Vera - 01.12.1988, Page 27
„Bæði konur og karlar
eru að verða að fólki"
Samtal við
Herbjörgu Wassmo
Herbjörg Vassmo hefur alið all-
an sinn aldur í Norður-Noregi,
frd Bodö í suðri til Harstad í
norðri. Mannlíf og menning
Norður-Noregs er ekki ósvipuð
okkar íslensku eyjamenningu,
að borgarmenningu suðvestur-
hornsins frdtaldri. Líf fólks er
hdð fiskinum í sjónum og óblíð
ndttúra setur sín spor d mann-
eskjuna.
Herbjörg kemur okkur ekki
ókunnuglega fyrir sjónir. Við
fyrstu sýn er hún hlédræg og
dólítið feimin, getur jafnvel virk-
að hrjúf, en þegar minnst varir
brýst hlýjan og alúðleikinn í
gegn. Herbjörg gæti því allt
eins verið húsmóðir í sjóvar-
þorpi vestur ó fjörðum.
Eins og í íslenskum sjóvar-
plóssum er kvennamenningin
sterk því vegna langra fjarvista
karlanna ó sjónum er það hlut-
verk kvennanna að halda lífi og
starfi gangandi í landi.
Sem barn gekk Herbjörg með þann
draum í maganum að verða myndlistar-
maður en töluglöggur og hagsýnn faðir
hennar réði henni eindregið fró þeim hé-
góma, slíkt myndi nú lítið gefa af sér. Þess
í stað menntaði hún sig í uppeldisfræðum
og gerðist kennari. Herbjörg hefur starfað
við ýmsa grunnskóla í Norður-Noregi
samhliða ritstörfum. Seinustu árin hefur
hún hins vegar getað nelgað sig þeim
eingöngu.
„Húsið með blindu glersvölunum" er
fyrsta bindið af þremur sem fjalla um stúlk-
una Þóru. Þóra er „lausaleiksbarn"
norskrar konu og þýsks hermanns. (Það er
ekki úr vegi að minna á að þó að hlut-
skipti svokallaðra „ástandsbarna" hafi
ekki verið neinn dans á rósum hér á Is-
landi má fullyrða að það hafi verið leikur
einn ef borið er saman við hlutskipti þeirra
barna sem áttu ,,óvin" að föður). Neðar
var varla hægt að komast í mannfélags-
stiganum og ekki bætti það stöðu hennar
að móðirin lætur bugast af ofsóknum
„rétttrúaðra" Norðmanna og þrælar sér
áfram með niðurbrotna sjálfsmynd. En þar
með er ekki öll sagan sögð. Móðir Þóru
giftist Henrik, áfengissjúklingi og stríðs-
krypplingi sem misnotar Þóru kynferðis-
lega. f stuttu máli fjallar þríleikurinn um líf
þessarar telpu og baráttu hennar við ör-
lög sín.
Myndlistarkonan kemur glöggt fram í
bókum Herbjargar. Myndmálið er mjög
ríkt, sterkt og frumlegt: „Venjulega voru
augu móður hennar stór og grænleit með
27