Vera


Vera - 01.12.1988, Qupperneq 38

Vera - 01.12.1988, Qupperneq 38
Fréttir frá Alþingi: Stjórnarmyndunarviðræðurnar stóðu frá 17. sept., þegar Þorsteinn Pálsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, til 28. sept., þegar sú stjórn sem enn situr tók við völdum. Þennan tíma voru stöðugir fundir; þingflokksfundir, fimmfundir á Laugaveginum og símafundir til aö tengja konur úti á landi við þessi ósköp sem hér gengu á. Nokkrum sinnum fóru Kvennalistakonur á fundi meö forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Voru menn þá að kanna möguleika á aðild Kvennalistans að ríkisstjórn eða jafnvel hlutleysi við minnihlutastjórn. Þær konur sem á þessa fundi fóru voru sammála um, að þeim mætti lýsa með hinni frægu dæmisögu um manninn sem byggði húsið eftir sínu höfði en bauð svo konunni að búa þar hjá sér með því skilyröi að hún breytti engu eftir sínum smekk. Karlarnir vildu gjarnan hafa okkur með en við áttum engu að fá að breyta, okkar hugmynd- ir fengust ekki einu sinni ræddar, heldur var þeim nán- ast blásið út af borðinu eins og dauðri fiskiflugu (orðatil- tæki fengið að láni hjá Danfríði). Kvennalistakonur urðu varar við mikinn áhuga fólks á því að þær færu í ríkis- stjórn og létu gott af sér leiða og virtust sumir jafnvel álíta að Kvennalistinn væri kominn með þingstyrk í sam- ræmi við skoðanakannanir. Það er sannarlega ekki svo og sex konur á þingi, þótt sterkar séu, hafa ekki nægi- legan styrk til að koma í gegn breytingum ef hinir flokk- arnir eru ekki tilbúnir til að vinna að þeim líka. Kvenna- listakonur voru sammála um, að það kæmi aldrei til greina að taka þátt í ríkisstjórn eða vera hlutlaus gagn- vart ríkisstjórn sem leyfði frystingu launa og virti ekki samningsrétt fólks. Talið er, að launafrystingin nái í raun aðeins til um 40% vinnandi fólks og þessi 40% eru að lang stærstum hluta konur. Að gangast undir launafryst- ingu er viðurkenning á því, að vandann í þjóðfélaginu megi rekja til þess að konur fái of há laun og því megi laga hann með því að frysta laun þeirra. Það er nokkuð sem engin Kvennalistakona getur skrifað undir. Launa- frystingin og samningsréttarleysið voru eins og burðar- veggir í húsi karlanna, við þeim mátti ekki hrófla og er það grunnforsenda þess að Kvennalistinn er nú enn í stjórnarandstöðu. Sætaskipan Á fyrstu þingfundum haustsins draga þingmenn um það hvar þeir eigi að sitja á komandi þingi. Það fylgir þvi alltaf viss eftirvænting að sjá hverjir muni nú draga sig saman. (Svoleiöis fylgir alltaf tildragelsi, eða hvað?) Ein- hvern tímavarsagt, aðeini þingmaðurinn sem hafi tekið karlmannlega á móti Kvennalistakonum á þingi hafi ver- ið Eiður Guðnason, og í orðinu karlmannlegur fólst í það sinnið hvorki riddaramennska eða kurteisi að fornum sið. Þegarverið var aðdragatil sætis í efri deild, gantað- ist Guðrún Agnarsdóttir við Eið og sagði að nú lenti hann örugglega í því að sitja hjá þeim Kvennalistakon- unum í efri deild, henni og Danfríði. Dregið er eftir staf- rófsröð. Danfríður dró fyrst og dró sæti númer 11, Eiður dró strax á eftir henni og fékk sæti númer 10, nú drógu tveir Guðmundar og segir ekki af þeim, en þegar Guð- rún bjó sig undir að draga númer, leit hún kankvís á Eið meðorðunum „bíddu bara“ ogsjá; húndrósæti númer9. Kosiö í nefndir Á þriðja degi þingsins var kosið í fastanefndir þess. Venjulega fer slíkt fram með ró og spekt því í raun er bú- ið að ákveða fyrirfram hverjir fari í nefndirnar. Þær óvenjulegu aðstæður eru nú í neðri deild að þar eru jafn- margir úr stjórn og stjórnarandstöðu og þar náðist ekki samkomulag um nefndaskipan áður en gengið var til kosninga. I hverri nefnd eru 7 fulltrúar og bæði stjórn og stjórnarandstaða báru fram lista með 4 nöfnum fyrir hverja nefnd deildarinnar. Við kosningu fengu svo auð- vitað listarnir jafn mörg atkvæði, eða 21 hvor, og þess vegna þurfti að draga um hvor listinn kæmi fjórða manni inn. Sem frægt er orðið gerðust þau undur að stjórnar- listinn kom alltaf að sínum manni og hefur stjórnin því meirihluta í öllum nefndum. Guðrún Halldórsdóttir, sem var á þingi fyrir Þórhildi fyrstu 3 vikur þingsins, var sér- staklega óheppin í þessu happadrætti, hún þurfti að draga þrisvar sinnum og tapaði jú alltaf. Kvennalista- konur sitja í eftirtöldum fastanefndum Alþingis. Málm- fríður í fjárveitinganefnd sameinaðs þings, Kristín Ein- arsdóttir í utanríkismálanefnd s.þ. og í iðnaðar- og fé- lagsmálanefndum neðri deildar, Guðrún Agnarsdóttir er I allsherjarnefnd s.þ. og í landbúnaðar-, sjávarútvegs- og heilbrigðis- og tryggingarmálanefnd n.d., Danfriður er í menntamálanefnd efri deildar og Kristín Halldórs- dóttir er í fjárhags- og viðskipta- og í allsherjarnefnd n.d. í átta fastanefndum þingsins á Kvennalistinn ekki full- trúa en þingkonur reyna að fylgjast með málum sem tekin eru fyrir I þeim nefndum með því að sækja um áheyrnaraðild í þeim. Þingmál sem Kvennalistakonur hafa veriö fyrstu flutningsmenn aö Hér fer á eftir listi yfir þau mál sem þingkonur Kvennalistans hafa verið fyrstu flutningsmenn að á fyrstu 6 vikum yfirstandandi þings. Þær hafa einnig verið meðflutningsmenn nokkurra mála, en í allt hafa verið lögð fram 110 þingmál á þessum tíma. FRUMVARP TIL LAGA UM: * breytingu á sveitarstjórnarlögum. TILLÖGUR TIL ÞINGSÁLYKTUNAR UM: * umhverfisfræðslu. * endurskoöun laga um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði. * setningu laga um sjálfseignarstofnanir. * að efla kjararannsóknir. * launakostnað við mötuneyti framhaldsskól- anna. FYRIRSPURNIR TIL: * iðnaðarráðherra um undirbúning að nýju álveri við Straumsvík. * menntamálaráðherra um leiðbeinendur og stundakennara í grunnskólum og framhaldsskólum. * fjármálaráðherra um tekjur einstaklinga. * fjármálaráðherra um tekjuskatt ríkisstarfs- manna. * heilbrigðisráðherra um mengunarvarnir hjá ís- lenska álfélaginu hf. * fjármálaráðherra um söluskatt af námsbókum. * samgönguráðherra um hækkun póstburðar- gjalda. BEIÐNI UM SKÝRSLU FRÁ * forsætisráðherra um stöðu og rekstur fisk- vinnslufyrirtækja. * menntamálaráðherra um stöðu list- og verk- menntagreina, heimilisfræða og íþróttakennslu í skólum landsins og menntun kennara í þessum greinum. 38

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.