Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 16
um hefur verið kennd undanfarin
ár er hins vegar allt öðruvísi og
getur unnið gegn fæðingunni.
AÐ REYNA
Á EIGIN KROPPI
Það má segja að Guðrún og
Hrefna hafl reynt nýjungarnar á
sjádfum sér. Þær áttu sín íyrstu
börn samkvæmt tísku þess tíma,
fullar af deyfilyfjum tengdar við
öll hugsanleg tæki. Eftir á fannst
þeim þær hafa misst af fæðing-
unni. Guðrún eignaðist sitt
annað barn á Fæðingarheim
ilinu fyrir rúmu ári síðan.
Fæðingin var það virk að
hún tók sjálf á móti
barninu með aðstoð
annarrar ljósmóður.
„Ég fann svo vel íyrir
þessum krafti í líkama
mínum. Það var eins
og hann drægi mig
niður í gólf og ég féll á
annað hné. Þrýst-
ingurinn var svo mikill
og eðlishvötin svo sterk
að ég setti höndina á
móti þiýstingnum og fann
þá að kollurinn var
kominn. Mér fannst ekkert
sjálfsagðara en ég fengi sjálf að
flnna fyrir þessari snertingu. Svo
gaf ég eftir hendinni og kollurinn
var fæddur inni í líknarbelgnum
og þá hugsaði ég mjög skýrt: Hvað
geri ég næst? Svo tók ég á móti
öxlinni og ljósmóðirin kom með
lófann sinn undir rassinn, enda
kalla ég hana bossaljósmóður. Ég
tók dóttur mína beint upp í
fangið. Þetta var stórkostleg
upplifun sem ég gleyrni aldrei." I
október sl. tók Guðrún á móti
þriðja barni Hrefnu sem átti
heima í þetta sinn. „Börnin sváfu
og við vorum bara þijú, maðurinn
minn, Guðrún og ég. Þetta var
yndislegt, ekkert stress og engin
læti, enda er sú litla alveg
streitulaus.“
ÁHRIF UMHVERFIS
Að sögn Hrefnu benda allar rann-
sóknir sem gerðar hafa verið
síðustu ár til þess að heimilis-
legt og kvenlegt umhverfl geri
fæðingu auðveldari, sársauka-
minni, styttri og hættulausari.
„Og það er vitað að viðvera læknis
getur heft eðlilega fæðingu,“ held-
ur Hrefna áfram. „Þegar konur
þurfa að fara af einum stað á
annan, t.d. frá heimili á fæðingar-
deild, hefur það truflandi áhrif.
Sóttin dettur oft niður þegar
konur koma á fæðingardeildina
þó þær hafi haft reglulegar hríðir
heima. Það er einnig vitað hversu
mikilvægt það er að vera í
rökkvuðu umhverfi í rólegheitum,
að konan sé frjáls og óheft. En
það hefur verið alið á hræðslu í
konum. Það er búið að innprenta
þeim að þær þurfi á þessari
hátækni að halda og þær eru
komnar svo langt frá sjálfum sér.“
FEÐRUM HAFNAÐ
Nú þykir sjálfsagt að feður séu
viðstaddir fæðingu barna sinna.
Þeir sem einhverra hluta vegna
vilja ekki vera viðstaddir hljóta
þvi að vera undir mikilli pressu.
Þær raddir heyrast varla lengur
sem sögðust ekkert skilja í
konum að vilja láta menn sína sjá
sig undir þessum kringumstæð-
um. Feður koma með á foreldra-
námskeið, taka virkan þátt í
fæðingunni en upplifa höfnun að
henni lokinni. „Éftir fæðinguna
snýst allt um móðurina og
barnið en faðirinn verður að
láta sér nægja að koma í
pabbatímann,“ segir
Guðrún. „Það er kominn
tími til að breyta þessu
og gefa þeim tækifæri
til að vera meira með
móður og barni fyrstu
dagana.“
STRESS Á SÆNGINNI
Konur hafa oft undarlegar hug-
myndir um sængurleguna, þar
ætla þær að hvíla sig og safna
kröftum áður en farið er heim.
Guðrún segist ekki skilja þessar
hugmyndir um flmm stjörnu
hótel. Það sé reyndar allt of mikið
um að konur vinni fram á síðasta
dag og komi dauðþreyttar í
fæðingu, en konur eigi íyrst og
fremst að nota sængurleguna til
að kynnast barninu sínu. Það sé
eðlilegt að konur geti ekki soflð
fyrsta sólarhringinn, þær séu að
sjálfsögðu hátt uppi eftir fæðing-
una og það sé spendýrum eðlilegt
að vaka yflr afkvæmum sínum.
„Heimsóknum á að stilla í hóf,
þær eru of streituvaldandi,“ segir
Hrefna „að ekki sé talað um
þessar sex manna stofur. Eining-
arnar verða að vera minni og
heimilislegri. Rútínan á fæðingar-
deildinni miðast ekki við þarfir
móður og barns. Bæði hvílast t.d.
betur ef þau eru saman. Það er
líka fáránlegt að ætla kornabarni
að falla inn í sólarhringsskema
okkar.“
EKKERT
SKYLDUNÁM
Foreldrafræðsla er
skorin við nögl hér á landi
og lítill skilningur meðal
ráðamanna á mikilvægi
hennar. Hrefna og Guðrún
byijuðu með foreldranámskeið
sumarið 1989 af biýnni þörf.
Þeim fannst opinberi geirinn ekki
sinna þessu sem skyldi, nám-
skeiðin duttu niður vegna sum-
arleyfa, manneklu og peninga-
leysis. Helst vildu þær fá foreldra
mun íýrr á námskeið og hafa fleiri
tíma til að geta talað meira um
meðgönguna sjálfa. Þær kenna
enga leikfimi enda sjá aðrir um
það. Þær langar þó að kenna jóga
eftir að þær ljúka náminu. Það
þykir sjálfsagt að fólk búi sig vel
undir öll verkefni sem það tekur
að sér, nema þá helst barnsburð
og foreldrahlutverk. Fæðingin
verður ekki umflúin og viðhorf
margra er að ljósmóðirin reddi
þessu, hér ligg ég og get ekki ann-
að. Fæðingarheimilið var frum-
kvöðull í foreldrafræðslu hér á
landi, en enn er ekki skylda að
mæta á þau og margir foreldrar
fara aldrei á námskeið.
„í Englandi er t.d. boðið upp á
fræðslu fyrir fólk fyrir getnað,“
segir Hrefna. „Mig langar að
kynna mér þetta betur. Hvort
hægt sé að setja upp tveggja
kvölda umræðu- og fræðslu-
námskeið um það hvernig fólk á
að haga sér áður en það hyggur á
getnað til að fá heilbrigða ein-
staklinga. Það skiptir máli hvað
þú gerir fyrir getnað og á með-