Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 27

Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 27
Grundartanga. Fólk sér stór og mikil hús sem flestum þykja mjög óaðlaðandi. Þau eru oft hulin torkennilegri móðu sem er sögð hættulaus. Fáir finna hjá sér löngun til að skoða þessi ferlíki nánar. Þetta er yfirleitt það fyrsta sem mætir fólki varð- andi stóriðjuna. Ef kannað er aðeins nánar hverjir það eru sem vinna í slíkum verk- smiðjum kemur í ljós að það eru að stærstum hluta karlar á „besta aldri". Mjög fáar konur vinna við þau störf sem bjóðast í slíkum verksmiðjum nema þá til að þjónusta karlana. Stóriðjurnar eru ekki aðlaðandi vinnustaðir og fæstir geta hugsað sér vinnu á slíkum stöðum fyrir sig og sína. Svo mikið er víst að þeir sem tala hæst um ágæti álvers nú vildu örugglega ekki sjá börnin sín vinna þar alla ævi. DÝR STÖRF Albræðslunni tengjast fá en óheyrilega dýr störf. Gert er ráð fyrir að álverið sem áformað er að byggja á Keilisnesi muni kosta um 60 milljarða króna og virkjanir því tengdar í kringum 40 milljarða. Eftir að byggingarframkvæmdum lýkur er áætlað að um 600 manns vinni við álverið. Þarna er því gert ráð fyrir óhemju fjár- festingu fyrir hvert starf. Alver kemur því ekki til með að veita þeim mikla fjölda fólks atvinnu sem kemur út á vinnu- markaðinn næstu árin. Það er því hvorki hægt að segja að álver sé eftirsóknarverður vinnustaður fyrir einstaklinginn né heldur æskilegt fyrir það félagslega umhverfi sem hann býr í. MENGUN OG UMHVERFI Oftast er því haldið fram að nútíma verksmiðjur séu svo vel búnar mengunar- vörnum að það sé nánast ómögulegt að af þeim stafi teljandi mengun. Nú er þessu haldið fram varðandi nýtt álver. Það má vel vera að með fullkomnum hreinsi- búnaði verði mengun „mjög Iítil" eins og sagt er - en hvað felst hér í orðinu lítil? Þetta litla getur nefnilega reynst of mikið fyrir okkar viðkvæma umhverfi. Islend- ingar hafa verið alltof andvaralausir gagnvart mengun og þurfa að taka sig verulega á í því efni. Sjónarmið stund- argróða mega ekki vera ráðandi heldur verðum við að líta til lengri tíma. Því miður virðist ekki eiga að gera kröfur um fullkomnustu mengunarvarnir í nýju álveri og ætti það þó að vera sjálfsagt. Það er dapurlegt til þess að vita að eitt fyrsta verkefni hins nýja um- hverfisráðuneytis skuli vera að undirbúa starfsleyfi fyrir álbræðslu án þess að þar sé krafist ýtrustu mengunarvarna. Mengun frá álveri mun ekki aðeins hafa skaðleg áhrif hér á landi, heldur einnig auka þá mengun í heiminum sem nú ógnar lífi á jörðinni. Getur verið að andvaraleysi íslenskra ráðamanna um mengunarvarnir sé liður í að lokka hingað stóriðju frá iðnaðarsvæðum Evrópu þar sem reynslan hefur kennt mönnum að setja strangar kröfur um mengunar- varnir? HELSTU MENGUNARÞÆTTIR Mengun frá álveri er aðallega flúor, brennisteinsdíoxíð, ryk, köfnunarefnis- díoxíð og kerjaúrgangur. Flúor er alvarlegasti mengunarvald- urinn frá álverum. Flúor hefur skaðleg áhrif bæði á dýr og plöntur. Flest lönd setja strangar kröfur um hreinsun á flúor frá álverum og mega ný álver víðast hvar ekki setja meira af flúor útí andrúmsloftið en 0.5 kg fyrir hvert tonn af framleiddu áli. Þrátt fyrir það verða skemmdir á gróðri í nálægð slíkra verksmiðja og dýr geta verið í hættu. Enn er ekki að fullu ljóst hvaða kröfur á að setja hér á landi. Frá Brennisteinsdíoxíði (S02) stafar einnig alvarleg mengun. Flestir hafa heyrt um súrt regn sem hefur valdið miklum skaða ekki síst á skógum og vötnum. I Evrópu hafa heilu skógarsvæðin látið mikið á sjá vegna þessa skaðvalds. I Noregi og Svíþjóð hefur súrt regn valdið því að mörg vötn eru þar orðin nær fisklaus. Það sem veldur súru regni er m.a. brennisteinsdíoxíð sem er eitt af þeim mengandi efnum sem kemur frá iðnaði, m.a. álverum. Hingað til lands hefur við ákveðin veðurskilyrði borist mengað loft frá meginlandi Evrópu og er þar aðallega um brennisteinsdíoxíðmengun að ræða. Þeir eru eflaust fáir sem vilja hafa slíka mengun viðvarandi hér á landi. Koldíoxíð (C02) kemur einnig frá álveri í miklum mæli. Mikil aukning á koldíoxíði í andrúmslofti veldur svoköll- uðum gróðurhúsaáhrifum. Ekki er gert ráð fyrir neinni hreinsun á þessu efni hér, þótt full þörf væri á. Mengun frá kerjaúrgangi hefur lítill gaumur hefur verið gefinn hérlendis, en hún stafar af úrgangsefnum úr bræðslu- kerjunum. I þeim geta verið efni sem eru hættuleg náttúrunni. Ekki hefur enn verið upplýst hvernig á að farga kerjaúrgangi frá hugsanlegu álveri. Hins vegar hefur kornið í ljós, að umhverfisráðherra telur ekki þörf á að gera ýtrustu mengunarkröfur í álverinu. Hann telur t.d. ekki þörf á vothreinsi- búnaði vegna brennisteinsdíoxíðmeng- unar frá álveri á Keilisnesi, en slíkur búnaður mundi hreinsa u.þ.b. 90% af efninu. Ekki virðist heldur eiga að gera þær kröfur um hreinsun á flúor sem nú eru gerðar í nýjum álverum erlendis. Enn er ekki ljóst hvaða kröfur verða gerðar varðandi aðra rnengun, en ég óttast mjög að ekki verði þar heldur gerðar ýtrustu kröfur. Þegar við Kvennalistakonur bend- um á nauðsyn mengunarvarna er gripið til gamalkunnra raka um að vindurinn sjái um hreinsun loftsins. Það gleymist alveg að við lifum ekki ein á þessari jörð. Framganga stjórnvalda í þessu máli vekur ekki bjartsýni um stefnubreytingu í umhverfismálum og vandséð er hvaða gagn er af umhverfisráðuneyti sem sýnir svo mikla linkind varðandi mengunar- varnir sem raun ber vitni. ORKULINDIR - AUÐLINDIR Því hefur verið haldið á lofti að ein af okkar stærstu auðlindum sé falin í fallvötnunum. Hafa margir orðið til að taka undir með Einari Benediktssyni og viljað selja fossa; því fleiri því betra. Oft hefur heyrst að okkur sé nauðsyn að nýta alla þá vatnsorku sem streymir óbeisluð til sjávar fyrir augum okkar. Það er eins og sumir telji mikilvægast að allt vatn þurfi að renna í gegnum túrbínur án tillits til þess hvað það kostar og hvort við höfum einhver not fyrir orkuna. Vindurinn blæs, sjórinn fellur að og frá, sólin skín og það sama gildir um allar þessar orkulindir að dýrt er að virkja þær. Við verðum að geta étið grautinn úr pottinum til að hann komi að gagni. Ef við kunnum ekki að nýta náttúrugæði okkur til góðs er ekki hægt að tala um auðlind. Við verðum að nýta hana okkur til hagsbóta en ekki til að gefa öðrum ágóðann. RAFORKUVERÐ OG SKATTAR Orkusölumönnunum hefur ekki tekist að selja raforkuna á því verði sem hægt er að sætta sig við. Það er ljóst að fyrstu 10-15 árin mun verða tap á orkusölunni til álversins og mikil óvissa ríkir um, hvað verður eftir það, ef selja á raforkuna á þeim útsöluprís sem nú er talað um. Næsta víst er að við þurfum að greiða hærra orkuverð til eigin nota vegna þess hve lágt á að verðleggja raforku til álbræðslunnar. Það sama gildir um skattamálin. Um álverið eiga ekki að gilda sömu skatta- reglur og urn íslensk fyrirtæki. Samkvæmt skýrslu iðnaðarráðherra til Alþingis munu engir tekjuskattar koma frá fyrirtækinu fyrstu níu árin og óvíst er hvað verður eft'ir það. Utreikningar á hagnaði íslendinga bæði af orkusölu og sköttum byggja á því að álverð muni verða verulega hærra en það hefur verið á undanförnum árum. Þær forsendur eru mjög hæpnar og margt bendir til að draga muni úr eftirspurn eftir áli. Undanfarið hefur orðið mikill samdráttur í hergagnaframleiðslu og vonandi á sú þróun eftir að halda áfram. Bendir þá ýmislegt til þess að tengsl geti verið á milli Altzheimerssjúkdómsins og notkunar á álumbúðum fyrir mat- og drykkjarvöru. Slíkar fréttir hafa þegar haft þau áhrif að fólk vill fremur nota umbúðir úr öðrum efnum en áli. 1 útreikningum sínum ganga reiknimeistararnir einnig út 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.