Vera - 01.12.1992, Page 8

Vera - 01.12.1992, Page 8
HERDÍS SVEINSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR TIÐAHVORFIN Stundum veltir maður fyrir sér lífsgátunni frá mismunandi sjón- arhornum. Til dæmis var ég að hugsa um það um daginn hvað væri það besta sem hefði komið fyrir mig í lífinu. Snögglega laust því niður í huga mér (áður en ég náði að muna eftir börnunum þremur og manninum) að það besta sem fyrir mig hefur komið væri að eldast og þroskast. í dag, 36 ára, get ég t.d. horft á sjálfa mig í spegli og tekið eftir því að ég sé nú bara ansi mikið farin að líkjast henni mömmu í vextinum, án þess að það trufli mig eins svakalega og það hefði gert fyrir 10-15 árum. Ég er líka orðin miklu öruggari í öllum sam- skiptum við fólk heldur en ég var. Þegar ég horfl á konur 50 ára og eldri þá flnnst mér þær almennt afslappaðar og með skoðun á öllu milli himins og jarðar. í sinum hópi vilja þær að á þær sé hlustað og skoðanir þeirra virtar. Hins- vegar hefur ekki heyrst mikið í þessum hópi á opinberum vett- vangi, trúlega vegna þess að aðalstarfsvettvangur flestra þess- ara kvenna var innan heimilanna og þær ekki vanar að gera grein fyrir skoðunum sínum opinber- lega. Viðhorf þeirra til tíðahvarfa hafa þvi ekki verið ráðandi í opinberri umræðu um þetta tímabil í lífl kvenna. Ætla má að þar verði breyting á á komandi árum. Starfsvettvangur megin- þorra kvenna sem kemst á tíðahvörf eftir 10-15 ár hefur verið utan heimilanna. Fleiri konur eru vanur að taka til máls á opinberum vettvangi, orða hugmyndir sínar og kreQast svara. Því má vænta þess að konur komi til með að kreíjast þess að fá betri og nákvæmari

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.