Vera - 01.02.1991, Side 38

Vera - 01.02.1991, Side 38
U R LISTALIFINU ALDREI FER ÉG SUÐUR Það var eins og að mæta í fjöl- skylduboð hjá vandalausum að fara á frumsýningu hjá á- hugamannaleikfélaginu Hug- leik, sem sýndi sjónleikinn „Aldrei fer ég suður" á Galdraloftinu í Reykjavík á aðventunni. Sýningargestir heilsuðust innilega og út- sendari VERU skemmti sér við að velta fyrir sér fjöl- skyklutengslum frumsýning- argesta innbyrðis og við að- standendur hinnar ágætu sýn- ingar. Persónur leikritsins eru allar á leið norður „af ein- hverjum miskjánalegum ástæðum" eins og segir í leik- skrá. Fundum fimm aðalper- sóna ber saman á Umferðar- miðstöðinni og í rútunni hristast þær svo rækilega saman að leikritið endar með tveimur hjónaböndum. Þarna er á ferðinni kona, sem ferðast með 24 ára gamlan kött til að láta bróður sinn dýralækninn aflífa hann og rithöfundur sem yrkir í stíl séra Hallgríms og er á leið í rithöfundabú- stað. Þau fella hugi saman. Ekki skortir dramatíkina, því tvö dauðsföll og eina upprisu þarf til að þau nái saman. Hitt parið sem verður til í rútunni á leiðinni norður er fulltrúi bændastéttar sem gerði þá skissu að fara „að búa með ref- um" og kona sem á einhvern ævintýralegan hátt tókst að koma snyrtivöruverslun í 38 Reykjavík á hausinn. Þeirra einasta athvarf í lífinu er gam- all húshjallur fyrir norðan, sem konan erfði. Til að henni gagnist húsið verður hún að ná sér í almennilegan karl- mann til að gera við það. Hann sér afturámóti í húsinu athvarf fyrir kýrnar sínar, sem hann skaut undan gjaldþroti og kom fyrir í Húsdýragarð- inum. Rútubílstjórinn er verð- ugur fulltrúi bílstjórastéttar- innar, kyntröll með vöðva sem hnyklast svo fallega þegar hann skiptir um gír og konu í hverju krummaskuði. Bene- dikt Jóhannsson virðist ekki þurfa að leggja nokkuð á sig til að gera persónuna trú- verðuga. Aðrir leikarar skil- uðu einnig sínum hlutverkum með sóma, þó að þeir notuðu ýktari leikstíl. Hjördís Hjartar- dóttir var stórgóð í hlutverk- um margra eftirminnilegra aukapersóna, bæði lifandi og dauðra. Persónurnar í leik- ritinu „Aldrei fer ég suður" eru dregnar upp með fáum dráttum, einföldum samtöl- um, táknrænum búningum og skýrum svipbrigðum. Leik- stjórinn Ingibjörg Hjartadóttir virðist þekkja sitt fólk og passar sig á að ofgera engum. Hugmyndarík leikstjórn hennar notar einfalda sviðs- myndina vel. Mestur hluti leikritsins fer fram í rútunni, en til að koma í veg fyrir einhæfni fáum við að sjá inn í rútuna frá ólíkum sjónar- hornum. Það sem helst má finna að sýningunni eru söng- atriðin. A frumsýningunni áttu leikararnir í erfiðleikum með að fylgja undirleik á segulbandi. En margt er hægt að fyrirgefa í leikhúsi sem ekki fer í grafgötur með að það er áhugamannaleikhús. Eitt hlutverk áhugaleikara er að kveikja í okkur hinum áhuga til að prófa sjálf að standa á sviði og sýna hvað í okkur býr og það hlutverk rækir leikhópurinn Hugleikur með prýði. Mér fannst þó söngatriðin stinga of mikið í stúf við agaðan leikinn, en þau hafa væntanlega batnað með hverri sýningu. I leikskrá eru persónur kynntar sem „einkennilegt safn kyndugra sérvitringa". Mér þótti persónurnar ekkert kyndugri en fólk er flest , þó að vissulega séu þær dregnar skýrari dráttum en gengur og gerist í leikriti lífsins. Það sem e.t.v. er verið að skírskota til í leikskrá er að þetta fólk, hvort sem það er lifandi, dautt eða afturgengið, syndir á móti straumnum - norður. í leik- skrá er gefin mjög frumleg en rökrétt skýring á orðinu byggðastefna: „Orðið merkir einfaldlega það sem allir ættu að geta séð. Byggðin í landinu hefur tekið ákveðna stefnu - suður." Byggðastefna íslands er sem sagt suður. Hugleikur hefur lagt sitt af mörkum með skarpri ádeilu í þessu verki til að koma í veg fyrir að ísland sporðreisist. BÁ Bróðlega kemur á fjalir Galdra-Lofts annað stykki með leikhópunum. „Sjónleikurinn um Svein Sáluga Sveinsson í Spjör og samsveitunga hans" nefnist það.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.