Vera


Vera - 01.12.1988, Qupperneq 36

Vera - 01.12.1988, Qupperneq 36
Að endingu benti ég á aö Reykjavíkurborg hefur aö- eins sýnt lit í þessum efnum. Atvinnumálanefnd Reykja- víkur hlutaöist á sl. ári til um aö haldiö var námskeið fyrir konur í atvinnurekstri í samvinnu viö Námsflokkana. Þaö sýndi áhuga. Ég benti einnig á aö meö tillögunni gæfist borgar- stjórn nú einstakt tækifæri, á tímum vaxandi atvinnu- leysis, til aö taka myndarlega á atvinnuþróun í borginni. Borgaryfirvöldum yröi til mikils sóma aö efla á þennan hátt atvinnulíf I borginni. Spurning um vilja Reykvíkingar heföu efni á að láta fé i þetta verkefni, féö lægi auk heldur á lausu. Reyndar hefðum viö ekki efni á að láta lengur skeika aö sköpuöu i þessum efnum. Hér væri því einungis spurt um vilja. Meö því aö sam- þykkja tillöguna tæki borgarstjórinn í Reykjavík og borg- arstjórn forystu. Borgarstjórn gengi á undan öörum í landinu meö góöu fordæmi hvaö varðaði opinbera stefnumörkun í atvinnueflingu meö sérstakri áherslu á aö auka atvinnumöguleika kvenna. Því miður varð ekki sú raunin á aö meirihlutinn biti á agnið og samþykkti tillöguna. Tillögunni var vísaö frá — ýtt út af boröinu án frekari skoöunar. Þaö var sárt. Eftirmáli Frá því aö þessi tillaga var til umfjöllunar í borgar- stjórn hefur atvinnuleysi veriö aö aukast uggvænlega í landinu öllu, þar meö taliö í Reykjavík. Sennilega erum við þó einungis búin aö fá forsmekkinn af því sem vænta má í þessum efnum á næstu misserum, ef draga má ályktanir af hinum mikla hraöa samdráttar atvinnulífsins undanfarnar vikur. Atvinnuástand er nú þaö versta sem viö höfum kynnst frá því á árinu 1984. í október í ár voru skráöir atvinnu- leysisdagar 15.300 á landinu öllu, en í október í fyrra voru þeir 4.600, þarna er því um 33.4% aukningu að ræöa á einu ári. Mesta aukningin er á Norðurlandi Eystra. Af einstökum stööum á landinu viröist aukningin mest á Ólafsfiröi 1000 dagar, á Húsavík um 900 dagar og í Reykjavík 600 dagar. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, vegna uppsagna á fastráðningarsamningum fiskvinnslufólks. Á undanförnum mánuðum hafa Vinnu- málaskrifstofunni borist uppsagnir frá 500—600 fyrir- tækjum. Einungis þessar uppsagnir taka til um 1200 manns. í Reykjavík hefur atvinnuleysisdraugurinn lítiö gert vart viö sig undanfarin misseri, ef vinnumarkaöurinn er skoöaöur í heild. Einnig hefur draugur sá oft verið betur falinn hvaö varðar atvinnuleysi kvenna. Konur hafa nefnilega löngum orðiö aö búa viö mikinn óstööugleika í atvinnu, tíðar uppsagnir og atvinnuskipti. Viö skulum í lokin snúa okkur aftur aö Reykjavík. Samkvæmt nýjustu tölum Atvinnumálanefndar Reykjavíkur frá 17. nóvember s.l. voru 275 manns á at- vinnuleysisskrá, en á sama tíma í fyrra voru 38 manns á skrá. Þarna er því um 72.4% aukningu aö ræöa. Þetta eru ill tíðindi, sem boöa versnandi kjör á næst- unni. Sem fyrr eru konur afar varnarlausar í atvinnu- leysi. Þær eiga ekki á eins mörg mið aö sækja og karlar m.a. vegna fábreytts starfsvals. Þær hafa í flestum tilvik- um haft mun lægri laun en karlar, laun sem ekkert hefur veriö hægt að leggja til hliðar af. Þær eru því sem heild mjög illa settar á samdráttartímum, og viö höfum upplif- aö marga ,,hagræðinguna“ í fyrirtækjum, sem nær ein- göngu hefur falist í uppsögnum kvenna. Því segi ég, þaö heföi sannarlega verið gott aö eiga nú Atvinnuefl- ingarsjóö í þá veru sem tillaga gerir ráö fyrir. Þannig heföi konum veriö auðveldaö að taka sjálfar á vanda vaxandi atvinnuleysis. Elin G. Ólafsdóttir Þegar öryggi og endurnýting fara saman... Viö Kvennalistakonur höfum löngum haft áhuga á umhverfisvernd og lagt áherslu á aö markvisst veröi hafist handa viö aö flokka sorp til endurnýtingar eöa endur- vinnslu. Við höfum átt um þessi mál marga orðræðuna og ekki að óþörfu, því að sóun á verðmætum er gífurleg og auk þess erum við á góðri leið með að grafa landið okkar í úrgangi. Þegarfrétt um framleiöslu gúmmívarnings, sem unn- inn er hér á landi úr sorpi, kom í sjónvarpinu um daginn sperrti ég eyrun. Ég heyröi ekki alla fréttina eöa hvar framleiöslan færi fram á landinu, þar sem ég var auðvit- aö aö stella viö kvöldmatinn eins og fleiri konur á meöan á fréttum stóö. Þetta kom eins og himnasending, ég haföi einmitt veriö búin að hugsa mér aö koma fram meö tillögu í borgarstjórn um úrbætur I öryggismálum á leiksvæöum barna. Var búin aö láta mér detta í hug aö í staðinn fyrir tréflekana undir leiktækjum væri hægt aö setja gúmmfmottur. Allt var þetta samt óljóst í mínum huga. Þarna bar því vel í veiði og ég fór strax á stúfana að leita mér nánari upplýsinga um máliö. Til aö gera langa sögu stutta tókst okkur aö hafa upp á þeim upplýsingum sem til þurfti. Síöan fæddist eftir- farandi tillaga, sem lögö var fram af fulltrúum stjórnar- andstöðunnar í borgarstjórn þann 3. nóvember s.l.: Borgarstjórn samþykkir aö gerö veröi tilraun meö aö leggja gúmmíhellur, sem framleiddar eru hér á landi, á nokkur leiksvæöi dagvista og skóla í borginni. Dagvist barna og Skólaskrifstofu veröi faliö aö hrinda í framkvæmd tilraun meö gúmmíhellulögn við leiktæki og aðra þá staöi sem henta þykir á leiksvæðum barna. Tilraunin verði gerö á þeim leiksvæðum sem eru á framkvæmdaáætlun á þessu og næsta ári. Greinargerð: Tillagan er fyrst og fremst sett fram meö þaö í huga að auka öryggi barna og draga úr slysa- hættu. Meö tilkomu gúmmíhellna hefur opnast nýr möguleiki til að ganga þannig frá hættulegum stööum á leiksvæöum aö slysahætta minnki verulega. Hellulögn af þessu tagi hefur verið framkvæmd bæði hér á landi og erlendis og þótt gefast vel.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.