Vera - 01.12.1992, Síða 2
VERA
TÍMARIT UM KONUR OG KVENFRELSI
KVENRÉTTINDAKONAN
■ KATRÍN THORODDSEN LÆKNIR ■
1896-1970
Því er iðulega haldið fram að kvenréttindabaráttan hafi
liðið undir lok þegar konur öðluðust kosningarétt og
kjörgengi. Sumir tala meira að segja um tímabilið frá
1920-1960 sem stöðnunarskeið jafnréttisbaráttunnar.
Þá hefur verlð mænt á tvö uppgangstímabil kvenna-
baráttunnar, hið fyrra sem stóð frá 1880-1920 og hið
síðara sem hófst með Rauðsokkunum um 1970 og
stendur enn. Millibilsástandið frá 1920-60 var
hvorki tími hinna stóru sigra né virku fjölda
samtaka en þær voru margar konurnar
sem héldu ótrauðar áfram og börðust
við „heyrnardauft" karlveldið. Ein
þeirra var Katrin Thoroddsen.
Katrin var fædd á ísaflrði. dóttir
Skúla ritstjóra og þingmanns og
Theodóru Guðmundsdóttur Thor-
oddsen skáldkonu. Katrín varð
stúdent 1915 og útskrifaðist úr
læknadeild H.í. árið 1921. Að
námi loknu fór hún í framhalds-
nám (aðallega í barnalækning-
um) til Noregs, Danmerkur og
Þýskalands. Þegar heim kom var
hún héraðslæknir í Flateyjar-
héraði í tvö ár, síðan yflrlæknir
Heilsuverndarstöðvar Reykjavik-
ur 1940 og yflrlæknir barnadeildar
stöðvarinnar frá 1955-61. Katrín
skrifaði fjölda greina um heilbrigðis-
mál, einkum um barnasjúkdóma og
meðferð ungbarna. Hún var vel liðin og
mikilsvirt sem heimilis- og barnalæknir.
Fyrir utan læknastörf sín tók hún virkan þátt í
stjórnmálum. Hún sat í miðstjórn Sósíalistaflokksins
um tíma og sat á þingi fyrir hann frá 1946-9 og í
bæjarstjórn frá 1950-54.
Árið 1931 flutti Katrín opinberan fyrirlestur i boði
Jafnaðarmannafélags Reykjavíkur um takmarkanir
barneigna. Erindi hennar, sem nefndist „Fijálsar ástir“,
vakti gífurlega athygli og markaði viss þáttaskil í
umræðum hér um þessi einkamál kvenna. í erindinu
mælir Katrín með notkun hettunnar og ræðir almennt
um nauðsyn þess að takmarka barneignir. Hún endur-
flutti fyrirlesturinn í boði Guðspekifélagsins í Reykjavík
og flutti hann síðar i útvarpi og gaf hann loks út undir
heitinu Frjálsar ástir. Erindi um takmarkanir barneigna.
Katrín segir í formála erindisins að fólk hafi alls kyns
ranghugmyndir um þessi mál og að fáfræði sé mikil,
einkum varðandi fósturlát. Katrin hafði „óbeit“ á
fóstureyðingum en taldi að lögin frá 1869 væru úrelt.
Samkvæmt þeim mátti dæma menn til átta mánaða og
allt upp í sextán ára fangelsisvistar fyrir að eyða fóstri,
án tillits til aðstæðna. Katrin taldi að fóstureyðingar
ættu ekki rétt á sér nema í undantekningartilvikum, til
dæmis ef líf og heilsa móðurinnar væri í hættu eða ef
um nauðgun hefði verið að ræða. Til að koma í veg fyrir
fæðingu óvelkominna barna vildi hún að getnaðar-
varnir yrðu almennt viðurkenndar og nolkun þeirra
kynnt almenningi.
Það var ekki síst starfl Katrínar að þakka að við-
horfabreyting átti sér stað í þessum málum og ný lög
um fóstureyðingar voru samþykkt 1935. Ekki
voru allar konur á eitt sáttar um ágæti lag-
anna en þau þóttu merkileg og vöktu
athygli vestan hafs og austan. Sam-
kvæmt þeim var lækni heimilt að eyða
fóstri ef líf og heilsa konunnar var í
hættu og lækni var skylt að láta
konum í té leiðbeiningar til þess að
koma í veg fyrir að þær yrðu
barnshafandi. Lögin voru í gildi
til 1975.
Katrin var eina konan á
þingi og mátti þola að frumvörp
hennar væru þöguð í hel. Hún
sat í félags- og heilbrigðismála-
nefnd og lét mjúku málin til sín
taka. Katrín vildi að ríki og sveit-
arfélög létu uppeldi barna meira
til sín taka með því að stofna og
reka dagheimili. Hún taldi að vegna
breyttra lifnaðarhátta væru upp-
eldisskilyrði í þéttbýli ekki nógu góð.
íbúðir væru litlar, afgirtir leikvellir fáir
og gatan og bryggjan því oft eina leik-
svæði barna. Hún benti á að kynferðisafbrot
gagnvart börnum væru algengari en menn
gerðu sér grein fyrir og því þyrfti að gæta barnanna
vel. En það varð engin umræða um frumvarpið í
þinginu og það var tekið út af dagskrá þrátt fyrir að
fræðslumálastjóri, barnaverndarráð Reykjavíkur og
Barnavinafélagið Sumargjöf lýstu sig fylgjandi því og
Bandalag kvenna í Reykjavik sendi áskorun lil Alþingis
um að samþykkja það. Eins fór með frumvarp hennar
um sérsköttun hjóna.
Árið 1960 skrifar Katrín í Melkorku „Því fer víðsfjarri
að konur njóti jafnréttis. í reyndinni er réttur kvenna
naumast meiri en réttur innfæddra manna í brezkum
nýlendum, og ber tvennt til: annars vegar kynhroki
karla, hefð og aldagamall óvani, en á hinn bóginn
andleg leti kvenna, hlédrægni og vanmat á mætti sínum
og megin. Er þeirra sök tvímælalaust meiri, því konur
eru fjölmennari og betur til þeirra vandað af náttúr-
unnar hálfu. Kvenréttindabaráttunni er ekki lokið, hún
er enn á frumstigi og henni lýkur aldrei frekar en öðrum
frelsisstriðum, þau eru eilíf." □
RV
Aðalheimild: Arnþór Gunnarsson: Konaí karlaveröld, Sagnir, 1990
6/1992— 11. árg.
VERA blaö kvennabaráttu
Pósthólf 1685
121 Reykjavík
Kt. 640185-0319
Útgefandi:
Samtök um Kvennalista
Forsíöa:
Jólakort frá
Þjóðminjasafni Islands
Ritnefnd:
Björg Árnadóttir
Guðrún Ólafsdóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingíbjörg Stefánsdóttir
Kristín Karlsdóttir
Laura Valentino
Lára Magnúsardóttir
Nína Helgadóttir
Starfskonur Veru:
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Vala Valdimarsdóttir
Þórunn Bjarnadóttir
Umsjón meö útliti:
Harpa Björnsdóttir
Ljósmyndir:
Þórdís Ágústsdóttir
Anna Fjóla Gísladóttir
Myndskreytingar:
Helga Guðrún Helgadóttir
Margrét Laxness
Sigurborg Stefánsdóttir
Auglýsingar:
Áslaug Nielsen
Ábyrgð:
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Setning og tölvuumbrot:
Edda Harðardóttir
Filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun og bókband:
Frjáls Fjölmiðlun
Plastpökkun:
Vinnuheimilið Bjarkarás
Ath. Greinar í Veru eru birtar
á ábyrgð höfunda sinna
og eru ekki endilega
stefna útgefenda.
2