Vera - 01.11.1990, Page 34

Vera - 01.11.1990, Page 34
UR LISTALIFINU KARLFJANDSAMLEGAR AFÞRE Yl NG ARBÓ KME N NTIR Afþreyingarbœkur - svokallaðar - sögur þar sem ást, hatur, glœpir, spenna og rómantík fléttast saman til þess eins að rakna sundur í bókarlok, cetla sér ekki annað en að hafa ofan af fyrir lesandanum. Þœr œtla sér ekki að breyta eða bylta held- ur sýna heiminn eins og hann er, athugasemdarlaust. Þcer eru þess vegna ekki vondur aldarspegill. Vera bað Magdalenu Schram að rýna í spegilinn: Margrét Sölvadóttir: Vtnviður ástarinnar; Örn og Örlygur 1989. Ótrúlega flókin sakamála- flækja sem tekst þó gletti- lega vel að greiða úr og leiða til lykta. Ástarsaga líka. Sögusviðið er Reykjavík - ekki síst heilbrigðis- og fé- lagsmálageirinn! Aðalsögu- hetjan kona. Fyrirgefiði þessar stuttaralegu innihaldslýsingar. Rétt er að taka fram að í þessum pakka (sem Vera afhenti mér til af- lestrar) er sú þriðja í röðinni skrifuð af mjög ungum og óreyndum höfundi og mig grunar síður í afþreyingar- skyni en til að taka þátt í umræðu um ofbeldi, jafnvel í siðbætandi tilgangi. Það sem þessar þrjár bækur eiga sam- eiginlegt er að vera skrifaðar af konum og í þeim öllum er það glæpur sem hrindir atburða- rásinni af stað. Samskipti kynj 34 Birgitta Halldórsdóttir: Sekurflýr þó enginn elti; Skjaldborg 1989. Spennusaga sem gerist fyrir austan fjall. Dóp, morð, framhjáhald. Þröngur hópur hugsanlegra sökudólga. Að- alsöguhetjan er kona. anna skipta höfuðmáli í þeim öllum og þau samskipti voru það sem best sást í speglinum. KONUR Allar þrjár segja bækurnar það sama um stöðu kvenna - og með orðinu staða á ég ekki aðeins við þjóðfélagsstétt heldur manneskjulega stöðu, líðan og ástand. Sú staða er í höndum karla í þessum bók- um. Dæmi: Söguhetjan í bók Margrétar er á fertugsaldri, Kristín Aðalsteinsdóttir: Dagbók. I hreinskilni sagt; Örn og Örlygur 1989. Unglingabók. Á sextán ára afmæli söguhetjunnar upp- götvast að hún hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þessi uppgötvun hrindir af stað svo jákvæðri atburðarás að nærri liggur að ímynda sér að söguhetjan hljóti að vera afbrotamanninum þakklát! sálfræðingur á framabraut og heitir Edda. Hún hefur komist þangað sem hún vildi á frama- brautinni, en framinn hefur ekki gefið henni neina lífs- fyllingu: „Hvað amaði að? Hún vissi það tæpast sjálf, og þó, hún var einmana." Lausn- in er karlmaður. Edda sleit sambúð vegna þess að sá heitt- elskaði ætlar sér líka langt en vildi gera það á kostnað Eddu, á hennar tíma og viirnu. I bók Birgittu er komist næst því að gera konur óháðar körlum. Söguhetjan er ung og hress og sjálfsstæð. Hún vinn- ur í banka og er bjartsýn á framavonir sínar þar. En góður endir bókarinnar felst ekki síst í því að þá siglir hetjan hrað- byri inn í hjónabandið. í bók Kristínar veltur hamingjan líka á ástum karla, samþykki þeirra og reyndar líka á fyrir- vinnuhæfni þeirra. Skilaboðin um hvernig ást- um karla er náð eru skýr: Það þarf að ganga í augun á þeim með glæsilegu úliti og ekki síst með flottum fötum. Það eru ekki hugir sem falla saman heldur augu karlmannsins sem falla á líkama kvenna. KARLAR Satt best að segja brá mér við að skoða þá karlímynd sem bækurnar bregða í spegilinn. Það má því sem næst fullyrða að forsenda allra sagnanna sé sú að karlar hagi sér eins og huglausar skepnur! I bók Margrétar er gengið út frá því að giftir karlar haldi fram hjá og fæst af því sem gerist í sögu hennar hefði átt sér stað ef ekki hefði verið ótrúlyndi karla. Og svei mér þá ef það er ein ein- asta kona í bókinni sem ekki er svikin af karli! Ekki aðeins bregðast þeir trúnaði eigin-

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.