Vera - 01.11.1990, Síða 20

Vera - 01.11.1990, Síða 20
Peningarnir tala. Konur eiga ekki að beina við- skiptum sínum til fyrir- tœkja sem mismuna kon- um sem starfsmönnum eða neytendum. Þannig hljóðaði kjörorð dagsins í síðustu VERU. Hér d eftir fer saga tveggja kvenna sem var sagt upp störfum hjd Hagkaupum meðan d barneignafríi þeirra stóð. AGKADP ^ v ■ 1 i 1 '• 1 1 I 1/ r \ u Mynd: Anna Fjóla Gísladóftir NÝBAKAÐAR MÆÐUR MISSA VINNIINA í síðasta tbl. VERU var rætt við ýmsa ráðamenn í við- skiptalífinu um stefnu fyrir- tækja þeirra gagnvart konum í ábyrgðarstöðum. Var m.a. rætt við framkvæmdastjóra Hagkaupa, Jón Ásbergsson, en hann sagði m.a: „Þegar hæfileikakona í ábyrgðar- stöðu fer fram á að fyrirtækið sýni henni meiri sveigjanleika en lögin skylda okkur til, reynum við að meta þau mál hverju sinni og yfirleitt hefur okkur tekist að finna lausnir sem allir eru ánægðir með." 20 En hverjar eru þessar lausnir? Er brottrekstur úr starfi kannski ein þeirra? Ástæðan fyrir því að svona er spurt er sú, að nú í sumar var tveimur nýbökuðum mæðr- um í ábyrgðarstöðum hjá Hagkaupum vikið úr starfi meðan á fæðingarorlofi þeirra stóð. Onnur eignaðist barn í lok desember og hin í byrjun janúar og báðar áttu þær að mæta til starfa aftur, að loknu fæðingarorlofi og sumarfríi, þann f. ágúst s.l. En skyndi- lega hafði fyrirtækið ekki þörf fyrir þær lengur. Störf þeirra voru öðrum ætluð - karl- mönnum. Konurnar sem hér um ræðir heita Hertha Þorsteins- dóttir og Anna Sigríður Haraldsdóttir. Sögur þeirra eru keimlíkar. Þær eru með svipaða menntun - önnur með verslunarskólapróf en hin stúdentspróf úr Verslun- arskólanum - þær gengdu báðar störfum innkaupaman- na, eru báðar 31 árs gamlar, voru báðar að eignast sitt fyrsta barn og uppsagnir þeirra bar að með sama hætti. Hertha hafði starfað sam- fellt hjá Hagkaupum í 8 ár, þar af 7 ár sem innkaupamaður í matvöru. Áður en hún hóf störf hjá Hagkaupum hafði hún starfað í 3 ár við bókhald hjá Flugleiðum. Anna Sigríður vann í 7 ár sem ritari í utan- ríkisþjónustunni áður en hún réðst til starfa hjá Hagkaup- um. Hún byrjaði þar fyrst í svokallaðri starfsþjálfun en fékk mjög fljótlega starf sem innkaupamaður í búsáhöld- um og gjafavöru. Hún hefur verið í því starfi í hátt á fjórða ár. I Hagkaupum eru alls 20 innkaupamenn og er starfið mjög sjálfstætt að því leytinu til að innkaupamaðurinn ákveður sjálfur vöruúrvalið á sínu sviði í öllum Hagkaups- verslununum. En hvernig bar uppsagnir þeirra að? Áttu þær von á þeim? Þegar ég lagði þessa spurningu fyrir Herthu og Onnu Sigríði voru þær fljótar til svars og sögðu að upp- sagnirnar hefðu komið þeim algerlega í opna skjöldu. Þeim hafi á engan hátt verið gefið til kynna að svona kynni að fara í barneignafríinu.Eiginlega þvert á móti. Anna Sigríður: „Þegar ég lét yfirmenn mína vita að ég væri barnshafandi þá kom fljótlega til tals að það þyrfti að fá ein- hverja manneskju til að leysa mig af í þá 6 mánuði sem ég væri í burtu. Það leiddi svo til þess að þeir fóru að ræða það við mig að réttast væri að ráða í stöðuna mína en hins vegar gætu þeir boðið mér það að vera í hlutastarfi til að byrja með þegar ég kæmi til baka. Eg gæti verið í því að aðstoða aðra innkaupamenn. Þannig yrði ég lausari við og losnaði við ferðalög erlendis. Þetta hljómaði næstum því of vel til að vera satt enda kom svo í ljós að þetta var bara lygi sem þeir héldu að mér í heilt ár." Anna Sigríður fór í barn- eignafríið 15. desember, 1989 og eignaðist barn þann 21. desember. 1 byrjun maí hafði hún samband við yfirmann sinn, Þorbjörn Stefánsson, til að athuga hvort það stæðist ekki sem um hefði verið rætt varðandi starf hennar þegar

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.