Vera - 01.02.1991, Side 30
Norðurlandameistari kvenna í
karate er lágvaxin, kraftaleg kona
með einbeitingarsvipinn greypt-
an í andlitið. Hún heitir Inger Oja
og er 26 ára Svíi. Afskipti hennar
af íþróttahreyfingunni og lestur
íþróttasögunnar urðu til þess að
hún fór að læra kvennasögu við
háskólann í heimaborg sinni,
Luleá. Og í fyllingu tímans ætlar
hún að stofna karateskóla sem
kennir karate að hætti kvenna.
- Karateíþróttin styrkir sjálfs-
traustið og er því góð fyrir konur,
segir hún.
Þegar hún var að læra uppeldis-
og kennslufræði íþrótta tók hún
eftir því að allar íþróttagreinar
eru sniðnar að hæfileikum og
áhugamálum karla. Það eru ekki
til neinar íþróttir sem upphaflega
eru ætlaðar konum, nema ef vera
skyldi fimleikar og skautahlaup.
Og ýmiss konar leikfimi sem
núna höfðar til kvenna.
- En í líkamsrækt og leikfimi
lærir maður svo lítið og þroskast
ekkert. Þar eru sömu hreyfing-
arnar sífellt endurteknar. Þess
vegna vaknaði hjá mér sú hug-
mynd að tengja líkamsrækt og
karate, til að gera karate-íþróttina
aðgengilegri fyrir konur. Sleppa
japönsku nöfnunum, en þjálfa
sjálfstraust og innri styrkleika.
Stelpur hætta oft í karate því að
þeim finnst þetta hrottalegt. En
það er minna um meiðsli í karate
en í öðrum íþróttum. Oft er
manni þó illt í sálinni. Þá vill
maður gefast upp, en verður að
halda áfram hvort sem manni
líkar það betur eða verr. Það er
nauðsynlegt að nota rétta tækni,
fylgja hreyfingum sínum vel eftir
og nota styrk vöðvanna á réttan
hátt. Og að vera sífellt meðvit-
aður um sínar veiku hliðar og
takast á við þær.
hœtta oft í
því aö þeim
þetta hrotta-
legt. En þaö er
um meiösli í
en í öörum
Ofter
manni þó illtí
sálinni."
AÐ HÆTTI KVENNA
]
30