Vera - 01.12.1988, Page 28
þunnu, dauflitu tjaldi fyrir eins og sumar-
gardínurnar hennar Rakelar frænku. En
snögglega gótu þau brugðið lit, dregið
tjöldin fró og leyft Þóru að horfa inn til
sín. Þau tóku að leiftra af lífi! Eins og lauf-
trén ó sumrin, full af spörvum og mjúkum,
flögrandi skuggum. Það var vængjaþytur
og líf inni í grænkunni. Einkum þegar hún
og Þóra voru einar". Eins og Herbjörg
lýsir því birtist sagan henni líkt og myndir í
draumi, persónurnar þrengdu sér fram í
vitund hennar, tóku bókstaflega af henni
völdin og lifðu sjólfstæðu lífi. Hennar hlut-
verk var síðan að raða myndunum saman
í eina heild.
Fyrst þegar Þóra birtist henni sat hún í
fjöru. Þóra var eldrauðhærð og sat þarna
í fjörunni með tvær fléttur, önnur örlítið far-
in að rakna. Hún reyndi að losna við
hana með því að skrifa um hana smósögu
en það var Þóru ekki nóg. Hún hélt ófram
að sækja ó hana þar til að skóldsagan
var farin að myndast. Það mó segja að
öll skóldsagan sé samsett af myndum sem
tengjast hver annarri. Það er kannski þessi
frósagnaraðferð sem er lykillinn að þeirri
ótrúlega sterku upplifun sem það er að
lesa þessa bók. I gegn um myndirnar tekst
höfundi að koma Ijótleika lífsins grimmd
og tómlæti fró sér ó undurfagran hótt.
Við sitjum þrjár saman á Hótel Holti.
Herbjörg Vassmo, Herdis Sæmundardóttir
og Ingibjörg Hafstað. Tíminn er naumur
því dagar Herbjargar eru þétt skipulagðir
og fleiri viðmælendur í vændum. Ur þess-
um fundi getur því aldrei orðið annað en
stutt spjall í stað ítarlegs viðtals og er það
miður.
Við byrjum á að ræða útgáfumál. Við
nefnum það við Herbjörgu að þýðandi
einn hafi boðið Máli og menningu að
þýða Húsið með blindu glersvölunum
stuttu eftir að bókin kom út árið 1980 en
forlagið afþakkaði pent með þeim orðum
að þeir hafi lesið margar merkilegri bækur
um þetta efni og að það fengi engan
hljómgrunn hér á landi!!!
Herbjörg sagði okkur þá brosandi frá
því að staðan hafi verið svolítið svipuð í
Noregi á sínum tíma. Það munaði litlu að
bókin kæmi alls ekki út. Hún taldi margt
koma þar til. Fyrst og fremst vinnuálag á
útgáfuráðunautum forlaganna. Yfirleitt
væri mikið að gera hjá þessu fólki og það
bitnaði að sjálfsögðu á lestri handrita.
Menn gætu hreinlega ekki leyft sér að
lesa handritin nægilega vel. Við fyrsta yf-
irlestur handritsins fannst útgefandanum
sem ekki væri nægileg spenna í atburða-
rásinni, hún gæti ekki haldið lesandanum
við efnið. Sú gagnrýni sem mest hefur
borið á eftir útkomu bókarinnar er hins
vegar sú, að spennunet bókarinnar sé svo
flókið og mikið að það sé jafnvel til of
mikils mælst að leggja öll þau ósköp á
saklausa lesendur.
Hitt kemur að sjálfsögðu líka til að við-
horf til þeirra mála sem bókin fjallar um
hafa breyst gífurlega á síðustu átta árum
og ekki óeðlilegt að forlögin hafi verið
28
hrædd við að gefa út bók sem tekur á
málum eins og sifjaspellum og örlögum
Þjóðverjakrakka úr stríðinu. Hvort tveggja
hefur verið bannvara í norskum bókmennt-
un fram á síðustu ár.
Herbjörg varð í bókstaflegri merkingu
fræg á einni nóttu. Bókin kom í bókabúðir
á mánudagsmorgni og á miðvikudegi var
búið að útnefna hana til Norðurlanda-
ráðsverðlauna. Þetta var ekki síður sjokk
fyrir mig persónulega en bókmenntaheim-
inn norska, segir Herbjörg.
Tungumál kynjanna berágóma.
Herbjörg heldur því fram að tungumál
kynjanna séu svo ólík að það sé ekki úr
vegi að tala um tvö mismunandi tungu-
mál. Tungumál karla hefur öldum saman
skort þann eiginleika sem þarf til að tjá til-
finningamál og önnur Ijósfælin mál. Þeir
hafa vanist því að nota svo kallað stofn-
anamál eða tungumál sem tengist atvinnu
og stjórnsýslu, en þegar kemur að mann-
legum tilfinningum og því sem mestu máli
skiptir fyrir mannleg samskipti þá sigla
þeir í strand, skortir hreinlega orðaforða.
Goðsögnin hefur hins vegar verið sú að
konur skorti orðin, að þeirra tungumál sé
eintómt bla, bla og þar af leiðandi ekki
vert að gefa því nokkurn gaum. Konur
hafa líka haldið sínu tungumáli fyrir sig,
skipta gjarnan um umræðuefni og tón ef
karlmann ber að garði. Hvers vegna kon-
ur gera þetta er ekki gott að segja, hvort
hér er á ferðinni vanvirðing kvenna á eigin
menningu og sjálfsmynd eða hvort þær
velja auðveldari leiðina því konur eru vel
að sér í karlamáli og menningu, skal
ósagt látið en hitt er víst að það er einmitt
reynsla margra kvenna að karlmenn þyrstir
í „kvennaumræðuefni".
Herbjörg sagðist halda að hlutirnir væru
að breytast, ,,bæði konur og karlar eru
að verða að fólki" eins og hún komst að
orði. Fólk er í meira mæli farið að nálgast
sjálft sig, og margir karlar eru farnir að
skilja eða minnsta kosti skynja hvers vegna
þeir eru svona ofboðslega hræddir við að
vera hræddir. Karlar hafa sætt mikilli
gagnrýni undanfarin ár fyrir að geta ekki
tekið þátt i umræðum á forsendum kvenna
en það er spurning hvort sú gagnrýni er
ekki svolítið óréttlát, því varla er hægt að
vænta þess af þeim frekar en okkur að
þeir sprengi aldagamlar hefðir, uppeldi
og þjóðfélagsramma í einni svipan.
Konur gefa oft á tíðum heldur ekki frá
sér nógu skilmerkileg skilaboð, fullyrðir
Herbjörg. Meðan tungumálaerfiðleikar
eru eins miklir og raun ber vitni verðum
við að koma skilaboðum okkar skýrt og
greinilega á framfæri, hætta að sópa
undir teppið og milda þau, því það fellur í
okkar hlut að breyta þessu. Við skiljum
þeirra heim miklu betur en þeir okkar. Við
upplifum öll að vera svikin einhvern tíma á
lífsleiðinni, þ.e.a.s. við göngum með vænt-
ingar til umhverfisins og okkar nánustu
sem aldrei verða að veruleika. En eru
bessar óuppfvlltu væntingar/svik ekki ein-
mitt atleiðing óskýrra skilaboóa og þeirrar
gjár sem skilur að tungumál kynjanna.
I þríleik Herbjargar er Þóra stöðugt að
senda frá sér skilaboð og merki um
óhamingju sína og erfiðleika en aðstæðn-
anna vegna eru móttökutæki þeirra sem
hefðu átt að nema skilaboð hennar óvirk
og boðin sjálf óskýr. Þannig er Þóra svikin
æ ofan í æ. Eina manneskjan sem hafði
orku og vilja til að skilja skilaboðin er
Rakel móðursystir hennar — en hún svíkur
líka að vissu leyti því hún deyr frá henni.
Rakel var eina von Þóru, hún var eina
fordæmið sem hún átti og eina manneskj-
an sem henni finnst ekki svíkja. Því fer sem
fer þegar allt um þrýtur hjá Þóru í lok
þriðju bókar, hún missir tök á lífi sínu, flýr
raunveruleikann og inn í ímynd Rakelar.
Með öðrum orðum; hún fer að ímynda sér
að hún sé raunverulega Rakel, enda hefur
hún enga aðra fyrirmynd í þessum heimi
en hana. Fyrirmyndir eru af skornum
skammti fyrir konur í þessari veröld enda
saga þeirra lítt skráð. í þessu sambandi
bendir Herbjörg á að börn þurfa ekki
nema eina manneskju sem raunverulega
sér þau, sem umgengst þau á þeirra eigin
forsendum til þess að komast nokkurnveg-
in ósködduð út úr barnæskunni.
Það er vont, segir Herbjörg, að minnast
þeirra svika sem maður varð fyrir í æsku
vegna þess að þau eru svo eyðileggj-
andi, en hræðilegast af öllu er að horfast
í augu við að þessi sömu og önnur svik
endurtekur maður gjarnan sjálfur á sínum
nánustu. Eitt helsta þjóðfélagsbölið sem
við eigum við að stríða í dag er kannski
það að flest fólk hefur ekki orku og krafta
til að hafa kveikt á móttökutækjum sínum
og taka upp skilaboðin sem stanslaust er
beint að manni. Það var enginn sem sá
Þóru litlu í sínum mikla vanda eða það var
enginn sem vildi sjá. Hún gaf frá sér mjög
sterk tákn allan tímann en hún hafði ekki
tungumálið til þess að tjá sig með.
I lok fyrstu bókarinnar bjargar Þóra
stjúpa sínum, Henrik, úr sjávarháska.
Hvers vegna gerir hún það — hvers vegna
lofar hún honum ekki bara að farast? Her-
björg segir að Þóra hafi komið henni mjög
á óvart þegar hún bjargar honum, því
auðveldast hafi í raun verið fyrir Þóru að
láta hann drukkna og losna þar með und-
an kvalara sínum. Enginn hefði álasað
henni fyrir það. En í raun sé Þóra sjálf
mjög meðvituð um þá ábyrgð sem hún
geti borið og þá ábyrgð að hafa líf hans
á samviskunni geti hún ekki axlað. Hún
kaus því frekar að lifa áfram við ofbeldið.
Ennfremur má segja að „háskinn" sem
Þóra setur í beint samhengi við Henrik í
byrjun bókarinnar fái með þessu víðari
merkingu. Háskinn sem kvenverur búa við
er ekki bundinn einum karlmanni eða ein-
angruðum atvikum, sem hægt er að losna
við með einni aðgerð. Háskinn er orðinn
tákn í miklu víðari skilningi.
Þegar rætt er um endi þríleiksins, það
að Þóra lætur bugast, segir Herbjörg eitt-
hvað hafi borið á óánægju frá gagnrýn-
endum og lesendum, að þetta sé harm-