Vera - 01.11.1990, Side 19

Vera - 01.11.1990, Side 19
menningu sinni af því að þeir mega ekki rækta hana. Heide varpaði fram þeirri hugmynd að írsku munkarnir, sem sagt er frá, hafi verið hluti af stærra sam- félagi því að þeir hafa varla getað gert allt einir. Víkingarnir hafi lagt undir sig þá íbúa sem fyrir voru og skrifað síðar Landnámu til að sanna að þeir hafi verið fyrstir, hér hafi engin menning verið fyrr en þeir komu með hana með sér. Slík hegðun þekkist víða meðal „landnema". Heide telur að íslenskir fornleifafræðingar hafi ekki grafið nógu djúpt, þeir hætti alltaf þegar þeir hafi fundið það sem þeir leiti að - þ.e. það sem passar við hina opinberu skoðun. Þegar henni var sagt frá rannsóknum Margrétar Auðar- Hermannsdóttur í Herjólfsdal sagði hún þær styðja mál sitt og að viðbrögð fræðimanna við rannsóknum Margrétar séu dæmigerðar fyrir patríarkið sem reynir að þagga niður í því sem hentar því ekki. 1 laugardagskaffi hjá Kvenna- listakonum (þann 8. september) var Heide spurð í þaula um kenningar sínar um mæðrasam- félög og hrun þeirra. Heide hefur einbeitt sér að mæðrasamfélög- um og segir að hrunið sé efni í aðra og víðtækari rannsókn en hún leggur áherslu á að það hafi tekið árþúsundir. Mæðrasam- félög verður að rannsaka þver- Heide telur aö hér á landi hafi sennilega verið blómleg menning áöur en Víkingarnir komu. Hagía er því tilraun til að lifa annars konar lífi á eigin forsendum. faglega, því að samfélög eru „heil" og það er ekki hægt að búta þau niður í smáar einingar. Heide telur að þau hafi verið tilkomin vegna hins sérstaka hlutverks kvenna í landbúnaðar- samfélögum, þar sem þær bjuggu yfir og þróuðu tæknina og höfðu auk þess sérstakt hlutverk sem lífgjafar. Menn trúðu á endurfæð- ingu (hver einstaklingur fæddist aftur inn í sömu fjölskyldu) og konur gegndu lykilhlutverki í því sambandi. Mæðrasamfélög voru einsleit, þar var enginn valda- pýramíti og menn lifðu í fá- mennum lýðræðissamfélögum þar sem allir voru skyldir öllum. Þegar íbúarnir voru orðnir fleiri en 3000 skipti samfélagið sér upp. Akveðnar reglur giltu um sam- skipti fólks og samfélagið var í jafnvægi. íbúar lifðu í sátt við umhverfi sitt því þeir litu á jörð- ina sem móður og vildu ekki arð- ræna hana. Allur lífskraftur var kvenkyns, jörðin, himininn, stjörnur, sól og máni voru sérstök andlit gyðjanna. Valdabarátta, græðgi og stríð voru óþekkt fyrir- þæri, þó svo að önnur vandamál hafi verið til staðar. í kjölfar ísald- ar og landflutninganna miklu fór allt að breytast. Nú urðu menn að berjast til að eignast land og halda því og smátt og smátt þróaðist það karlveldissamfélag sem við nú þekkjum. Heide segir að Völuspá sé góð heimild og gæti verið lýsing á því hvernig það gerðist. Heide telur fráleitt að mæðrasamfélag komist á að nýju en við ættum hinsvegar að til- einka okkur það besta úr því. Eins og minnst var á hér áður stofnaði Heide kvennarann- sóknamiðstöðina Hagía. Nokkrar fræðikonur búa saman á bónda- býli og sinna rannsóknum og búinu. Þær líta á þetta sem tilraun til að búa saman og vinna án karlveldisáhrifa. Heide leggur áherslu á, að það að búa við karl- veldi hafi mótað bæði innra og ytra líf okkar, við verðum að þekkja hvort tveggja til að geta þarist við það. Hagía er því til- raun til að lifa annars konar lífi á eigin forsendum. Heide álítur erfitt fyrir femínista að vinna við háskóla nema að tileinka sér skoöanir feðraveldisins. Hagía er rekin fyrir félagsgjöld en fær hvorki styrk frá ríki né háskólum. RV BYGGÐIR í NORÐRI í sumar var haldin ráðstefna kvenna á Norðurkollu (Nord- kalotten), nyrsta hluta Norð- urlandanna. Um það bil 700 konur frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi tóku þátt í ráð- stefnunni, en engin frá Is- landi, sem þó er stundum talið tilheyra Norðurkollu. Ráðstefnan var haldin í Hun- angsvogi í Noregi. Nyrstu héruð nágrannalanda okkar eiga við ýmis vandamál að stríða sem ekki eru alveg óþekkt hjá okkur. Fábreytt at- vinnulíf fælir burt unga fólk- ið. Það fer suður í leit að tæki- færum. Konurnar flýja fyrst, þar sem þær fá hvorki vinnu né geta sinnt sínum menn- ingarlegu áhugamálum í fásinninu. Karlarnir hafa oft mikinn áhuga á veiði- mennsku og útivist og una því hag sínum betur. Tilgangur ráðstefnunnar var að safna saman konum sem búa á þessum norðlægu slóðum og eiga kannski meira sameiginlegt með konum á svipuðum breiddargráðum í nágrannalöndunum, en með konum sunnar í þeirra eigin landi. Stjórnvöld hafa nú komið komið auga á vanda- mál þessara kvenna í norðr- inu og gera ýmislegt þeim til hjálpar. I héraðinu Finnmörk í Noregi hefur t.d. verið stofn- að sérstakt kvennaráð innan sveitarfélagsins til að láta reynsluheim kvenna sjást þegar teknar eru ákvarðanir um framtíðina. Anna-Margrete Flam frá Svalbarða, nyrstu byggð Nor- egs, sagðist svo í ræðu sem hún hélt við opnun ráðstefn- unnar: - Við hér á Svalbarða lif- um á einu ríkasta svæði veraldar. Hafið er fullt af verðmætum. En nú erum við að eyðileggja þessi verðmæti. Hafið tæmist og fólkið sem alla tíð hefur lifað á fiski missir hús sín og heimili. Þess vegna hefur þessi ráðstefna Norðurkollukvenna mikla þýðingu. Við verðum að fara spart með það sem við eigum og miðla því til arftaka okkar á meðan tími gefst til! Islenskar konur hefðu greinilega átt erindi í þetta norræna kvennasamstarf á breiddina. í næstu VERU verður sagt frá norrænni ráð- stefnu, sem fjallaði um konur og byggðaþróun og haldin var á Hótel Örk í október. 19

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.