Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 28

Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 28
I 1 I f ^0 i V ■ þaö getur borgað sig TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS WmM% %%íáv£J| . mm félags|egt öryggj a Norðurlöncfum frá því að vextir muni lækka verulega frá því sem verið hefur á undanförnum árum, þótt margt bendi til hins gagnstæða. Aukin fjárfestingarþörf í Austur - Evrópu getur m.a. leitt til þess að vextir hækki fremur en lækki. Þannig er áhætta okkar mjög mikil og vinningslíkur í þessu stóra happdrætti því næsta litlar. Það hefur verið haldið þannig á mál- um að hætt er við því að útlendingar hirði allan ágóða en við sitjum uppi með skuldir vegna orkufyrirtækja og slæma samninga til margra áratuga. Segja má að með þessu séum við að afsala okkur yfirráðum yfir auðlindinni. RANGAR ÁHERSLUR VARÐANDI ATVINNUUPPBYGGINGU A sama tíma og stjórnvöld telja það skyldu sína að eltast við erlenda stóriðju- fursta út um allan heim er stórlega dregið úr fjárveitingum til rannsókna og þróun- arstarfsemi. Menntun þjóðarinnar er sú undirstaða sem framtíðin byggir á. Rann- sóknir eru mikilvægur hluti þeirrar undir- stöðu sem atvinnuuppbygging fram- tíðarinnar hvílir á. Þau rök hafa verið notuð með erlendri stóriðju hér á landi að við verðum að byggja á þeirri þekkingu sem útlendingar búa yfir. Þeir eigi framleiðsluleyndarmál, sem við eigum að hafa mikið gagn af. Það er eins og það gleymist að við fáum aldrei aðgang að þessum leyndarmálum þeirra, en megum borga offjár til að fá að framleiða fyrir þá hráefni til útflutnings. Innlendur iðnaður nýtur því ekki góðs af starfrækslu erlendrar stóriðju á íslandi. Rannsóknir og þróunarstarfsemi verð- ur að byggja á íslensku hugviti og menntun. Þar er fólgin okkar stærsta auð- lind og hana eigum við að virkja. Aðeins þannig getum við þróað framleiðslu okkar og fullunnið samkeppnishæfar vörur. Ég efast um að við fáum nokkurn tíma vald yfir framleiðslunni ef við ætlum okkur eingöngu að taka við molum sem falla kunna af borðum útlendinga. Við verðum þá aðeins vinnudýr án forræðis í eigin málum. Við megum ekki líta einhliða á fjárhagslegt gildi og láta okkur í léttu rúmi liggja að landið mengast, að byggð eyðist og félagsleg og menn- ingarleg röskun verði slík að erfitt verði úr að bæta. I hátíðarræðum hlustum við á fullyrðingar um aukna þjóðarframleiðslu, en enginn spyr hvort sú aukning komi okkur til góða. HVERT Á AÐ STEFNA? Höfuðmarkmiðið á að vera að hagnýta auðlindir landsmanna þannig að arðurinn af þeim nýtist okkur. Þegar ég segi okkur þá á ég við alla landsmenn. Við eigum ekki að láta fossana mala útlendingum gull. Flestar þjóðir keppa að því að byggja atvinnulíf sitt sem mest á úrvinnslu úr eigin hráefnum. Stóriðjustefnan hefur gert það að verkum að ekki hefur verið hugað sem skyldi að öðrum iðnaði, sem hentar íslensku samfélagi og tekur mið af góðri verkkunnáttu fólksins og öðrum að- stæðum. Sama máli gegnir um íslenskar orku- lindir. Líklegt er að vetni verði eldsneyti framtíðarinnar. Vetnisframleiðsla er ekki mengandi og brennsla vetnis veldur ekki þeim skaða sem brennsla annarra orku- gjafa gerir. Það er því fyllsta ástæða fyrir Islendinga að líta til slíkra kosta heldur en til mengandi stóriðju, eins og ráðamenn gera nú. Aukna fjölbreytni í atvinnulífinu verð- ur fyrst og fremst að byggja á fullvinnslu sjávarafla og öðrum iðnaði sem nýtir íslenskt hráefni og hugvit. Við erum fyrst og fremst matvælaframleiðendur og get- um náð miklu lengra á því sviði. Það er sorglegt til þess að vita að aðalútflutn- ingur okkar er hráefni og hálfunnin vara. Við getum þróað hér nýjar atvinnu- greinar sem taka mið af ýtrustu kröfum um umhverfisvernd. Látum ekki telja okkur trú um að bjargarleysi vofi yfir þótt ekki takist að draga hingað stóriðjufursta heimsins, sem aðeins hugsa um hámarks arð án tillits til íslenskrar náttúru og fólksins sem landið byggir. Kristín Einarsdóttir 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.