Vera - 01.11.1990, Page 6

Vera - 01.11.1990, Page 6
í EÐLI ÞÍNU VARSTU ALLTAF VIRKILEGA UM KRINOLIN OG KORSETTU - TVÖ FYRIRBÆRI BUNINGASÖGUNNAR Sumar konur voru yfirliösgjarnar í hinu þrönga lífstykki sem kallaö var korsetta. Þœr létu einfaldlega taka úr sér neðstu rifbeinin til að fá mjótt mitti. Tískan er jafnan í andstöðu við það sem hinn venjulegi maður getur leyft sér. Þegar lítið er um mat þykir fínt að vera feitur. Þegar almenningur fór að vinna innandyra varð fínt að vera sól- brenndur. Þess vegna er búninga- sagan saga þeirra sem betur mega sín. Það eru þeir sem leggja línurnar. Fegurð hefur löngum verið æðsta dyggð konunnar. Þegar hjónabandið var svo til eina leið hennar til að sjá fyrir sér var gott útlit forsenda efnahagslegs öryggis. Fegurð kostar blóð, svita, tár - og peninga. Það var dýrt að komast í örugga höfn. Við skulum skoða tvö fyrirbæri tískunnar sem lóðsuðu konur síðustu aldar í örugga höfn. Korsettan og krínólínið eru á okkar dögum talin hin mest kvenfjandsamlegu fyrirbæri bún- ingasögunnar. Frá því á miðöldum og fram á okkar öld var kvenlíkamaninn steyptur í form sem var æ fjær hans eðlilega útliti. Á miðöldum var klæðnaður kvenna léttur og þrengdi ekki að þeim. En um leið og þær misstu þá hlutdeild í opinberu lífi sem þær þó höfðu, fóru fötin að þrengjast. (Eða misstu þær kannski völd sín af því að fötin fóru að þrengja að þeim?) Hámarki náði þessi þróun um miðja síðustu öld. Þá voru pilsin orðin svo efnismikil og hælarnir svo háir að konur héldu vart jafnvægi og þröngar kor- settur reyndu á þolrifin í þeim - mölvuðu jafnvel í þeim brjóst- kassann og eyðilögðu innyflin. Takmark ungra stúlkna í borg- arastétt var hjónabandið og vett- vangur giftra kvenna var heim- ilið. Þaðan gátu þær lítið hreyft sig því að fötin gerðu þeim óhægt um gang. Vídd pilsanna fékkst með því að flétta hrosshári í ótal undirpils. Kjóllinn var svo fast reyrður yfir axlirnar að þær gátu varla lyft höndunum upp að hárinu. Kannski vildu eigin- mennirnir sýna ríkidæmi sitt með því að vefja konur sínar inn í metravöru. Hver hreyfing í þessari múnderingu var stór- kostlegt átak. Erfiðleikar kvenna til gangs þóttu sönnun þess að kvenlíkaminn væri dæmdur til kyrrsetu. Það er ekki skrítið þó að kvenlíkamar og sálir mótmæltu fangelsisvist sinni með tíðum taugaáföllum og mígrenköstum. Kristalshöllin í London var reist í tilefni heimssýningarinnar 1852. Þak hennar var nýjung í bygg- ingarlist. Það var bogalöguð hvelfing úr stáli og gleri, ekki ósvipuð útsýnishúsinu á Öskju- hlíð. Þak þetta hefur sennilega verið fyrirmynd hins illræmda krínólíns sem varð til upp úr miðri öldinni og var notað til að fá vídd í kvenpilsin. Krínólín hefur oft verið nefnt sem tákn um algjört hjálparleysi kvenna og tilgangsleysi tilveru þeirra. I krínólíni komust konur ekki út um venjulegar dyr með góðu móti, heldur þurftu að halda sig innandyra eða njóta aðstoðar góðra manna við að yfirgefa hýbýli sín. Krínólínin urðu óhemju stór og hinn nýi stál- iðnaður naut góðs af. Konur urðu ákaflega fyrirferðarmiklar og danssalir þessa tíma litu út eins og tjaldstæði. Ermarnar urðu líka geysivíðar og konur hlóðu á sig skartgripum. Þær gengu og sátu 6

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.