Vera - 01.12.1992, Síða 26
ALNÆMI
Alnæmi var lengi vel karlasjúk-
dómur. Stærslu hópar smitaðra
voru samkynhneigðir (hommar),
eiturlyfjaneytendur og blóðþegar,
en í þessum hópum eru karl-
menn í meirihluta. Á síðustu
árum hefur HlV-smituðum kon-
um fjölgað ört. Hér á landi er
vitað um 11 konur sem hafa
smitast, en alls hafa 76 ein-
staklingar greinst með HIV-
veiruna frá upphafi. Af þessum
11 konum hafa 3 greinst með
alnæmi sem er lokastig sjúk-
dómsins. Flestar eru konurnar
yngri 30 ára. Það er því mikilvægt
að konur taki sig á og verði
meðvitaðar um fyrirbyggjandi
aðgerðir.
Af HIV smituðum konum á
íslandi hafa 5 smitast við sam-
farir, 4 við blóðgjöf og 2 með
óhreinum nálum eða sprautum. í
upphafi var útbreiðsla HlV-smit-
unar aðallega meðal samkyn-
hneigðra karlmanna, en með
tvikynhneigðum karlmönnum
hefur veiran borist til kvenna.
Vændiskonur eru í mestri hættu,
en þær eru oft einnig eiturlyfja-
neytendur. HlV-smitaðar vænd-
iskonur eru vaxandi vandamál í
flestum löndum heims. Frá þeim
bera síðan viðskiptavinirnir
veiruna með sér til eiginkvenna
sinna og vinkvenna.
ÁHÆTTA VID ÞUNGUN
Ffestar konur sem smitast af
HlV-veirunni eru ungar að árum
og eiga barneignir sínar eftir.
Margar erfiðar spurningar vakna
við slíkar kringumstæður. Sjúk-
dómurinn er ólæknandi í dag og
talið er líklegt að álagið sem
verður á líkamann við þungun
geti hraðað sjúkdómsferlinu. Það
alvarlegasta er þó, að fóstrin geta
smitast í móðurkviði og þau börn
sem fæðast smituð eiga erfiða ævi
fyrir höndum og deyja ung. Ekki
er vitað hve áhættan er mikil.
Rannsóknir hafa gefið tölur mifli
30-70%. Áhættan er talin mest
skömmu eftir smitun móður,
áður en mótefni hafa myndast og
síðan á alnæmisstiginu. Ekki er
unnt að vera viss um að barn hafi
í upphafi var útbreiðsla HlV-smitunar
aðallega meðal samkynhneiaðra karlmanna,
en með tvíkynhneigðum karlmönnum
hefur veiran borist til kvenna.
sloppið við smitun fyrr en við tveggja ára aldur.
Fyrir þann tíma geta mótefni frá móður ruglað
prófsvörin, en þau fær barnið yfir í blóðrás sína
gegnum fylgjuna.
HlV-veiran skilst út í móðurmjólk og hefur
HlV-smituðum konum verið ráðlagt að gefa
börnum sínum ekki brjóst. Þó ekki sé fullsannað
að barn geti smitast með móðurmjólkinni, er ekki
þorandi að taka áhættuna.
Vegna alls þessa er HIV-smituðum konum
ráðlagt að verða ekki ófrískar og nota öruggar
getnaðarvarnir. Verði þær hinsvegar þungaðar er
þeim ráðlögð fóstureyðing. Velji konan samt að
ganga með barn sitt er hún undir góðu eftirliti og
veittur allur stuðningur. Ein HlV-smituð kona
hefur fætt barn hér á landi og reyndist það
heilbrigt.
SÝNUM ADGÁT
Fyllsta ástæða er fyrir konur sem karla að vanda
vel val sitt á rekkjunaut - þvi fleiri rekkjunautar,
því meiri smithætta. Ef um nýjan bólfélaga er að
ræða, er þörf á að nota ekki aðeins getn-
aðarvarnir heldur einnig smitvarnir, þ.e. verjur
helst með sæðisdrepandi kremi, sem inniheldur
efnið nonoxynol-9 sem drepur
HlV-veiruna. Með notkun veija er
einnig hægt að koma í veg fyrir
aðra kynsjúkdóma, svo sem
lekanda, clamydia, herpes og
vörtur.
Þar sem mótefni eiga að hafa
komið fram í blóði sex mánuðum
eftir smitun ættu þau pör sem
vilja vera alveg örugg að nota
verjur í sex mánuði frá þvi þau
byrja að sofa saman ef möguleiki
á smiti er fyrir hendi. Fara síðan
í HlV-mótefnapróf til að fá úr þvi
skorið hvort annað eða bæði eru
sýkt. Allur er varinn góður, al-
næmi er ólæknandi í dag og enn
eru engin teikn á lofti um að það
takist að lækna það í náinni
framtíð. Notum smokka. □
Anna M. Helgadóttir
Kvensjúkdómalœknir
Jákvæði
hópurinn
Jákvæði hópurinn er sjálfs-
styrktarhópur fyrir fólk sem
hefur greinst með HlV-veiruna.
Markmið hópsins er: Að gefa
HlV-jákvæðu fólki kost á að
hittast á eigin forsendum í
öruggu umhverfi. Veita félögum
tækifæri til að taka afstöðu til
eigin aðstæðna með félagslegu
samneyti og þátttöku i ýmsum
vinnuhópum. Að taka þátt í því
að bæta aðstæður HlV-jákvæðra
félagslega, heílsufarslega og
stjórnmálalega séð. Að breiða út
raunhæfar upplýsingar um HIV-
smit og alnæmi ásamt upp-
lýsingum um hagi HIV-já-
kvæðra.
Þeir sem hafa áhuga á að ger-
ast félagar geta haft samband
við Jákvæða hópinn með því að
hringja í síma 28586 á fimmtu-
dagskvöldum milli kl. 21-23.
Eða með þvi að skrifa bréf og
senda á heimilisfang hópsins:
Pósthólf 5049, 125 Reykjavik.
Hópurinn hittist svo einu
sinni í viku og öllum HlV-já-
kvæðuin er að sjálfsögðu vel-
komið að mæta. Fýllsta trún-
aðar er gætt í hvívetna. □