Vera - 01.02.1991, Qupperneq 13
GRUNNSKÓUNN
ER ÞRÍHÖFÐA ÞURS
Grunnskólinn er þríhöfða þurs. Eitt höfuðið
á að uppfræða, annað ala upp og hið þriðja á
að hafa auga með ungviðinu á meðan
mömmur og pabbar draga björg í bú.
Kröfurnar sem gerðar eru til skólans aukast
stöðugt. Skólinn á að kenna allt sem kenna
þarf. Auk þess að búa börnin undir atvinnu-
lífið á hann að gera úr þeim hamingjusama,
tillitssama og skapandi einstaklinga og
kenna þeirn mannasiði . „Hvað læra börnin
eiginlega í þessurn skóla, fyrst þau læra ekki
að borða með hníf og gaffli?", er sagt að for-
viða faðir hafi látið út úr sér við matarborðið.
Skólinn hefur löngum sætt gagnrýni úr
öllum áttum. Og auðvitað er ýmislegt gagn-
rýnisvert og umdeilanlegt, hvort sem það er
menntastefnan í heild, gildi ákveðins náms-
efnis og kennsluhátta eða ágæti einstakra
kennara og kennslubóka. Víða á landinu er
kennaraskortur tilfinnanlegur og húsnæði
bágborið. Bekkirnir eru það stórir að ekki er
hægt að sinna sérþörfum nemenda, hvorki
þeirra afburðagreindu né þeirra sem eiga
erfitt með nám af einhverjum ástæðum.
Stjórnvöld hafa heldur ekki fylgst nægilega
vel með þeirri samfélagsþróun, að heimilin
eru núorðið ómönnuð meiri hluta dags.
Stuttir og ósamfelldir skóladagar og löng frí
gera útivinnandi foreldrum - einkum mæðr-
um - erfitt fyrir. Börnin fá lykil um hálsinn
og eru send á beit í sjoppurnar á meðan
margir foreldrar borða niðurgreiddan há-
degismat á vinnustöðum sínum. Umfjöllun
um það sem miður fer í skólakerfinu gæti
fyllt síður VERU fram á vor. En vitandi um
þau uppeldisfræðilegu sannindi að jákvæð
orð örvi jákvætt atferli, ákvað ritnefnd VERU
að benda heldur á ýmislegt sem vel er gert í
skólastarfi og tilraunir sem okkur finnst
athyglisverðar.