Vera - 01.02.1991, Side 21

Vera - 01.02.1991, Side 21
þess að fást við rannsóknir kennir Sigrún bæði verðandi uppeldis- fræðingum og starfandi kenn- urum hvernig gera má sam- skiptin í skólastofunni notalegri. Sigrún þekkir vel til skólastarfs, því að eftir kennarapróf og stúd- entspróf um 1970 fór hún að kenna við Breiðholtsskóla. Hún fór fljótlega að semja námsefni í samfélagsfræðum samhliða kennslunni og skrifaði efnið „Komdu í leit um bæ og sveit" sem ætlað er átta ára börnum. Wolfgang Edelstein, sem var ráð- gjafi námsefnishöfunda, beindi athygli Sigrúnar að kenningum bandarísku sálfræðinganna Kohl- bergs og Selmans um félags- og siðferðisþroska barna og ung- linga. Undir áhrifum frá þeim fléttaði hún inn í námsefnið við- fangsefnum um samskipti barna. Börnin áttu t.d. að fjalla um stríðni og leysa deilur með því að setja sig í spor þeirra sem hlut áttu að máli. - Þegar námsefnið var til- raunakennt varð ég vör við að kennararnir slepptu gjarnan þessum viðfangsefnum um sam- skipti barna eins og því að vera hafður útundan. Kennurunum fannst of viðkvæmt og erfitt að taka á þessum málum. Ég skildi það vel, því að þá var svo lítil umræða í gangi um mikilvægi þess að taka markvisst á við- fangsefnum um samskipti og t.d. hvernig fólki líður við mismun- andi aðstæður. En þetta stakk mig þó og ég var afar vonsvikin yfir að þessum þáttum væru ekki gerð skil. Ég er enn við sama hey- garðshornið og hef verið að reyna að öðlast meiri þekkingu á sam- skiptahæfni barna. Og nú er ég vonbetri um að ná til uppalenda þar sem kennarar eru orðnir niiklu opnari fyrir þessum málum °g umræðan orðin almennari. En það nægir ekki að taka á þessum málum í skólunum og Sigrún vill reyna að ná til for- eldra, sem henni finnst að eigi virkilega að taka á honum stóra sinum í þessum efnum. I grein sem hún skrifaði í bókina Yrkju, afmælisrit til Vigdísar Finnboga- dóttur, segir: „Grunnur sam- skipta er lagður á heimilunum og þar þarf að halda uppbygging- unni áfram. Þótt skólinn sé mikil- vægur við ræktun samskipta við börnin er hér um að ræða mál sem heimilin verða að taka á af „Ekki er hœgt aö œtlast til aö kennarinn sem vinnur meö svo mörgum börnum í senn aðeins nokkrar klukku- stundir á dag, geti tekið þetta hlutverk einhliða aö sér. Aö sjálfsögðu er þó mikilvœgt aö heimilin og skólinn vinni saman aö aöhlynningu samskipta viö börnin og má hvorugur aðilinn þar skjóta sér undan ábyrgð.“ „Hinn leiöandi kennari hvetur nemendur til aö hugsa um ýmsar leiðir til að leysa félagsleg ágrein- ingsmál og huga að afleiðingum þeirra fyrir þá sem hlut eiga að máli - í staö þess aö skamma og kveöa upp dóma.“ festu. Ekki er hægt að ætlast til að kennarinn sem vinnur með svo mörgum börnum í senn aðeins nokkrar klukkustundir á dag, geti tekið þetta hlutverk einhliða að sér. Að sjálfsögðu er þó mikil- vægt að heimilin og skólinn vinni saman að aðhlynningu samskipta við börnin og má hvorugur aðil- inn þar skjóta sér undan ábyrgð." Samhliða kennslunni og náms- efnisgerðinni blundaði alltaf sú löngun Sigrúnar að öðlast meiri fræðilega þekkingu tengda starfi sínu. Sá draumur hófst 1979 þeg- ar hún fór að Iesa uppeldisfræði við Háskólann. Hún var forvitin og leitandi, en ætlaði sér þó upp- haflega ekki að taka meira en eitt ár. Þetta örstutta spor inn í upp- eldisfræðina varð að níu ára ströngu háskólanámi sem lauk með doktorsprófi frá Harvardhá- skóla 1988, þar sem leiðbeinend- ur hennar voru einmitt Selman og Kohlberg, þeir sem hún hafði áður orðið fyrir áhrifum frá. - Ég ætlaði að hætta eftir mastersprófið frá Harvard, vegna þess að það var mjög erfitt til- finningalega að vera viðskila við fjölskylduna eins og ég þurfti að vera. En svo fékk ég tilkynningu um að ég hefði hlotið heiðurs- styrk frá skólanum til doktors- náms. Auk þess fékk ég mikla hvatningu frá prófessorum mín- um um að halda áfram og varð þetta til þess að málin flæktust. Peningarnir skiptu ekki höfuð- máli, en okkur fjölskyldunni þótti þetta það mikill heiður að málin voru endurskoðuð og sú erfiða ákvörðun var tekin að reyna við doktorsnámið. Ég lauk því á fjórum árum og þeyttist á milli Islands og Bandaríkjanna. Mér var það kappsmál að miða rann- sóknarverkefni mitt við íslenskan veruleika. Það vantar svo íslenskar rannsóknir. Skólastarfið var bakgrunnur minn og ég hafði áhuga á að kanna hugmyndir skólabarna á aldrinum 7-13 ára, um hvernig þau leysa ágreining í samskiptum við kennara og bekkjarfélaga. Dæmi um slíkan ágreining er þegar nemanda finnst hann leggja eins hart að sér og hann getur við námið en kenn- ari eða bekkjarfélagi eru ekki sömu skoðunar. Ég bjó til stuttar sögur úr skólastarfi í þessum dúr og lagði fyrir börnin. Til að meta þroska þeirra notaði ég ákveðið rannsóknarlíkan sem við í rannsóknarhópi Selmans vorum að þróa, segir Sigrún. Þegar þessari rannsókn var lokið og Sigrún komin í tíma- bundna dósentstöðu við Háskóla Islands langaði hana til að sam- eina í einni rannsókn reynslu sína sem vísindamaður, barnakennari, námsefnishöfundur og leið- beinandi í kennslufræðum. Hana langaði til að loka þeirn hring sem hún byrjaði á þegar hún fór að kenna fyrir tuttugu árum. Hún vildi athuga hvort hægt væri að örva samskiptahæfni skólabarna með ákveðnum kennsluháttum - með öðrum orðum hvernig hægt væri að gera börnin tillitssamari í umgengni hvert við annað og fá þau til að leysa vanda í samskipt- um á farsælan máta. Veturna '88-'89 og '89-'90 hélt Sigrún vetrarlöng endurmennt- unarnámskeið fyrir kennara í nokkrum skólum í Reykjavík. Þar benti hún þeim á leiðir til að örva markvisst samskiptahæfni nem- enda sinna - fá þá til að setja sig í spor hvers annars, sýna tillits- semi og kurteisi og glíma við árekstra. Kennararnir voru hvatt- ir til að nota aðferðir hins „leið- andi" kennara. Hinn leiðandi kennari hvetur nemendur til að hugsa um ýmsar leiðir til að leysa félagsleg ágreiningsmál og huga að afleiðingum þeirra fyrir þá sem hlut eiga að máli - í stað þess að skamma og kveða upp dóma. Þegar upp koma vandamál byrjar hinn leiðandi kennari á að spyrja hópinn hvert vandmálið sé og hlustar á nemendur skilgreina vandann. Síðan spyr hann börnin hvað hægt sé að gera til að leysa vandann og að lokum hvetur hann hópinn til að sættast á bestu lausnina. - Oft rísa einhverjar deilur á milli barnanna og var það segin saga að þau róuðust niður við þessar sakleysislegu spurningar, og við það að fara að velta fyrir sér aðferðum til að leysa vand- ann. Kennararnir hafa sagt mér að spurningar um vandamálið verði þeim með tímanum mjög eðlilegar, verði hluti af þeim bæði í starfi og einkalífi. Listin er að koma krökkunum ekki í vörn. Það er erfitt fyrir börnin að setja sig í hvers annars spor og skoða málin frá ólíkum hliðum ef þau eru í varnarstöðu, segir Sigrún. Síðari veturinn sem Sigrún hélt 21

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.