Vera - 01.11.1990, Qupperneq 25

Vera - 01.11.1990, Qupperneq 25
17.15 17.20-20.30^ C6 i i íei suður og Vera tók við hennar hlutverki og hljóp yfir móa og mela með hæla og stikur, litaði og númeraði stikurnar og fældi hross. 14.45 Mælingastörfum lokið (Veru til mikillar gleði sem var orðin rennblaut og búin að borða yfir sig af berjum). 15.10 Selfoss, heim og farið úr blautu fötunum. 15.30 Skrifstofan, tekið við skilaboðum, hringt, Vera fór í bakarí og svo var hellt uppá kaffi og nágrannarnir komu yfir. 16.00 skannaðar myndir inn á nýju Mac II tölvuna. Landslags- arkitekt úr Reykjavík hringdi til að fá ýmsar upplýsingar. Piltur kom og bað um aðstoð við upp- setningu landamerkja og tveir bændur komu að kaupa afréttar- kort. Gamall vinnufélagi sló á þráðinn. 17.15 HH sóttur á skóladag- heimilið sem hann byrjaði á fyrir hálfum mánuði. Hann er hinn ánægðasti. Þegar sumarfrí var á dagheimilinu tók Elín hann stundum með sér í vinnuna og í mælingarferðir. „Eg get alls ekki tekið frí í fimm vikur samfleytt." 17.20 Elín rétt náði í Kaup- félagið, sem lokar hálf sex „sem er mikill galli" og mundi hérumbil eftir öllu. 17.45 Komið heim 18.15 Mamma hringdi 18.30 „Nágrannarnir" á Hönn hringja því þá vantar lykla, Elín sendi Veru með þá og í búð í leið- / ^ ^ pn on inni. A meðan hringdu einir þrír út af hinu og þessu. Elín eldaði pastarétt og HH horfði á barna- efnið í sjónvarpinu á meðan. 19.00 Kvöldverður. Útvarps- fréttir í bakgrunni. 20- 20.30 Vaskað upp og tekið til. Þvílíkur sandur á gólfinu. Vera les fyrir HH sem er dauðþreyttur og lætur ýmis „nýyrði" fjúka sem hann lærði greinilega af sér eldri börnum í dag. „Við gerum eitt- hvað skemmtilegt saman áður en farið er að hátta, ég les mikið fyrir hann, stundum spilum við eða 2i oo byggjum eða förum jafnvel í stutta gönguferð." 21- 21.30 HH komið í rúmið og Elín les nokkrar síður í Línu langsokk. 21.30 Loksins tími til að setjast og lesa blaðið og spjalla við Veru. 22.00 Sett í eina vél af syninum og gengið frá þvotti. 23.30 Farið að hátta RV Myndir: Ragnhildur Vigfúsdóttir Anna Fjóla Gísladóttir 25

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.