Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 10

Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 10
reisnina utan á sér. Ef einhver leyfði sér að mæta á þingfund í gallabuxum, myndi svo mikil athygli beinast að búningnum að enginn myndi heyra orðin. Hins vegar finnst mér engin ástæða til að konur gangi alveg inn í ímynd karla af þeim og verði of snotrar. Konur verða að eiga báða mögu- leikana og konur geta opnað karlmönnum nýja leið í fatavali. En nú eru undirfataverslanir orðnar fullar af sexý undir- fatnaði, segi ég, blúndusokka- böndum og fleiru slíku. Sumum finnst það voða sniðugt og kitlandi núna, en hversu lengi er það sniðugt? Hvenær verður kvöð að nota þetta? - Eg er ekki hrædd um að við látum neyða okkur aftur í sokka- bönd. Kannske ein og ein, en ekki allt kvenkynið. I svona undir- fötum eru einhverjar kynferðis- legar merkjasendingar á milli kynja. Mér finnst kvenleg kona vera kona sem er hún sjálf, en ekki kona í korselettuleik. Hins vegar getur vel verið að við þurfum að gera útlitsbyltingu á svo sem eins og 50 ára fresti. Við verðum að slaka á á milli, upp- reisnin getur ekki verið stöðug. En við verðum að passa okkur á að falla ekki inn í gefnar fyrir- myndir. Kvenímynd þessarar aldar er alltaf að grennast. Aukakílóin eru eilífðarvandamál konunnar. Þeg- ar umræðuefnið konur og völd bar á góma í kvennaboði um daginn lét ein þessi orð falla: „Eg myndi aldrei kjósa feita konu til trúnaðarstarfa. Ef manneskja get- ur ekki stjórnað því hvað hún lætur ofan í sig, er ekki hægt að treysta henni til nokkurs annars". - Þetta þykir mér merkileg skoðun, segir Þórdís. Feitum kon- um er sem sagt ekki treystandi, en feitir karlmenn þykja virðulegir og traustvekjandi. Mér finnst kvenlegt að hafa dálitla bólstrun. Mér finnst konur sem þykja 10 kg. of þungar fallegar, ef þær klæða sig í samræmi við það og eru ekki að reyna að sýnast eitthvað annað. En það eru víst ekki margir á þessari skoðun. Við eigum helst að vera eins og strákar - eins og strákar með stór brjóst. Eg veit ekki hvaðan þessi nýja fegurðarímynd líkamsrækt- ardömunnar kemur, ekki kemur hún úr kvennabaráttunni. En nú eru breiðu axlirnar og axla- 10 Mér finnst kvenleg kona vera kona sem er hún sjólf, en er ekki bara í korselettuleik. Hins vegar getur vel veriö aö vió þurfum aö gera útlitsbyltingu á svo sem eins og 50 ára fresti. Vió verðum að slaka á á milli, uppreisnin getur ekki verið stööug. Ég held aö bœöi kynin séu upptekin af útliti sínu, en á mismunandi hátt, segir Þórdís. Karlmenn hugsa meira um aö stinga ekki í stúf, en konur um þaö aö vera fallegar. púðarnir að hverfa. Nú megum við aftur hafa línur og vera kven- legar, en ekki þó óhóflega kven- legar. Aður fyrr voru kynbomb- urnar kvenlegar og vel bólstr- aðar. En hvað með Madonnu, spyr ég. Bandarískir femínistar eru voða hrifnir af henni, finnst hún leggja áherslu á hið kvenlega án þess að vera undirgefin og gefa í skyn að hún tilheyri veikara kyninu. - Madonna er alveg sérstakt fyrirbrigði, sem ég átta mig ekki alveg á. Mér finnst hún eiginlega vera plat, hún fer í taugarnar á mér, segir Þórdís um kyntákn okkar tíma. Konur hafa löngum þótt upp- teknar af spegilmynd sinni og það hefur verið talið til marks um hégómagirnd þeirra. En á ekki áhugi kvenna á útlitinu djúpar félagslegar og efnahagslegar ræt- ur? - Ég held að bæði kynin séu upptekin af útliti sínu, en á mis- munandi hátt, segir Þórdís. Karl- menn hugsa meira um að stinga ekki í stúf, en konur um það að vera fallegar. Ég veit ekki hvort það er eðlið sem ræður þessu, eða aldalöng menningarþróun í vest- rænum þjóðfélögum. Konur hér áður fyrr áttu náttúrulega allt undir því að ná í vænlegan mann og þurftu því að vera fallegar. Én fyrir hvern er þá fjar- hagslega sjálfstæð nútímakona að halda sér til? spyr ég. Þórdís heldur að konur punti sig mikið fyrir aðrar konur. - Ég hef oft hugsað um það að þegar vinkonur eru að fara út saman og ekkert kynferðislegt er með í spilinu, mála þær sig alveg jafnmikið og ef það væru karl- menn með. Og konur eins og karlarnir passa sig á því að skera sig ekki of mikið úr. Akveðnar reglur um klæða- burð gilda alls staðar og alltaf. Ég man að ég sagði einu sinni við vinkonu mína sem mér fannst hafa óheyrilegar áhyggjur af föt- um og útliti sínu, að mér væri alveg sama þó ég væri ekki alltaf klædd eftir staðli. „Þú ert nú líka í Háskólanum og maðurinn þinn í Myndlista- og Handíðaskólan- um", sagði hún. En jafnvel þar gilda reglur. Ég man líka eftir annarri vinkonu minni sem ég fór með að skoða föt þegar hún var í menntó. Hún lýsti því yfir að hún og kunningjar hennar gætu geng- ið í hverju sem væri, og ég komst að því að það var sama í hverju hún var, bara að hún væri í gráu síðu pilsi og lopapeysu. Og nú rennur samtal okkar út í reynslusögur. Föt eru umræðu- efni sem opna dyr inn í öll skúmaskot mannlífsins. Líkam- inn hefur verið falinn í fötum í árþúsundir og því eru föt stór þáttur í menningu okkar. Við erum klædd í þau aðeins örfáum mínútum eftir að við fæðumst og okkur finnst því fötin vera hluti af persónuleika okkar. Búningasagan hefur mikið verið notuð sem mælikvarði á samfélagsbreytingar. En Þórdís segir þegar ég kveð hana að sér finnist sagan oft vera oftúlkuð. Að eitt fyrirbæri eigi að stafa af öðru. En í sögunni hljóti að verða víxlverkun. Er hægt að fullyrða hvað kemur fyrst, fötin, lífstíllinn eða þjóðfélagsbreytingarnar? Enburvinnswn hf

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.