Vera - 01.11.1990, Side 5

Vera - 01.11.1990, Side 5
ER KVENNABARÁTTAN ORÐIN Fyrir 20 árum geröum viö útlitsbyltingu og afneituðum kvenleika í klœöaburöi og snyrtingu. Okkur fannst fallegast aö vera eins og guö skapaöi okkur. Reyndar skapaöi guö okkur í sinni mynd og þess vegna erum viö kvenlegar í eðli okkar. Þessum áskapaöa kvenleika vildum viö viöhalda, en hvorki þeim áunna né þeim sem upp á okkur var troöiö. Viö vildum losa okkur viö hin ytri tákn kvenleikans - varalitinn, brjóstahöldin og hœlaskóna. Viö vildum vera eölilegar. Manneskjur ekki markaðsvörur. Feguröin kemur innan frá sögöum viö þá, dœtur öndverörar tuttug- usta aldar. Og viö segjum þaö enn, Samt látum viö okkur hafa þaö aö ganga í skóm sem eru í opinberu stríöi viö form fótarins. Viö byggjum út líkama okkar meö sílikoni og látum sjúga af okkur fituna til aö fá réttu kúrfurnar. Litum á okkur háriö í öllum regnbogans litum og slítum því meö sterkum efnum til aö fá eðlilegar krullur. Viö kippum burt óœskilegum hárvexti meö kvölum og köldu vaxi og göngum meö andlitið í snyrtitöskunni. Svo borðum viö minna en okkur langar til og sumar svelta sig jafnvel í hel. Ef fegurðin líkist ekki okkur reynum viö meö öllum ráöum aö líkjast feguröinni. En til allrar hamingju er mœlikvaröi á fegurö breiðari nú en oft áöur. Þaö eigum viö aö þakka útlitsbyltingunni. Nú höfum viö fleiri fyrirmyndir aö spegla okkur í. Þaö er hœgt aö vera falleg á margan hátt, jafnvel sjarmerandi ófríö. Og kvenna- menningarbylting síðasta áratugar leyföi okkur aftur aö gœla viö kvenleikann í okkur. Nú eigum viö aö vera kvenlegar hiö ytra en eitilharðar hiö innra. En hafa þessar kvenlegu umbúöir oröiö baráttunni fyrir bœttum kjörum kvenna til framdráttar? Hefur velklœdd kona meiri áhrif en „mussukerling"? Vakti baráttan meiri athygli þegar gert var grín aö útliti talskvenna hennar? Er hœttulegt aö baráttan veröi of samdauna ríkjandi gildum? Þessar spurningar vöknuöu á ritstjórnarfundi Veru og þaö var ákveðið aö varpa þeim fram. En viö nánari eftirgrennslan kom í Ijós aö erfitt er aö finna konur sem halda því fram aö kven- frelsiskonur séu orönar of penar. Kven- leikinn viröist almennt vera álitinn sterkt vopn. Og hávœrar gagnrýnisraddir á auövaldiö sem stjórnar tískunni heyrast vart núorðið. Flestar tökum viö meö gleði þátt í þessum samkvœmisleik alls mann- kynsins. En þó erum viö senn'ilega fleiri meövitaöar um aö konur eru manneskjur en ekki markaðsvörur nú en fyrir byltingu. Þórdís Kristleifsdóttir, fatahönnuöur, segir í viötali viö Veru aö útlitsuppreisnin geti ekki veriö stööug, en kannski veröi aö gera byltingu á svo sem eins og fimmtíu ára fresti til aö endurskoða ástandiö. Á nœstu síðum veröur fjallaö um föt kvenna og karla,fyrr og nú. BJÖRG ÁRNADÓTTIR

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.