Vera - 01.02.1991, Page 16
DRAUMURINN UM HINN FULLKOMNA SKOLA
heilsu kennara, foreldra og barna,
sem ástæða er til að draga fram í
dagsljósið. Ég skora á lækna að
kynna sér innra starf skóla vel,
leggja orð í belg um starfshætti
skólanna ef þeim þykir ástæða til
og styðja þannig áhugafólk um
skólamál í leit að úrbótum.
Margir kennarar eiga and-
vökunætur vegna kvíða fyrir
komandi degi. Líðan þeirra
kennara sem líður illa í starfi
kemur lítið sem ekkert upp á
yfirborðið vegna þess hvað starf-
ið heggur nærri sjálfsmynd kenn-
arans. Kennarar reyna að halda
því leyndu ef þeim líður illa í
starfi og kenna oftast sjálfum sér
um erfiðleika í starfi í stað þess að
horfa gagnrýnum augum á það
verk sem honum er ætlað að
vinna. Kennarastarfið er einangr-
að starf. Kennarar vinna mikið
einir. Þeir bera einir ábyrgð á
stórum hópi nemenda og sitja
einir uppi með vandann. Það
getur verið mjög slæmt, bæði
fyrir nemendur og kennarann.
Hvað œtlaröu aö gera ef
þér veröur réttur lykill aö
fjölmennum skóla á Reykja-
víkursvœöinu og þú beöin
aö taka við stjórn hans?
Það er freisting sem ég vona að ég
falli ekki fyrir. Ég veit að ég gæti
stjórnað skóla í samvinnu við
samstilltan kennarahóp. Ég gæti
hins vegar ekki sætt mig við
annað en sjá gleði í hverju andliti.
Til þess þyrfti ég fleira starfsfólk
en ég held að ég fengi, gott
mötuneyti og fleira og fleira. En
mötuneyti væri algert skilyrði.
Svöng börn eða börn sem hlaða
sig af sykri eru ekki þægileg í
nærveru. Þau eru óróleg, eiga
erfitt með að einbeita sér og trufla
aðra nemendur, sem vilja vinna í
næði.
Þú spurðir mig um drauma-
skólann. Draumaskólinn leggur
áherslu á tilfinningaþroska og
setur sér það markmið að allir
þori að tjá ljúfar og sárar tilfinn-
ingar sínar án þess að nota til þess
„Draumaskólinn
leggur áherslu á
tilfinningaþroska og
setur sér það
markmið að allir
þori að tjá Ijúfar og
sárar tilfinningar
sínar án þess að
nota til þess
vímugjafa.“
vímugjafa. Nemendur í til-
finningaklemmu geta ekki ein-
beitt sér að námi hvaða kennslu-
aðferð sem notuð er. Kennarar
þurfa að leggja mikið á sig til þess
að kynnast hverjum nemanda
persónulega og vita sem mest um
aðstæður hans. Kennari sem
leitar að tilfinningahnútum, finn-
ur þá og er tilbúinn að leggja
mikið á sig til þess að hjálpa til við
að leysa þá, getur unnið krafta-
verk. Mikilvægasta námsgreinin
erum við sjálf. Við þurfum að
þekkja völundarhús tilfinninga
okkar til þess að geta lifað í innri
sátt við okkur sjálf og náð að
mynda heilbrigð tilfinninga-
tengsl við aðra. Draumaskólinn
eflir siðferðisþroska og tilfinn-
ingaþor nemenda sinna. Leið list-
arinnar og kærleikans er leiðin að
hjartanu, en gæta þarf þess vel að
elcki fenni í slóðina áður en lagt er
af stað. Það getur reynst erfitt að
bræða hjörtun.
RV
Vilborg G. Guðnadóttir hefur veriö skólahjúkrunarfrœö-
ingur í sex 6r og lýkur í vor kennaranómi frá KHÍ. í örstuttu
spjalli leyföi hún VERU aö kynnast sinni mynd af skólanum
og ýmsu er tengist honum:
- Fjölskyldupólitíkin hér í
landinu hefur hingað til ekki
verið í anda þarfa fjölskyldunnar.
I mínum huga eru þessi mál alls
ekkert mjúk mál. Ef undirstaðan
er ekki mikilvæg, hvað er þá
mikilvægt? Ef við ölum upp til-
finningalega bæld börn, hvernig
verður ástandið þegar þau fara að
stjórna landinu? Þetta eru ekki
mjúk mál, þetta eru gallhörð mál.
Ég er tiltölulega ánægð með
skólakerfið. Það er aðdáunarvert
hvað sumir kennarar geta og gera
við erfið skilyrði og mikið vinnu-
álag. En það er margt sem betur
má fara. Ég sé samfelldan skóla
með skólamáltíðum á viðráðan-
legu verði, svo að foreldrar með
þrjú börn hafi efni á að láta börnin
fá hádegismat í skólanum. Þá er
ég ekki endilega að tala um heita
máltíð, því ég geri ráð fyrir að
fjölskyldan borði saman á
16
kvöldin, en ég vil fá næringar-
ríkan mat í skólana og aðstæður
til að bera hann fram.
Ég vil að allt félagslíf færist
inn í skólana og að starfsfólkið
annist það, því að það þekkir
krakkana og þarfir þeirra og
foreldrarnir þekkja skólana. Þetta
væri hægt m.a. ef kennarar þyrftu
ekki að hafa umsjón með fleiri en
einum bekk. í Austurbæjarskól-
anum er vísir að félagsmiðstöð og
það hefur gefist vel. Ég er hins-
vegar á móti dagvistaruppbygg-
ingu og því að skólinn sé gæsla
fyrir börnin. Ég set hagsmuni
barnanna ofar öllu öðru og mér
finnst það réttur hvers barns að
geta farið heim eftir skóla, þar
sem annað foreldrið er heima.
Ég vildi að starfsfólk skóla -
og þá á ég ekki bara við kennara -
væri meðvitaðra um að það er
börnunum rnikil fyrirmynd. Mér
Úr Æfingaskólanum.
Mynd: Þórdís Ágústsdóttir.
„Það er aðdáunar-
vert hvað sumir
kennarar geta og
gera við erfið
skilyrði og mikið
vinnuálag.“
finnst víða skorta á að fólk skilji
ábyrgð sína sem manneskjur. Það
er ekki nóg að tala um að börnin
eigi að vera góð, það þarf líka að
vera þeim góð fyrirmynd, því að
fordæmið er svo áhrifamikið.
Eins og ég sagði áðan vil ég að
kennarar hafi bara umsjón með
einum bekk og geti gefið hverj-
um nemenda tíma. Allir ættu að
fá tíma til að ræða málin við
kennarann - ekki bara vanda-
málin. Mér finnst að kennsla í