Vera - 01.11.1990, Side 7

Vera - 01.11.1990, Side 7
pinnstífar og lærðu að spila á píanó með fimmeyring á handar- bakinu. Aðeins axlirnar voru berar. Það er sagt að velstæðar konur hafi farið daglega í mjólk- urbað og mjólkinni hafi verið skilað til mjólkursalans eftir notk- un. Góð endurnýting það. Að vissu leyti er þó krínólínið tákn um þær breytingar á stöðu kvenna sem í vændum voru. Því innan í þessari miklu stálgrind voru fæturnir frjálsir og flæktust ekki í vefnaðarvöru í metravís. Það voru fótleggir kvenna sem fyrstir tóku stefnuna í átt til frelsis.Krínólínin hurfu með tím- anum. Þeim fylgdi of mikil brunahætta. Konur voru alltaf að fuðra upp og kona nokkur í Dan- mörku tókst á loft upp og fauk út á vatn þar sem hún drukknaði. Andlátsár krínólínsins var 1868. Ari síðar voru fyrstu kven- réttindasamtökin stofnuð í kjölfar vaknandi verkalýðsstéttar og síaukinnar sjálfsstæðisbaráttu þjóða og þjóðarbrota. Súffragett- urnar leituðu fanga í karlmanns- búningnum og skelltu sér í jakka, vesti, skyrtu og flibba við síðu pilsin sín. Það fór að verða rnögu- legt fyrir konur að sjá fyrir sér á annan hátt en sem eiginkonur, selskapsdömur og kennslukonur. Þessar sjálfstæðu konur vildu með karlmannlegum klæðaburði sínum sýna að þær hefðu annað að gera en að leggja gildrur fyrir hitt kynið. A níunda áratug nítjándu aldar breytti kvenréttindabaráttan um svip - eins og hún kannski er að gera hjá okkur á þessum níunda áratug tuttugusta aldarinnar. Það voru ekki lengur nokkrar konur í karlmannlegum fötum með mót- mælaspjöld sem einokuðu barátt- una gegn karlveldinu. Vígstöðv- arnar færðust til og kvenkynið sem heild tók virkari þátt í stríð- inu sem fékk kvenlegri formerki. Konur fengu til dæmis sálarlíf á þessum tíma, áður hafði það ekki þótt kvenlegt. Kvennasálfræðin varð til. Pilsin voru þröng og svo síð að þau drógust eftir gólfinu. Háir hælar og geysistórar hárgreiðslur og hattar gerðu konuna langa og mjóa. Það var aftur farið að nota korsettur til að fá búkinn grannan og stífan, mittið mjótt og brjóstin stór og sitjandi hátt uppi á búkn- um. Krínólín er stólgrind sem notuð var til að fá vídd í kjólana. Texti sem fylgir þessari mynd eftir Daumier frá 1855 segirað karl- mennirnir verði helst að vera úr gúmmíi til að geta boðið dömunum arminn. Kvenréttindakonum þóttu korsettur, blöðruermar og blómahattar niðurlœgjandi fyrir kvenkynið. Á þessari skopmynd frá 1904 sést lögreglan neyða kvenréttindakonur í korsettu. Korsettan eða korselettan (lítil korsetta) eru öllu hættulegri fyrir- bæri en krínólínið. Korsettan er þekkt frá því á miðöldum og hún hefur skotið upp kollinum öðru hverju, síðast um miðbik þessarar aldar. Þetta lífstykki hefur verið gert úr mismjúkum efnum , allt frá silki til járnplatna. Konur geta aldrei verið óhultar fyrir korsett- unni. Vegur hennar gegnum sög- una er stráður sjúkdómum sem breiðast út rneðal kvenna eins og farsótt. I lok síðustu aldar gripu yfirliðsgjarnar konur sem vildu sleppa við korsettuna til þess ráðs að láta taka úr sér neðstu rifbeinin og fá þannig mjótt mitti. En hörðustu kvenréttindakon- urnar, þær sem voru farnar að stunda háskólanám og lifa eigin lífi, töldu blöðruennar, knippl- ingakraga og stóra blómahatta tákn um kúgun kvenkynsins og héldu sig því áfram við karl- mannlegri búning. Ein var sú manneskja sem kom dansandi inn á sjónarsviðið og átti stóran þátt í því að korsetturnar hurfu. Það var Isadora Duncan sem fetti sig og bretti fáklædd. Hún var fyrsta manneskjan á þessari öld sem hélt því fram að nekt göfgaði sálina. Þetta varð til þess að korsettan var tekin af öllum ballettstúlkum. Og aðrar konur fóru smám saman að fara úr henni líka, því að stríðið kom og sendi karl- mennina á vígvellina og kon- urnar þurftu að taka við störfum þeirra heima. Sem bílstjórar og verkamenn urðu þær að losa sig við síða og þrönga kjóla og fara í skyrtublússukjóla rétt eins og konur gerðu í frönsku bylting- unni. Síðan hefur kvenbúningurinn verið tiltölulega léttur og þægi- legur, þó að hann hafi alltaf þessa tilhneigingu til að þrengjast og þyngjast þegar kvenna er ekki þörf á vinnumarkaðnum. Sagt er að pilsfaldur kvenna fylgi ástand- inu í efnahagsmálum. Þegar vel árar eru pilsin stutt því konan þarf svigrúm til að hreyfa sig. Þegar syrtir í álinn síkka pilsin og konurnar halda sig heima. En hvaða áhrif hefur tískan á okkur buxnaklæddar nútímakon- ur? Látum við fötin stjórna okkur? BÁ 7

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.