Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 8

Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 8
En svo geta línurnar breyst. Hve- nær er þátttaka í opinberum veislum réttmæt og hvenær ekki? Hvar eru mörkin á milli þess að hafna félagsskap og opinberum skyldum og hins að ganga kerf- inu á hönd og sóa almannafé? Hvenær ertu orðin ein af mikil- virkustu ambáttum kerfisins og hvenær ertu í raun að breyta því innanfrá? Hvar verður hugarfars- breytingin? Ég held sjálf að hún verði með því að við lifum af, vinnum vel og sem víðast og verðum sjálfum okkur trúar og samkvæmar. Þannig getum við best kynnt hugsjónir okkar og vinnubrögð í verki og gefið öðr- um styrk til þess sama, með for- dæmi. Þó að breytingar verði stundum í stökkum er það ef til vill skrefabaráttan sem í raun og veru veldur drýgstu breytingun- um." Á þessu vori hafa Kvennafram- boð og Kvennalisti starfað sam- fellt í rúm 9 ár, boðið fram í þrennum sveitarstjórnarkosning- um og þrennum þingkosningum. Þetta er án efa mun meira úthald en flestar konur óraði fyrir þegar af stað var farið árið 1981. f síð- ustu sveitarstjórnarkosningum hallaði hins vegar heldur undan fæti og hafa ýmsir viljað túlka það sem svo að tími Kvennalist- ans sé liðinn. Ég spurði Guðrúnu hvernig þetta mál horfði við henni? „Mér finnst starf Kvenna- listakvenna alveg óskaplega að- dáunarvert. Allt er það unnið meira eða minna í frítíma eða tíma sem er tekinn frá einhverju öðru. Konur koma aftur og aftur á fundi sem eru auðvitað misjafn- lega markvissir og þær gera það ekki að ástæðulausu. Reynsla þeirra af daglegu lífi rekur þær til þátttöku. Þó eldurinn sé ekki skíðlogandi allan tímann og það séu alltaf einhverjir að skvetta vatni á hann, þá lifir þó í glæð- unum. Og það þarf ekki að blása kröftuglega til að eldurinn nái sér á strik. Þegar eitthvað gengur á, þá spretta konur upp úr jörðinni og þær drífur að hvaðanæva. Ég er í raun og veru alveg gáttuð á því hvað konur eru duglegar en mér finnst hins vegar ekkert skrítið þó konur missi svolítið kraftinn annað slagið og geti ekki haldið sjálfum sér og öðrum á floti. Það er eðlilegt að lýjast þeg- ar svo lengi er að verki staðið. 8 „Til þess aó geta sannfœrt aöra er nauðsynlegt aö vera heil og til að geta veriö heil þarf aö gefa mikiö - bœöi tilfinningar og tíma.“ Við fengum svolítinn skell í síðustu sveitarstjórnarkosning- um. Kosningabaráttan var óvana- leg að mörgu leyti og við hvorki nógu kraftmiklar né skipulagðar. Við höfðum ef til vill ekki tekið nægilegt mið af því að tíminn og aðstæðurnar hafa breyst, en við brugðumst við þessu eftir kosn- ingar og það hefur orðið til þess að við erum núna miklu þrek- meiri en við vorum. Það hefur færst aukinn kraftur í Kvenna- listann þó öfl fyrir utan keppist við að spá fyrir um endalok hans. En andstaðan er sígild og áhuga- vert rannsóknarefni í sjálfu sér og svo hluti af okkar starfi að vinna hreyfingunni fylgi." Tengsl Kvennalista við fjölmiðla hafa um nokkurt skeið verið tals- vert erfið. Algengt er að frétta- og blaðamenn leggi Sjálfstæðisflokk- inn og stjórnarandstöðuna að jöfnu og Kvennalistinn gleymist. Þetta er talsverð breyting frá fyrstu dögum Kvennalistans. Éívernig stendur á þessu? „Við getum ekki alltaf verið jafnmikil nýjung og þegar nýja- brumið er farið af okkur hafa fjölmiðlamenn tilhneigingu til að gleyma okkur vegna þess að „Viö Kvennalista- konur gerum óskaplega miklar kröfur hver til annarrar m.a. vegna þess að krafan utan úr þjóðfélaginu er svo sterk um að viö stöndum okkur.“ „Hvenœr ertu orðin ein af mikilvirkustu ambóttum kerfisins og hvenœr ertu í raun aö breyta því innan fró?“ mér er sama hvort það hvín meira í andstæðingum okkar í dag en í gær. Það skiptir ekki meginmáli. Ég hef ekki miklar áhyggjur þó við höfum mótbyr. Það er ekki mælikvarði á það hvort við eigum erindi. Ef enginn nennti að vinna í Kvennalistanum væri ástæða til að spyrja hvort hann ætti erindi. Það hafa t.d. alltaf verið til andstöðu- eða neðan- jarðarhreyfingar sem eru geysi virkar og sterkar þó þær séu ekki viðurkenndar uppi á valdajörð- inni og þarf ekki lengra að líta en til Austur-Evrópu. Hin opinbera viðurkenning er ekki gildur mælikvarði í mínum huga." En fylgið hlýtur þó að skipta hreyfingu eins og Kvennalistann máli? „Auðvitað er nauðsynlegt fyrir hreyfingu eins og Kvenna- listann að hafa fylgi. Annars kemst hún ekki þangað sem hún ætlar sér. En ef okkur sem störf- um í hreyfingunni finnst við ekki eiga erindi og höfum ekki sann- færingu fyrir því sem við erum að gera þá er engin hreyfing. Það er gömlu flokkarnir og fulltrúar þeirra eru jú lögmálið og spá- mennirnir og rótgróin hefð að konurnar tala ekki í samkundu- húsum. Það sem konurnar segja svo þegar þær hafa þvælst inn í samkunduhúsin er ekki talið eins merkilegt af því að þær ráða ekki eins miklu. Tilhneigingin er að hlusta á þá sem ráða og þannig má segja að fjölmiðlamenn séu bara börn síns tíma, gegni sínu uppeldi og hegði sér samkvæmt því. Mér finnst fjölmiðlamenn almennt beina sjónum sínum of mikið að valdhöfum og því sem þeir hafa að segja en gæta oft ekki að því að sjónarmið andstæðra skoðana komist til skila. Stund- um jaðrar þetta við dekur. Þeir eru þó ekki allir sama markinu brenndir og það eru til góðir fréttamenn, sem betur fer. En það er engin ástæða til að velta sér upp úr mótlætinu. Við eigum sjálfar ónotað frumkvæði sem við verðum hver og ein að nota t.d. í kosningabaráttunni. Spurningin snýst um það hvaða frumkvæði við getum hver og ein

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.