Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 28
NAUÐGUNARMÁL
IÐIN ER ERFIÐUST
Sigrún opnar brúnan sönnunar-
gagnapokann sem hún var að fá
til baka frá rannsóknarlögregl-
unni og tekur upp úr honum
fötin. Þau eru rifin og tætt eftir
mikil átök og líta út eins og henni
hafi verið velt upp úr skítnum.
Svartar stretsbuxurnar eru rifnar
í kloflnu, hvít rúllukragapeysan
er brún af drullu. Nærbuxurnar
eru eins, og það eru blóðblettir á
þeim. Nýi jakkinn er ekki rifinn
en það var ekki hægt að hreinsa
alla blettina úr honum, hvað sem
konurnar í hreinsuninni reyndu.
Svörtu lágbotna leðurstígvélin er
hún búin að láta laga og sóla upp
á nýtt og hún ætlar að halda þeim
en fötunum verður hún að henda.
Sigrún er ekki hennar rétta nafn
þvi hún hefur óskað nafnleyndar
en mál hennar hefur verið í
blöðunum undanfarið þar sem
hún kærði mann fyrir nauðgun í
kirkjugarðinum við Suðurgötu í
Reykjavík 9. október síðastliðinn
Sigrún er í ljónsmerkinu, sterk-
byggð og hefur mikla trú á sjálfri
sér. Hún barðist við árásar-
manninn og líkami hennar ber
þess merki, kúlur á höfði og
marblettir um allt. Hún hljóp um
allan kirkjugarðinn og reyndi að
fela sig bak við leiðin en hann
náði henni alltaf aftur og tókst að
rifa eitthvað af fötunum utan af
henni í hvert skipti.
„Það var blaðburðarkona sem
heyrði ópin í mér og hringdi á
lögregluna sem kom á vettvang.
Lögreglan kom að mér þar sem ég
lá allsber í hnipri á litlum gras-
bala örvingluð af hræðslu og
árásarmaðurinn stóð yfir mér
„með allt úti“, brjálaður af reiði,“
segir Sigrún.
Þegar viðtalið er tekið er hún
að bíða eftir að rannsókninni
ljúki. Málið er búið að vera í einn
og hálfan mánuð hjá Rannsókn-
arlögreglunni og ekki er komin
niðurstaða ennþá. Rannsóknar-
lögreglan sendir málið áfram til
Ríkissaksóknara sem ákveður
hvort málið fari fyrir dóm eða
verði fellt niður.
Sigrún segir að sér flnnist
biðin erfið og hún hefur enga
hugmynd um hversu marga
mánuði hún þarf að bíða, en hún
veit að þetta tekur langan tíma.
Hún hefur farið til Stígamóta og
fékk þar mikinn stuðning. Hún
segir að hún kviði langmest að
fara í réttarsalinn og „láta
verjandann hakka mig i sig. Ég
hef heyrt frá öðrum konum að
þeir geti verið ansi ósvíínir."
Þó svo hún bíði eftir því að
málið mjakist í gegnum kerflð
reynir hún að lifa eðlilegu lífl.
„Þessi atburður hefur ekki yflr-
bugað mig ennþá en ég veit um
aðrar konur sem lifa við stöðugan
„Lögreglan kom að mér
þar sem ég ló allsber
í hnipri á litlum
grasbala örvingluð
af hræðslu oa árásarmaðurinn
stóð yfir mér
„með allt úti", brjálaður
af reiði."
ótta. Þær þora ekki út úr húsi af
ótta við að mæta árásarmann-
inum á götunni, hrökkva við
þegar dyrabjöllunni er hringt,
fara inn í skáp eða undir borð og
falla í þunglyndi. Ég reyni ekki að
hugsa um það hvort ég gæti mætt
manninum niðri í bæ, ég ýti svo-
leiðis hugsun frá mér,“ segir
Sigrún. Árásarmanninum var
sleppt eftir þijá daga.
Hún segir að alls staðar hafi
hún mætt velvilja af hendi
fólksins í kerfinu. „Fólkið á slysa-
varðstofunni var mjög almenni-
legt og hvatti mig, peppaði mig
upp. Ég var líka heppin með
lögreglumann sem tók skýrsluna,
hann var mjög indæll og tillits-
samur. Það eina sem fékk á mig
var þegar hann sagði að ég hlyti
að hafa verið dauðadrukkin fyrst
ég var að berjast við manninn
allan þennan tíma. En mér tókst
nú að sannfæra hann um að svo
hafi ekki verið heldur var ég eins
og hundelt villibráð sem veiði-
maður er að elta og hugsaði um
það eitt að fela mig og halda lífi,“
segir Sigrún.
Konur sem hafa orðið fyrir
nauðgun og ákveða að kæra segja
að það sé ekki nóg með að þær
þurfi að bíða marga mánuði eftir
réttarhöldum heldur tekur allt í
sambandi við þetta langan tíma.
„Lögreglan fann mig um klukkan
hálf sjö að morgni. Hún fór með
mig á slysavarðstofuna til að
kanna áverka og gera að flngur-
broti. Svo fór ég til Rannsókn-
arlögreglunnar í Kópavogi og var
þar í nokkra tíma í yfirheyrslu.
Síðan þurfti ég að fara upp á
kvennadeild Landspítalans og
fara í kvensjúkdómaskoðun. Ég
var ekki komin heim fyrr en um
miðjan daginn og alveg búin að
vera,“ segir Sigrún.
Sigrún telur sig heppna, íjöl-
skyldan styður hana og hún er
mjög þakklát fyrir að vinkona
hennar hvatti hana til að kæra
málið í staðinn fyrir að fara bara
heim af sfysavarðstofunni eins og
hún hafði hugsað sér. í ljós kom
að margar konur í fjölskyldu
mannsins hafa orðið fyrir barðinu
á honum og þær styðja Sigrúnu af
heilum hug.
Hún getur þurft að bíða 8 til 9
mánuði eftir að málið verði tekið
fyrir. Algengustu refsingar fyrir
nauðgun eru frá níu upp í 18
mánuði og mismunandi háar
Ijarsektir. □
ÞB
Teikningar: Sigurborg Stefánsdóttir
28