Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 25
LEIKANDI SKÓLASTARF
Anna Jeppesen meö nemendur. Mynd: Björg Árnadóttir
Skapandi starf er nauðsynlegt
í uppeldi barna. Ekki til að
gera úr þeim listamenn,
heldur til að dýpka skynjun
þeirra, víkka sjóndeildar-
hringinn, auka sjálfsþekkingu
og kenna þeim að njóta sköp-
unarverka annarra. Tónmennt
og myndmennt hafa lengi
verið sjálfstæðar námsgreinar
í grunnskólum og bókmenntir
eru hluti af móðurmáls-
kennslu. En leiklist og dans
hafa ekki verið á námsskrám
skólanna, þó að alltaf hafi þar
eitthvað verið fengist við
þessar listgreinar.
Anna Jeppesen hefur í
rúmlega 20 ár notað leikræna
tjáningu sem hjálpartæki í
kennslustofunni og er nú í
M.A.-námi í breskum háskóla
í þeim fræðum. En jafnframt
er hún kennari í Æfingaskóla
Kennaraháskólans og í Kenn-
araháskólanum, þar sem hún
/,reynir að læða að verðandi
kennurum hvernig vinna má
með drama í almennum
bekk", eins og hún orðar það.
Auk þess aðstoðar hún sam-
kennara sína í Æfingaskólan-
um í þessum efnum.
1 bekknum sínum notar
hún leikræna tjáningu á
tvennan hátt. Hún notar hana
til að leikgera sögur, bæði
sögur nemenda og annarra,
og setja á svið fyrir foreldra.
En hún notar tjáninguna einn-
ig sem vinnuferli, þegar hún
kennir aðrar námsgreinar. í
íslenskutímum notar hún
drama t.d. sem kveikju að rit-
un. Hún lætur nemendur lifa
sig inn í ákveðnar aðstæður
og leika ýmis hlutverk til að
skilja afstöðu sögupersóna,
áður en þau byrja að skrifa
frásagnir. I samfélagsfræðinni
er auðvelt að fá börnin til að
taka afstöðu ef þau leika að
þau séu einhver önnur en þau
sjálf og biblíusögurnar setja
þau upp í leikrænum stíl. Sem
dæmi um hvernig nota má
leikræna tjáningu í stærð-
fræðikennslu má nefna að
stærðfræðikennari við
Æfingaskólann lét nemendur
sína starfrækja veitingahús í
kennslustundum. Anna að-
stoðaði við leikræna þáttinn í
þessu verkefni, þar sem nem-
endur gegndu öllum hlut-
verkum í veitingahúsinu og
æfðu þannig stærðfræðina.
- Það sem mér finnst mest
spennandi af því sem ég hef
gert er að tengja saman tón-
mennt, myndmennt og leik-
ræna tjáningu, segir Anna. Eg
er t.d. núna að vinna með
myndmenntakennara með
verkefnið kúbisma og hug-
myndin er að persónurnar í
myndunum lifni við hjá okk-
ur. Auðvitað þarf hver list-
grein eigið rými í skólunum
og það þarf að kenna þær á
eigin forsendum. En listin á
líka að tengjast öðrum náms-
greinum. List er ekki bara
eitthvað sér. Við erum ekki að
ala upp listamenn í skólunum.
En börnin verða að fá að prófa
ýmsar listgreinar, því annars
getum við ekki vitað hvað
blundar í þeim, segir Anna.
Listgreinar eru oft kallaðar
aukafög og margir skilja ekki
menntunargildi þeirra.
Hvernig hafa foreldrar tekið
því að Anna eyði svo miklum
tíma í tjáningu og sköpun?
- Eg er búin að vinna með
leiklist í kennslustofunni síð-
an fyrir 1970 og ég hef aldrei
fengið kvartanir frá foreldrum
- viðbrögðin eru frekar í hina
áttina, segir Anna Jeppesen.
SAFNKENNSLA
Æ fleiri söfn bjóða upp á
safnkennslu, þ.e. skipulagða
heimsókn skólabarna þar sem
þau leysa ákveðin verkefni í
safninu, oftast í tengslum við
námsefnið. Söfnin á höfuð-
borgarsvæðinu: Ríkislista-
söfnin, Arbæjarsafn og Þjóð-
minjasafn, sem hafa boðið
UPP á safnkennslu um árabil,
fá hvert um sig um 6000
nemendaheimsóknir árlega.
Á Listasafninu sýnir safn-
kennari nemendum myndir
°g segir þeim frá listmálur-
unum, bendir þeim á ýmsa
þætti í sambandi við litafræði
°g myndbyggingu. Reynt er
Rakel Pétursdóttir safnkennari með nemendahóp í
Listasafni íslands. Mynd: Anna Fjóla Gísladóttir
að fá nemendur til að opna sig
og tjá sig um myndirnar. Þeir
fá síðan verkefni og gera sínar
eigin athuganir á myndunum.
Minjasöfnin leitast við að
glæða áhuga barna á því
hvernig fólk lifði og bjó og
gefa þeim tilfinningu fyrir því
að það var eitthvað til hér á
undan okkur. Möguleikarnir
til að nýta söfnin eru nær
óþrjótandi og eru að hluta til í
höndum bekkjarkennarans.
Kennarar og nemendur hafa
uppgötvað að söfn eru
menntastofnanir sem geta
gefið nýjar víddir.
25