Vera - 01.12.1988, Side 47
hægt aö snertast og elskast
án þess aö eftir því sé tekið.
Og í bókinni er hvítur litur
tákn þess slæma en ekki sak-
leysis og gæsku eins og hefö
er fyrir.
Ljóðin í Hvíta trúönum fjalla
m.a. um þörf okkar fyrir snert-
ingu, bæöi líkamlega og and-
lega, en hana verðum viö
bæla. Eina leið okkar til að fá
útrás fyrir þessa þörf er með
því aö pukrast og fela hana
fyrir öðrum og því verður það
að vera í myrkrinu. En það er
ekki eðlilegt að fara í felur og
við verðum að uppræta snert-
ingabannið, við verðum að
snertast og láta okkur varða
um tilfinningar hvers annars.
Þannig gætum við upprætt
ótta dimmfuglsins og losnað
út úr óttaskóginum.
Hér hef ég nefnt nokkur at-
riði varðandi bók Nínu Bjarkar
Árnadóttur, Hvíta trúðinn, en
hana má lesa á marga fleiri
vegu. Ég hef svo til eingöngu
fjallað um efni Ijóðanna en
ekki form þeirra. En það er
ekki síst formið sem gefur
möguleika á mismunandi
hugmyndum. Beinar og skýr-
ar myndir og Ijóðmælandi,
sem leitast við að vera sann-
ur og einlægur í frásögn
sinni, eru helsti styrkur Ijóða
Nínu Bjarkar. Ljóðin í Hvíta
trúðnum eiga erindi til okkar
og Nlna Björk sýnir enn sem
fyrr Ijóðagáfu sína.
Sigurrós Erlingsdóttir
KÍMNI OG KARLALÁN
Jane Austen
Mál og menning, 1988
Vangaveltur um
Hroka og hleypidóma
eftir Jane Austen.
Út er komið hjá Máli og
menningu sígilt verk eftir
Jane Austen í nýrri, íslenskri
þýöingu Silju Aðalsteinsdótt-
ur. Fylgir þýðandi verkinu úr
hlaði með greinargóðum eftir-
mála þar sem segir frá sam-
tið höfundar og ævi, en einn-
ig frá þýðingunni sjálfri og
þeim Ijónum sem urðu á vegi
þýðanda. Þessi eftirmáli ber
vitni um alúð þýðanda við
verkið og er í senn fróðlegur
og skemmtilegur.
Þá er að segja frá sjálfu
verkinu. Hroki og hleypidóm-
ar er að mínu mati hrifandi og
ferskt verk. Aðalpersónan er
Elísabet, skynsöm og
skemmtileg stúlka. Raunar
gegnir furðu hve vönduð
stúlkan er, sé litið til foreldra
hennar og uppeldis. Móðirin
hefur þann grátbroslega djöf-
ul að draga að hún þarf að
gifta dætur sínar, hvað sem
tautar og, að manni virðist,
hverjum sem er. Um þessa
tengdasonaveiði snýst líf frú-
arinnar. í hennar augum er
það óhollt ungum stúlkum að
giftast alls engum, og virðist
móðirin ekki eygja neinar aðr-
ar hættur sem dætur hennar
gætu orðið fyrir. Vesalings
skynsama Elísabet verður að
sitja sárþjáð undir groddaleg-
um tilburðum heimskrar móð-
ur sinnar til að gifta þær syst-
urnar. Faðirinn er á hinn bóg-
inn alveg laus við heimsku og
hefur raunar sérstakt dálæti á
sinni skemmtilegu og vel
gefnu, næstelstu dóttur. Gall-
inn er sá að karl hefur fyrir
löngu gefist upp á að koma
vitinu fyrir frúna. Honum virð-
ist heldur ekki sérstakt kapps-
mál að koma dætrum sínum í
hnapphelduna. Eldri systir
Elísabetar er Jane. Hún er
yndisleg og rómantísk en að
sama skapi óraunsæ og
ógagnrýnin. Elísabet er aftur
á móti svo afskaplega prakt-
ísk. Oftar en ekki hefur hún
vit fyrir sinni draumlyndu,
eldri systur. Mary er bókaorm-
ur, hún hefur yndi af að draga
lærdóm af öllum hlutum og er
óspör á að sjóða allt sem fyrir
augu ber niður í stutta, spak-
lega orðskviði. Engum finnst
hún skemmtileg fyrir bragðið
og kemur hún minnst við
sögu af þeim systrum. Kitty
og Lydía reka lestina. Þær
eru léttúðugar ruglukollur
sem hugsa aðeins um dufl og
dans. Fyrirhyggjuleysi verður
Lydíu að falli, sem verður til
þess að Kitty tekur loks við
sér. Jane og Elísabet eru
trúnaðarvinkonur, Lydía og
Kitty sömuleiðis. Aumingja
Mary hallar sér að bókinni.
Þá er uþptalið heimilisfólkið
að Longbourn, en ýmislegt
frændfólk þess kemur einnig
við sögu.
Fjörleg frásögnin greinir frá
því hvernig hin annars
greinda Elísabet lætur hleypi-
dóma villa um fyrir sér gagn-
vart hinum dökkleita Darcy.
Hleypidómar valda því líka að
hún treystir hinum bjartleita
Wickham, en innri maður
hans er sýnu dekkri en sá
ytri. Sjálfur vinnur Darcy svo
bug á hroka sínum gagnvart
Elísabetu, en sá hroki sprett-
ur af göfgu ætterni hans og
miklum eignum. Kjarni sög-
unnar er þannig þroskasaga
tveggja einstaklinga sem af-
hjúpa galla í fari hvors annars
og uppræta þá. Þroskinn sem
þannig fæst gerir þeim kleift
að sameinast á grundvelli
jafnréttis. Reyndar er höfund-
ur sjálfur furðu laus við hroka
og hleypidóma samtiðar sinn-
ar hvað varðar stöðu kvenna,
þótt sögunni Ijúki að vísu
með hjónabandi — nema
hvað? Á vissan hátt boðar
Jane Austen samt höfunda á
borð við Fay Weldon. Þarna
er heimilislífi lýst í öllum sín-
um hversdagsleika, frásagn-
argleðin er rík og gráglettnu
Ijósi varpaö á efnið. Bókin er
eins og Elísabet, hæfilega
spök, gagnrýnin og gaman-
söm, en umfram allt fjörleg
og sjálfstæð. Þótt söguþráður
fylgi uppskrift ástarsagna og
sé því fyrirsjáanlegur, þá er
það fjörið sem gerir hann
ferskan og alltaf er stutt í
flissiö.
Þýöingu Silju kemur öllu
þessu fjöri prýðilega til skila,
að því er best verður séð. Að-
eins eitt atriði fannst mér um-
deilanlegt, en það var fullmik-
ið fjörið i orðfari sumra per-
sónanna. Silja hefur eflaust
velt vöngum yfir þessu áður
en hún gerði upp hug sinn.
Kannski þetta sé smekks-
atriði, en ég á erfitt með að
sætta mig við að ung stúlka í
enskri skáldsögu frá byrjun
19. aldar segi.....það er
æðislegt fjör hérna!" (bls. 91)
eða „Mömmu langar líka
svakalega til að fara!“ (bls.
171). Mun fleiri dæmi eru um
þetta, oftast af vörum ungu
systranna glysgjörnu, og á þá
væntanlega að einkenna
þeirra tungutak. Að öðru leyti
er þessi lesandi ánægður og
þakkar fyrir góða skemmtun.
Ólöf Pétursdóttir
Fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar 1989
Nú stendur yfir gerö fjárhagsáætlunar
Reykjavíkurborgar fyrir áriö 1989. Athygli
borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka (t.d.
íbúasamtaka), er vakin á aö óskir, tillögur
og ábendingar varðandi gerö fjárhagsáætl-
unarinnar þurfa aö hafa borist borgarráöi
fyrir 13. desember n.k.
15. nóvember 1988.
Borgarstjórinn í Reykjavík
47