Vera - 01.12.1988, Page 33

Vera - 01.12.1988, Page 33
,,Engin kvennabarátta án stéttabaráttu, engin stéttabaráttaán kvennabaráttu." Þetta er ein helsta fullyröingin sem Iiggur til grundvallar sósíalískri kvennabarátlu og á rætur aö rekja til kenninga hinna elstu sósíölsku feðra, Marx, Engels og Bebels. Nokkur sann- leikur er fólginn í fullyröingu þessari en ekki nándar nærri allur og fyrir kvennapóli- tíska baráttu er slagoröiö ekki aöeins ófullnægjandi heldur getur þaö einnig verið vill- andi a.m.k. sé þess ekki jafnframtgætt að skilgreina vel og nákvæmlega hvað átt er við. Ég held einmitt að ein ástæðan fyrir veikri stööu kvennahreyftnga hér á landi sé skortur á fræðilegri umljöllun og oftrú rnargra kvenna á fræðikenningum karla (bæði sósíalista og annarra) um kvennakúgun. Konur verða sjálfar að fara að taka á þeim málurn og skilgreina pólitíska hugmyndafræði út frá eigin sjónarmiðum. Það er mikil vinna og erftð en því fyrr sem konur hefjast handa því betra. Eigi að skoða fræðikenningu Karls Marx út frá kvennapólitísku sjónarmiði (femín- ísku sjónarmiði) verður að greina á milli tveggja meginþátta hennar sent þó eru ntjög samaníléttaðir. Annars vegar er það hin efnahagslega greining á kapítalísku santfélagi, þ.e. andstæða fjármagns og vinnu, uppsöfnun arðs og umframframleiðslu og flæði fjár- magns. Hins vegar er um að ræða félagslega hlutann, þ.e. kenninguna unt stéttirnar tvær. Efnahagslegi þátturinn er í megindráttum í fullu gildi, einnig frá sjónarhóli femín- ista, það sem fyrst og fremst er gagnrýni vert er hvernig Marx, Engels, Bebel og síðari tíma sósíalistar hafa búið til úr efnahagskenningunni félagslegt módel sem á að taka til nánasl allra þálta mannlífsins, bæði kvenna og karla. Efniviðurinn í ntódeli þessu (kennisetningu) er afar einhæfur, framleiðsluhættir og framleiðsluafstæður kapítalísks samfélags. Þar verður því ekkert rúm fyrir kúgun annars kynsins á hinu og kvennapóli- tíkin þar með læst inni í sléttapólitíkinni og sem viðhengi við hana. En lítum nánar á kenningar þýsku félaganna þriggja, Karls Marx, Friedrich Engels og August Bebels um kvennakúgun og kvennabaráttu. Þar er fyrst til að taka að Marx sjálfur skrifaði afar lítið um málið og það litla sem hann skrifaði stingur mjög í stúf við önnur fræðirit hans. Á öllum öðrurn sviðunt fræðimennsku sinnar, en þau voru ntörg, (hagfræði, félagsfræði, saga, heimspeki) var Marx afar vandaður og nákvæmur vís- indamaður. Hann kafaði ævinlega til botns i hverju máli oglét aldrei eftirsér fræðilegan slappleika. Samt er ekki annað hægt að segja en að hann haft farið á handahlaupum yftr „kvennaspursmálið". Varla er unnt að skilja það á annan veg en svo að hann hafi ekki haft áhuga á málinu eða þá að hann hafi viljað ýta málefnum kvenna frá sér af persónulegum ástæðum. Djúp umfjöllun unt stöðu kvenna hefði að öllum líkindum hróílað um of við persónulegum högum hans og trúlega orðið til þess að hann hefði orðið að endurskoða ntargt í líft sínu þ.a.m. hvort rélt væri að fræðistörfin hefðu ætíð skilyrðislausan forgang fram yfir íjölskylduna, konu og börn. Jenný kona hans virðist ekki hafa verið sérlega sæl í hjónabandinu, að minnsta kosti verður Karli í bréfum til Engels líðrætl um ..táranóð" konu sinnar og slæmar heimilisástæður. Stundum er svo Iangt gengið að hann verður að gera hlé á vinnu sinni. Ég held að engin kona undrist táraflóð Jennýar þegar vitað er að á fyrstu hjónabandsárunum fæddi hún hvert barnið á fætur öðru sem ekki voru lífvæn vegna fátæktar þeirra hjóna. I bréfl til Engels segir hann m.a.: ,,Kona mín hefur loks fælt. Barnið var ekki lífvænt og dó strax. Það er út affyrirsigengin ólukka. Þóerþaðsvo bæði vegna kringumstæönanna sem höfðu mikil áhrifá ímyndunarafi mitt ogeins það sem á undan gekk. Þetta er alli mjögerfitt og ekki hægt að segja frá í bréfi." (Lauslega þýtt.) Lálum þetta nægja um ástæður þess að Marx tók svo létt á kvennapólitíkinni en skoðum aðeins nánar hvað hann segir um hana þó að lítið sé. Hann gerir ekki úttekt á hinni ólaunuðu kvennavinnu (reproduktion) og reiknar ekki út verðmæti hennar. Hann telur þó að konur eigi ekki að vinna kauplaust fremur en karlar, lausnin að hans mati er að losa konur við heimilisþrældóminn. Ekki er útskýrt hvernig það skuli gert utan það að koma upp félagslegri aðstöðu þar sem öll mannleg samskipti geti farið fram, þar með talið barnauppeldi. Þá áttu konur að verða jafn frjálsar og karlar til að laka þátt í framleiðslunni og verða íjárhagslega sjálfstæðar sem hann réttilega lelur grundvallarmannréttindi. Marx fer hörðurn orðunt um fjölskylduna og telur hana uppsprettu kvennakúgunar, samt fjallar hann að öðru leyti afar lauslega og loðið um santband karls og konu. Þrátt fyrir að stefnt sé að upplausn fjölskyldunnar og að konur losni við heimilisþrældóminn er gert ráð fyrir fjölskyldulílt og parsambandi. En um leið og einkaeignin hverfur munu skapast möguleikar fyrir verkalýðinn á „mannúð- legri þróun" og samband karla og kvenna verður ,,hið eina náttúrlega og eðlilega sam- band manna ámilli". Þetta er undarleg rómantík og upphafningá sambandi kynjanna og út í hött ef litið er til raunveruleikans á þessum tíma. Það er ekkert sem bendir til þess að verkamenn hafi verið betri eða göfugri heimilisfeður en borgaralegir karlar, ntargir þeirra víluðu ekki fyrir sér að hella sér í drykkjuskap og yfirgefa konu og börn. Mæðurnar þraukuðu hins vegarævinlega og voru hjá börnum sínum jafnvel þóað þær yrðu að selja sig á götunni lil að hafa í sig og á og dugði varla til. Um þessar aðstæður verkakvenna í Rússlandi unt aldamót skrifuöu sósíalísku feðurnir lítiö, ef nokkuð. Það gerði aftur á móti félagi þeirra Alexandra Kollontay. Úr bókinni „\ nafni jafnréttis" / inngangi sinum fjallar Helga sérstaklega um Kvennaframboöiö. 33

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.