Vera - 01.12.1992, Síða 27
ALNÆMI
ER EKKI ÞESS VIRÐI AÐ DEYJA FYRIR
..Eg var bara ein af þessum
venjulegu stelpum, rétt aðeins
farin að sofa hjá þegar ég smit-
aðist við samfarir við tvikyn-
hneigðan mann, 17 ára gömul.
Þetta var strákur sem ég þekkti
mjög vel og ég svaf bara hjá
honum í þetta eina skipti. Það
þurfti ekki meira til,“ segir 25 ára
gömul stúlka sem við ætlum að
kalla Guðrúnu, en hún er smituð
af HlV-veirunni.
Guðrún er nú búin að vera með
veiruna í 8 ár og er enn frísk og
horfir björtum augum á tilveruna
og lifir bara einn dag í einu. En
það var ekki alltaf þannig.
„Ég komst að þvi að ég var með
HlV-veiruna eftir að læknir sem
var að meðhöndla mig vegna
kynsjúkdóms lét rannsaka hvort
ég hefði þetta líka.“ Fréttin var
mikið áfall fyrir Guðrúnu, hún
var ekki nema tvítug og hafði haft
allt aðrar hugmyndir um lífið og
tilveruna, en að ganga í gegnum
það með sjúkdóm sem enginn
getur læknað.
MIKID ÁFALL
Guðrún var flutt að heiman þegar
hún fékk þessar fréttir og það
fyrsta sem henni datt í hug var að
hringja í mömmu sína. „Ég
spurði hana fyrst hvort ég mætti
koma í heimsókn þvi að ég var
ekki viss urn að hún kærði sig um
að vera nálægt mér fyrst ég var
smituð af þessum hræðilega
sjúkdómi. Hún sagði mér að
koma og ég grét og grét en við
gátum talað saman. Ég hélt ég
myndi deyja eftir tvo mánuði eða
svo og þetta var alveg rosalega
mikið áfall fyrir alla.“
Guðrún bjó með strák á
þessum tíma og segir að þau hafi
verið „alveg rosalega hrædd. Við
hættum alveg að stunda kynlíf,
sváfum bara hlið við hlið,
skíthrædd." Þau hættu saman
nokkrum mánuðum seinna,
segir Guðrún og vill meina að
ástæðan hafi ekki verið eingöngu
sú að hún væri smituð.
MIKILVÆGT AÐ NOTA SMOKK
Þegar hún fékk þessar fréttir fyrír flmm árum
vissi Guðrún lítið um sjúkdóminn eins og flestir
á þeim árum. Núna veit hún allt sem hægt er að
vita og flnnst alveg hræðilegt að konur sofl hjá
karlmönnum sem þær þekkja ekki mikið án þess
að nota srnokka. „Eitt skipti er alveg nóg og ég er
gott dæmi um það.“
Hún segir að hún ræði þetta oft við vinkonur
sínar en þær láti sér ekki segjast. „Það er eins og
þær séu hræddar um að missa gæjann ef þær
fara fram á að hann noti smokk. En ég segi bara
við konur að maðurinn sé ekki þess virði að sofa
„Konur eiga alltaf að vera með smokk
upp ó vasann eins og karlar."
hjá honum ef hann hugsi svona og þær skuli
bara láta hann sigla sinn sjó. Konur eiga alltaf að
vera með smokk upp á vasann eins og karlar.“
Henni flnnst skrítið að margar konur ákveði
hvort þær ætli að sofa hjá manni út frá því hvort
hann sé snyrtilegur eða ekki. „Þetta er náttúru-
lega rugl, þeir þurfa hvorki að líta út fyrir að vera
lauslátir, dópistar eða í einhverju rugli til að vera
með veiruna,“ segir Guðrún. „Fólk myndi aldrei
láta sér detta í hug að ég væri smituð ef það hitti
mig. Alnæmi smitast hraðast meðal kvenna þvi
þær passa sig minnst. Það er eins og konur haldi
að þetta komi ekki fyrir þær,“ segir Guðrún.
FORDÓMAR
Fordómar eru enn ríkjandi í þjóðfélaginu
gagnvart fólki sem er smitað og koma þeir oft
fram á vinnustöðum. Guðrún vann við af-
greiðslustörf í aukavinnu og dag einn hringdi
verslunarstjórinn og sagði henni að koma ekki
aftur, salan hefði minnkað við að hafa hana
þarna jwí fólk vissi um ástand hennar. Þegar
Guðrún spurði verslunarstjórann hvað hann
ætti við með „ástand hennar" sagði verslunar-
stjórinn að hún ætti að vita manna best út á hvað
þetta gengi. Eftir að hafa misst
vinnuna lagðist Guðrún í þung-
lyndi. „Mér leið alveg rosalega
illa, fannst ég vera einskis virði og
að lífið væri tilgangslaust.
„Ég sagði svo upp aðalstarfinu
mínu þvi mér fannst ég ekki geta
gert vinnufélögum mínum það að
vera lengi frá vinnu þegar ég
veiktist. Eg var bara svo viðkvæm
fyrir því að þeir kæmust að þvi að
ég væri smituð og færu að tala illa
um mig. Svo ég sagði bara upp.
En ég er ekkert viss urn að þeir
hefðu gert mér líflð leitt ef ég hefði
sagt þeim þetta, mér bara fannst
það þá,“ segir Guðrún.
SVIFT VALINUM UM
AÐ EIGNAST BARN
Guðrún fær fullar örorkubætur
frá Tiyggingastofnun og fær AZT
lyíið til að halda sjúkdómnum í
skeljum. „Ég þarf að fara í blóð-
prufu þriðja hvern mánuð vegna
þess að læknarnir eru að fylgjast
með þvi á hvaða stigi sjúkdóm-
urinn er. Svo þarf ég alltaf að fara
í bólusetningu eins og gamla
fólkið ef einhver flensa er á
leiðinni," segir hún og kímir.
Flestar konur hér á landi sem
hafa greinst með HIV-smit eru á
barneignaaldri. Ein konan hefur
fætt barn og reyndist það heil-
brigt. Guðrún segir að erflðast
hafl verið að sætta sig við að vera
svift valinu um að eignast barn.
„Allar vinkonurnar voru farnar
að eignast börn og mig langaði til
þess líka en sjúkdómurinn lokaði
á alla slíka drauma. Ég held að
konur eigi erflðara með að sætta
sig við það að geta ekki átt börn
en karlar," segir Guðrún.
Lokaorð Guðrúnar til allra
kvenna „Kynlíf er ekki þess virði
að deyja íyrir og það er bara
sjálfselska í strákum sem neita
að nota smokk. Geflð ekki eftir,
lífið er meira virði en svo að því sé
deilt með svona delum." □
ÞB
27