Vera - 01.02.1991, Síða 2
Daginn sem stríð braust út í beinni útsendingu um allan heim og iður jarðar opnuðust í
íslenskum fjölmiðlum, rann skilafrestur á greinum í þessa VERU út. Blaðið fjallar að mestu
um uppeldi og skólamál. Það er ekki laust við að þetta efni virðist dálítið hversdagslegt í kviku
heimsviðburðanna. En þegar blaðið berst til ykkar verður æsinginn vonandi farið að lægja á sem
flestum vígstöðvum og umræðan um skólamál aftur orðin áríðandi. I grunnskólum landsins
eyðir um fimmtungur þjóðarinnar dögum sínum við nám, kennslu og önnur störf. Umfjöllun um
það sem miður fer í skólakerfinu gæti fyllt síður VERU fram á vor. En vitandi um þau
uppeldisfræðilegu sannindi að jákvæð orð styrkja jákvætt atferli ákváðum við að benda frekar á
ýmislegt sem vel er gert í skólum landsins og tilraunir sem okkur finnst áhugaverðar. BA
LÍNA LANGSOKKUR
(f. 1944)
Þessi hluti VERU er jafnan helgaður
konu sem eitthvað hefur afrekað í
þágu kvenkynsins. I þetta skipti
varð fyrir valinu kvenpersóna
sem ekki er af holdi og blóði. En
Lína langsokkur er kannski eina
stelpa barnabókmenntanna sem
strákar á öllum aldri virða og dá
og því hefur hún lagt drjúgan
skerf til kvennabaráttunnar, þó að
mest hafi hún beitt sér í barnarétt-
indabaráttunni. Það var Karin, dóttir
Astrid Lindgren, sem var hinn eiginlegi
skapari Línu, en þær mæðgur styttu sér oft
stundir við að búa til sögur um þessa skemmti-
legu stelpu. í maí 1944 gaf Astrid dóttur sinni
handritið að fyrstu bókinni um Línu í afmælis-
gjöf. Hún sendi það líka til útgefenda, en því var
hafnað. Ári síðar hlaut Astrid fyrstu verðlaun í
barnabókasamkeppni fyrir söguna um Línu.
Þessi þriðja bók Astrid Lindgren varð ein vin-
sælasta barnabók sem um getur. Kannski voru
börn heimsins einmitt að bíða eftir bók um
stelpu, sem gat gert hvað sem hún vildi hvenær
sem henni datt í hug, lét boð og bönn sem vind
um eyru þjóta, þekkti eigin kraft og hæfileika og
leiddist aldrei. Auðvitað gæti slíkt barn verið
óþolandi. En Lína er skemmtileg og auk þess
gætir hún alltaf hagsmuna þeirra sem minna
mega sín.
Þegar bókin um Línu langsokk kom út var hið
svokallaða „frjálsa barnauppeldi" að koma til
sögunnar. Sálfræðingar töluðu um rétt barnsins.
Margir voru farnir að draga það í efa að rétt væri
að þvinga börn og brjóta niður vilja
þeirra.
Ári eftir að bókin kom út byrjaði að
bera á neikvæðum viðbrögðum við
henni. Hatrammar ritdeilur
upphófust, einkum meðal
kennara. Þessi skrif sem upp-
haflega fjölluðu um bókina, sner-
ust yfir í ádeilur á nýja uppeldis-
hætti. Margir kennarar vörðu af
hörku rétt sinn til að beita nemendur
líkamlegu valdi. í flestum þessara
greina var Lína talin vera börnum slæm
fyrirmynd og jafnvel hugarfóstur geðsjúkrar
manneskju. Bókin var sögð skrifuð á slæmu máli
og vera almennt siðspillandi. Róttækir uppeldis-
fræðingar sjöunda áratugarins töldu frelsistil-
burði Línu hins vegar vera „dæmigert frjáls- og
einstaklingshyggju hálfkák".
En Lína langsokkur hefur staðið af sér alla
gagnrýni og börnum þykir alltaf jafn vænt um
hana. Astrid Lindgren, sem sjálf er alin upp við
mikið ástríki á stóru sveitaheimili, hefur aðeins
einu sinni blandað sér í deilurnar um Línu. Þá
skrifaði hún meðal annars þessi orð: „...það ætti
að vera hlutverk hinna fullorðnu að skapa litlu
barni heim öryggis, hlýju og góðmennsku. En
gera þeir það? Alltof sjaldan finnst mér. Þeir hafa
sennilega ekki tíma! Þeir eru svo uppteknir af því
að ala þetta litla kríli upp. Þeir ala upp frá morgni
til kvölds og eru mjög ákafir í að kenna barninu
strax frá upphafi að haga sér eins og fullorðinn.
Það að vera barn er víst mjög ljótt skapgerðar-
einkenni, sem verður með öllum ráðum að losna
1/1991 — 10. árg.
VERA Laugavegi 17
101 Reykjavík
Útgefendur:
Samtök um Kvennalista og
Kvennaframboð í Reykjavík.
Sími 22188
Forsíða:
Þórdís Ágústsdóttir
Böm í 2. bekk Æfinga- og
tilraunaskóla KHÍ
Ritnefnd:
Anna Ólafsdóttir Björnsson
Guðrún Ólafsdóttir
Hildur Jónsdóttir
Hrund Ólafsdóttir
Inga Dóra Björnsdóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Kristín Karlsdóttir
Laura Valentino
Starfskonur Veru:
Björg Árnadóttlr
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Vala Valdimarsdóttir
Útlit:
Harpa Björnsdóttir
Teikningar:
Ásgerður Helgadóttir
Ábyrgö:
Björg Árnadóttir
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Textavinnsla og
tölvuumbrot:
Edda Harðardóttir
Filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun og bókband:
Frjáls fjölmiðlun
Plastpökkun:
Vinnuheimilið Bjarkarás
l A*» ' ’ •
422480
Ath. Greinar í Veru eru birtar
á ábyrgð höfunda sinna
og eru ekki endilega
stefna útgefenda.
2