Vera - 01.02.1991, Síða 22
slíkt námskeið réðst hún í rann-
sóknina. Fjórir kennaranna tóku
virkan þátt í rannsókninni með
því að leyfa þremur uppeldis-
fræðinemum sem aðstoðuðu Sig-
rúnu að fylgjast með samskiptum
barnanna inni í bekknum og taka
viðtal við hvert barn einslega.
Fyrirkomulag rannsóknarinn-
ar var þetta: 96 átta og ellefu ára
börn - jafnmörg af hvoru kyni og
valin af handahófi úr átta
bekkjardeildum - tóku þátt í
rannsókninni. Börn úr fjórum
bekkjardeildanna fengu þjálfun;
þau voru hvött til að fjalla um
ýmislegt sem kemur fyrir í
samskiptum, en börnin úr hinum
fjórum bekkjardeildunum fengu
ekki sérstaka þjálfun. Haustið
1989 var tekið viðtal við hvert
barn. Lagðar voru fyrir það
nokkrar sögur um samskipta-
örðugleika í skólastarfi og barnið
beðið um að skilgreina vandann,
tjá sig um líðan sögupersóna,
huga að ýmsum leiðum til að
bregðast við vandanum, finna
bestu leiðina til að leysa vandann
og meta þá lausn. Einnig var
hegðun hvers barns í bekknum
athuguð, bæði af kennara barns-
ins og aðstoðarkonum Sigrúnar.
Sigrún lagði fyrir kennarana
nokkrar hugmyndir um við-
fangsefni sem þeir prófuðu síðan
með nemendum sínum og út-
færðu. Þessi viðfangsefni voru
um vináttu, samskipti í frímín-
útum, samskipti í skólastofunni
og samskipti barna og foreldra.
Kennararnir notuðu síðan ákveð-
ið kerfi spurninga til að leiða
umræðuna með nemendum um
þessi viðfangsefni og til að leysa
úr samskiptavandamálum sem
upp komu í bekknum þennan
vetur. Börnin fengu því þjálfun í
að ræða um ýmsar hliðar sam-
skipta og leysa vanda í samskipt-
um. Einnig hvöttu kennararnir
börnin til að tjá sig leikrænt,
myndrænt og skriflega með frá-
sögnum og ljóðum um viðfangs-
efnin.
- Kennararnir sem tóku þátt í
námskeiðunum voru afar áhuga-
samir og fannst mikilvægt að tak-
ast á við vandkvæði í samskipt-
um barnanna af festu. Verkefnin
sem unnið var að í skólastofunum
voru mörg frábærlega vel útfærð
og skemmtileg. Við sáum líka svo
vel hve efnið er brýnt. A flestum
fundum okkar var talað um
erfiðleika sem einhver kenn-
aranna hafði lent í. Við ræddum
„Listin er að koma
krökkunum ekki í
vörn. Það er erfitt
fyrir börnin að setja
sig í hvers annars
spor og skoða
málin frá ólíkum
hliðum ef þau eru í
vamarstööu.11
málin og reyndum að aðstoða
hvert annað. Þetta var mjög
gefandi og þakklátt starf, segir
Sigrún.
Um vorið voru sömu spurn-
ingar í rannsókninni lagðar fyrir
börnin og fyrr um haustið. Jafn-
framt var hegðun þeirra athuguð
aftur til að sjá hvort kennslan
hefði haft áhrif á félagsþroska
nemenda.
- Eg þorði ekki að vera of
bjartsýn um niðurstöðurnar, þar
sem hér var um að ræða aðeins
eins vetrar starf kennaranna með
börnunum, segir Sigrún. En
niðurstaðan var afar jákvæð og
ætti að vera kennurum hvatning
til að taka á ýmsum þáttum sam-
skipta með nemendum sínum.
Úr grunnskóla Austur-Eyjafjallahrepps.
Mynd: Svanhvít Magnúsdóttir.
„Samskiptamál eru
oft sögð höfða
meira til stelpna en
stráka og því setti
Sigrún fram þá
tilgátu að stúlkunum
fœri meira fram en
drengjunum."
I stuttu og ófræðilegu máli eru
niðurstöðurnar þessar: Börnin
sem tóku þátt í verkefninu sýndu
meiri framfarir við að leysa úr
deilumálum en börn í saman-
burðarhópi, sem ekki fengu
sérstaka þjálfun í að glíma við
vanda í samskiptum. Þau sýndu
meiri framfarir í hugsun (sbr.
viðtölin) við að leysa ágreinings-
efni bæði við bekkjarfélaga og
kennara. En framfarir í hegðun
kom aðeins fram gagnvart félög-
um (jafningjum) en ekki kennara
(valdhafa), kannski vegna þess að
þau eru frjálsari og óþvingaðri
gagnvart bekkjarfélögum en
kennara. Samskiptamál eru oft
sögð höfða meira til stelpna en
stráka og því setti Sigrún fram þá
tilgátu að stúlkunum færi meira
fram en drengjunum. Sú tilgáta
stóðst hins vegar ekki alveg, þar
sem framfarir drengja og stúlkna
sem tóku þátt í verkefninu voru
jafnmiklar þegar á heildina er
litið.
Þessar framfarir þýða að
börnin sem tóku þátt í verkefninu
virtust m.a. oftar spyrja í stað
þess að skipa, og ræða í stað þess
að rífast, heldur en börnin í sam-
anburðarhópnum - með öðrum
orðum þau taka oftar til greina
sjónarmið beggja í samskiptum í
stað aðeins annars aðilans. Við-
brögð kennaranna voru einnig
afar jákvæð. Þeim þótti góður
andi hafa skapast í bekknum,
börnin væru opnari og einlægari
og auk þess tillitssamari og ekki
eins dómhörð í garð hvers
annars.
Sjálfsagt finnst sumum að ekki
þurfi að gera rannsóknir til að sjá
að samskipti batna ef að þeim er
hlúð, hugsaði VERA þegar hún
var að setja saman þetta viðtal. En
rannsóknir eru kennurunum sem
taka starf sitt alvarlega nauð-
synlegar. Þær vekja þá til um-
hugsunar um ýmsa þætti starfs
síns og benda þeim á leiðir til að
takast á við og leysa vandamál
sem óhjákvæmilega skapast í
þessu starfi. Með öðrum orðum -
rannsóknir á sviði uppeldismála
geta bæði verið menntandi og
mannbætandi fyrir kennara sem
skilar sér vonandi til barnanna
sem erfa jörðina.
Sigrún Aðalbjarnardóttir
vinnur nú ásamt Arnýju Elías-
dóttur kennara að gerð kennslu-
efnis sem byggir á rannsóknun-
um og því efni sem kennararnir
prófuðu í kennslu sinni. Þar er rík
áhersla lögð á samstarf heimila
og skóla við að örva samskipta-
hæfni barnanna og hlúa að bætt-
um samskiptum. Þeir sem hafa
áhuga á að kynna sér rannsóknir
Sigrúnar betur er bent á eftirtald-
ar greinar, sem hún hefur skrifað.
BÁ
Hlúð að tillitssemi skólabarna í samskiptum.
(Grein sem bíður birtingar, 1991) Hug-
myndir barna um viðbrógð þeirra við gagn-
rýni kennara og bekkjarfélaga (Sálfræðiritið
1990) Æskan er eins og tré (I Heimir Pálsson
ofl (ritstj.) Yrkja-. Afmælisrit til heiðurs
Vigdísi Finnbogadóttur 1990) Hlustað eftir
röddum nemenda (Ný menntamál 1 1989)
Kenning Kohlbergs um siðgæðisþroska (í
Þuríður Kristjánsdóttir (ritstj.): Gefið og
þegið. (Afmælisrit til heiðurs Brodda
Jóhannessyni sjötugum. Rvk. Iðunn 1987).
Stuðlað að vináttutengslum skólabarna (Ný
menntamál 3 1985).
22