Vera - 01.02.1991, Síða 32

Vera - 01.02.1991, Síða 32
MAÐUR GETUR ALLS STAÐAR UNNIÐ ÞAR SEM MANNI LÍÐUR VEL Spjallaö viö Margréti Jónsdóttur, leirlistakonu ó Akureyri. Baðherbergisvaska, andlits- grímur, kertastjaka, flísar, blómavasa, skálar, tesett, hár- spennur, eyrnalokka og nælur af öllum stærðum og gerðum frá Margréti Jónsdóttur má sjá víða um land. Færri vita að listakonan býr og starfar á Akureyri og selur vörur sínar aðallega þar í eigin verslun. VERA heimsótti Margréti á vinnustofuna einn laugar- dag fyrir jól. Vinnustofan læt- ur lítið yfir sér í bílskúr mitt í nýju íbúðarhverfi en Margrét og eiginmaður hennar Hein- rik Pedersen, sem er einnig leirkerasmiður, eru nýbúin að kaupa gamla samkomuhúsið á Svalbarðseyri og eru að gera 32 það upp. Þar munu þau fá betri vinnuaðstöðu og ágæta íbúð í framtíðinni. Margrét Jónsdóttir stund- aði nám við Kunsthándværk- erskolen í Kolding í Dan- mörku 1980-84. Hún hefur unnið á eigin vinnustofu á Akureyri frá 1985. En hvers vegna Akureyri? Mér var alveg sama hvert ég færi þegar heim kom en Hein- rik valdi Akureyri og ég vildi að hann réði, því að hann er útlendingur og var að flytja. Það var líka auðveldara fyrir okkur í byrjun að koma hing- að því að öl) fjölskylda mín býr hér. Hvernig er aö vera lista- kona á Akureyri, er þaö einangraö? Ja, það er náttúrulega frekar einangrað en maður getur alls staðar unnið þar sem manni líður vel og ég held að maður geti alls staðar verið. En það er lítið um að vera hér, þ.e. þú ferð ekkert um helgar að skoða sýningar. Það er lítið að gerast í listalífinu. Eg sakna þess oft að geta ekki kíkt inn á sýningar eða vinnustofur og séð eitthvað fallegt, eitthvað sem kæmi mér á óvart. Ég er í Leirlistafélaginu og það væri gaman að geta kíkt inn á verkstæði hjá öðrum og spjall- að og fengið vítamínsprautu. En mér finnst gott að vinna hérna. Það er góður vinnu- friður og lítið sem truflar. Það fer t.d. mun minni tími í snatt og vitleysu. Það halda margir að maður verði svo leiður og einangraður af því að það er ekkert skemmtilegt kaffihús hér, en þó svo ég byggi í Reykjavík hefði ég engan tíma til að hanga einhvers staðar og horfa á þá sem færu hjá. Þá hefði ég engan tíma til að vinna. Eg hef líka mjög gott samband við listakonur hér, sumar eru að mála, aðrar eru í textíl. Við hittumst og kíkjum til hver annarrar. Svo fer ég suður og tek syrpu að skoða

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.