Vera


Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 25

Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 25
Rætt við Kristínu Björnsdóttur um hjúkrun og kvenfrelsi rera alltof róttæk" anna beint upp og verk þau og ókvarðanir sem hjúkrunarfræðingur- inn tekur ekki taldar eins mikilvægar." Hvað finnst hjúkrunarfræðingum sjálfum mikilvægast? ,,Mín skoðun er sú að hjúkrunarfræðingar eigi eftir að sjá mikil- vægi í sínum störfum. Þegar talað er um að hjúkrunarfræðingar séu að bæta við sig óþarfa menntun endurspegla þau viðhorf það sjón- armið að hjúkrun sem slík krefjist engrar þekkingar og hana þurfi ekki að læra. Kvennahreyfingin hefur aldrei stutt baráttu hjúkrunarfræð- inga fyrir aukinni menntun því hún taldi ekki þurfa menntun til hjúkr- unarstarfa heldur bara stórt hjarta. Oft eru auknar menntakröfur bara tengdar launum en allt annað gleymist. Það gleymist hve mikil- vægt það erað vera ánægð í starfi og hversu mikil völd þekking veit- ir. Hjúkrunarfræðingarstarfa mikið með sérfræðingum, valdamiklum sérfræðingum, þannig að aukin menntun og þekking styrkir stöðu þeirra innan heilbrigðiskerfisins. Menntun og þekking hefur áhrif á hversu vel þú getur rökstutt afstöðu þína. Breytt skilgreining á hjúkrun hefur leitttil þess að hjúkrunarfræðin sem slík, óháð læknisfræðinni, hefur þróast hraðstíga. Hún hefur ekki þróast nær læknisfræði eins og margir halda fram heldur er hún að þróast og víkka sem fræðigrein. Þessi þróun í hjúkrunarfræði verður vonandi til þess að koma skjólstæðingum hjúkrunarfræðinga til góða og styrkja kvenlegt gildismat í stéttinni og gagnvart hinum stéttunum. Menntun hjúkrunarfræðinga dróst aftur úr menntun ann- arra stétta sem að mínu mati hefur veikt stöðu okkar við að móta þau störf sem við sinnum." Eru raddir um endurmat á hjúkrunarstéttinni háværar innan stéttar- innar? „Akveðinn hluti hjúkrunarfræðinga hefur hefðbundin viðhorf og er sáttur við ríkjandi viðhorf til stéttarinnar en annar hluti er það ekki. jKvennahreyfingin hefuroft verið meiri ógnun fyrir þær en stuðningur. I Bandaríkjunum á kvennahreyfingin stóran þátt í að hjúkrunarstörf eru skilgreind sem annars flokks. Þetta var á jafnréttistímabilinu þeg- ar kvennahreyfingin lagði áherslu á að konur væru eins og karlar. Núna hefur kvennahreyfingin aftur á móti lagt áherslu á að gera þennan ósýnilega heim kvenna sýnilegan og að skilgreina þurfi Á þeim tíma gat fólk ekki séð konur sem sjálfstæðar og menntaðar og því varð myndin af ,,konunni með lampann, sem lin- ar þjáningar" ofan á en menntaða, sjálf- stæða konan ekki/7 ____________ 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.