Vera - 01.11.1990, Qupperneq 36

Vera - 01.11.1990, Qupperneq 36
0 R LISTALÍFINU Out of Focus - Writings on Women and the Media (í móöu, - greinar um konur og fjölmiðla). Ritstjórar: Kath Davies, Julienne Dickey, Teresa Stratford. The Women’s Press Ltd. 1987. „Forsætisráðherrann tekur starfið fram yfir eiginmann- inn" stóð í fyrirsögn um norska forsætisráðherrann Gro Harlem Brundtland. „A sporbaug um jörðu án varalits" birtist á forsíðu þegar Sally Ride fór fyrst vestrænna kvenna út í geiminn. I Veru 3/1990 var athygli okkar vakin á fljóðafæð í fjölmiðlum en þessar völdu tilvitnanir úr „Out of focus" (í móðu), sem er greinasafn eftir konur um konur og fjölmiðla, leggja áherslu á að það er ekki nóg að minnast á konur. I raun er sífellt verið að sýna kvenímyndina í fjölmiðl- um, t.d. í auglýsingum, málið snýst um hvernig konur eru kynntar og hvernig ekki. Greinarnar fjalla um ímynd kvenna í nánast öllum gerðum fjölmiðla: Dagblöðum, tísku- blöðum, myndabókum, ástar- sögum, klámiðnaðinum, kvik- myndum og útvarpi, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Bókin skiptist í kafla eftir efni: Aldur, kynþáttur, stétt, líkamleg fötl- un, kynferði, ofbeldi, ást, atvinna o.s.frv. I hverjum kafla eru ræddar hinar fjölmörgu aðferðir, lúmskar eða freklega opinskáar, sem fjölmiðlar beita til að afskræma og móta raun- veruleikann. Heilir kaflar fjalla um það hvernig ákveðnir hópar kvenna, t.d. lesbíur og fatlaðar konur, eru nær úti- lokaðir úr fjölmiðlum, nema sem ýktar „steríótýpur". Þær konur sem fjölmiðlar fjalla um eru hvítar, ungar, frekar kyn- þokkafullar, frískar og þjón- ustuliprar. „í móðu . . ." fjallar um breska fjölmiðla (marga þeirra er hægt að nálgast hér, s.s. tímarit, blöð, útvarp BBC fyrir þær sem hafa stuttbylgju) en hægt er að nota bókina sem leiðarvísi til að meta og ráða í efni heimafjölmiðlanna. I formála bókarinnar gefa ritstjórar yfirlit yfir breska fjölmiðla og skýra hvernig það að viðhalda núverandi kapí- talísku/feðraveldisskipulagi er í þágu þeirra sem ráða fjölmiðlum (sem eru aðallega ríkir hvítir karlar). Auglýs- ingamiðlunum hættir sérstak- lega til slíks þar sem auglýs- endur styðja sjaldnast fjöl- miðla sem eru andvígir ríkj- andi skipulagi. í sérlega at- hyglisverðum kafla um konur og fæðuframleiðslu í þriðja heiminum, er fjallað um hvernig vestrænar hugmyndir um þróun og hlutverk kvenna koma gjörsamlega í veg fyrir að fjárhagsaðstoð við Afríku komi að nokkru gagni. Fjöl- miðlar sýndu okkur grind- horaðar konur með hungruð börn í fanginu, hjálparvana fórnarlömb hamfara í „við- eigandi" kvenhlutverkum, en þess er sjaldan getið að konur framleiða 60-90% af allri undirstöðufæðu í Afríku. Þvert á móti litu hjálparstofn- anir fram hjá þessari staðreynd en styrktu þess í stað víðtækar, fjárfrekar áætlanir (undir karlastjórn) sem beindust að því að flytja út afurðir fyrir gjaldeyri. Aætlanir fóru út um þúfur, og ríki Afríku borga nú skuldir sínar með síauknum útflutningi (þ.e. á dýrmætri fæðu). í kaflanum um „Konur í sviðsljósinu" er rætt um hvernig fjölmiðlar fjalla um þekktar konur eins og t.d. Madonnu sem er sýnd sem sköpunarverk kærasta sinna og framleiðenda fremur en að hún hafi komist áfram vegna eigin hæfileika og dugnaðar. Díana prinsessa er sýnd sem lifandi sápu-óperu persóna og konurnar í Greenham Com- mon eru kerfisbundið lítil- lækkaðar og rægðar af press- unni. I kaflanum um ofbeldi gegn konum lesum við um það hvernig litlum stelpum er kennt framtaksleysi frá unga aldri, allt frá því að þær fara að horfa á teiknimyndir, og hvernig litskrúðugar frásagnir af kynferðisglæpum viðhalda mörgum hættulegum goð- sögnum. Kaflinn „Falar konur" er byggður á bók John Berger: „Ways of Seeing" (Sjónarmið - viðhorf). Þar er sýnt hvernig hin „rétta" kvenímynd (sem er aðeins til þess fallin að raun- verulegum konum finnist þær vera ófullkomnar) er matreidd fyrir tískublöð, auglýsingar og klámiðnaðinn sem sýna konur sem eitthvað til að skoða og njóta. í síðasta kafla bókarinnar eru settar fram tillögur um tilhögun baráttunnar gegn kynjamisrétti (sexisma) í fjöl- miðlum. Höfundar vara við því að samfylkja með „hinum siðavanda meirihluta" (moral majority) sem aðeins hugsar um það sem lýtur að „sið- prýði" en veltir ekki fyrir sér hugtökum kynjamismununar og leysir vandann stutt og laggott með ritskoðun og bönnum. (Greinin um klám virðist hafa verið skrifuð áður en deilurnar um bönn hófust.) Loks eru talin upp ýmis sam- tök sem hægt er að hafa samband við, t.d. samtök fjöl- miðlafólks, ráðgjafahópa, kvenfrelsishópa og fjögurra blaðsíðna bókalisti um fjöl- miðla. Mennt er máttur eða eins og bókin ræður okkur: Þekktu óvin þinn. VER/ Laura Valentino RV þýddi FLÓAMARKAÐUR Sambands dýraverndunarfélaga Islands aS Hafnarstræti 17, kjallara, er opinn mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá 2-6 e.h. Fjölbreyttur varningur á boSstólum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Vib þiggjum hina fjölbreyttustu muni. Sækjum ef óskað er. YKKAR STUÐNINGUR - OKKAR HJÁLP. Nánari upplýsingar í símum: 22916 hjá Sigrúnu, 674940 hjá Kristrúnu, 673265 hjá Jórunni, 612829 hjá Eddu. 36

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.