi
barnaafmæli? í þessarl bók er að finna
margs konar uppástungur um tilbreytlngu í
afmælishaldi. BJörg Árnadóttir hefur í
samvinnu vlð Ragnheiðl Qestsdóttur
myndlistarmann útfært þessar hugmyndlr
þannig að auðvelt er að fara eftir þeim og
miðað er við að verðl sé stlllt í hóf. 5em
dæml um ýmlss konar veisluhöld má nefna
ævintýraveislu, páskaafmæli,
sjóræningjaboð ogjólaveislu. f hverjum kafla
er að finna allt á elnum stað, matar- eða
kökuuppskriftir, leiðbeiningar við
undirbúning, skreytingar, leikl o.s.frv. Bókin
sem er 64 bls., er prýdd fjölmörgum
teiknlngum, uppdráttum og Ijósmyndum.
Verð: 1775,- Félagsverð: 1495,- Kilja: 1275,-
Mál og menning
23