Vera - 01.11.1990, Side 26

Vera - 01.11.1990, Side 26
Miklar umrœður hafa farið fram um byggingu álvers hér á landi á undanförnum mánuðum. Það sem hefur einkennt þá umrœðu er mikill áróður fyrir ágœti álversuppbygg- ingar. Þeir sem leyfa sér að koma með mótbárur eða setja spurn- ingarmerki við fullyrðingar ráða- manna eru sagðir hinir mestu aftur- haldsseggir, einstrengingslegt úr- tölufólk, viti ekki hvað þeir eru að segja og taldir vera á móti fram- förum. Kvennalistinn hefur alla tíð verið á móti byggingu álvers hér á landi. Vera bað Kristínu Einars- dóttur, lífeðlisfrœðing og þingkonu Kvennalistans að benda á helstu rök gegn byggingu álvers hér á landi. Um langt árabil hafa íslenskir ráðamenn verið haldnir þeirri undarlegu þráhyggju að það eina sem geti bjargað íslensku efnahagslífi sé bygging nýs álvers. Þetta hefur tekið hugi þeirra svo að varla hefur örlað á viðleitni til að líta til annarra kosta fyrir atvinnulífið. Fullvinnsla sjávarafla, önnur matvælaframleiðsla og iðnaður sem fellur að íslensku samfélagi virðist ekki vera ofarlega á vinsældalistanum hjá þessum herrum. Nú hefur áróðurinn haft þau áhrif að æ fleiri eru farnir að trúa þessari vitleysu. FÉLAGSLEG RÖSKUN A stöðum þar sem atvinnuuppbygging hefur aðallega verið í formi stóriðju eins og t.d. sums staðar í Noregi hafa skapast mikil vandamál af því hve atvinnulíf staðanna verður einhæft. Mörg stóriðju- ver, þar á meðal stærstu álverin, eru byggð á afskekktum stöðum með lélegt vegasamband og lítið undirlendi. Vinnumarkaðurinn er mjög takmarkaður og iðjuverin verða oft algerlega ríkjandi. I ýmsum byggðarlögum hafa einhliða stór- iðjusvæði lent í verulegum ógöngum og atvinnuhorfur eru þar víða mjög slæmar. Höfuðeinkenni þessara hreppa er mikill aðflutningur fólks í upphafi stóriðju- uppbyggingar og fólksflótti síðar meir. Stóriðja er því ekki vænlegur kostur í fámennum byggðum og iðjuverahrepp- arnir hafa í Noregi fengið í sinn hlut flest vandamál stórborgarsamfélags svo sem unglingavandamál, óstöðugleika, hávaða og mengun af ýmsu tagi. Aftur á móti fá þeir ekki kosti borganna í staðinn svo sem fjölbreytt menningar- og atvinnulíf með tækifærum til vinnu, einnig fyrir konur og ungmenni. ÓAÐLAÐANDI VINNUSTAÐIR Þegar talað er um stóriðju hér á landi þýðir það í hugum flestra stóriðju eins og þá sem blasir við okkur í Straumsvík og á 26

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.