Vera - 01.12.1992, Page 30
NAUÐGUNARMÁL
SÖNNUNARBYRÐIN ERFIÐ
Nauðgun er glæpur og í lang-
flestum tilfellum eru aðeins tveir
einstaklingar til frásagnar um
atburðinn. En til að nauðg-
unarmál fari fyrir dóm þurfa að
liggja fyrir nægjanlegar sannanir.
Sannanir svo sem líkamsáverkar,
rifin föt, sæði úr manninum og
fólk sem getur stutt frásögn
konunnar á einn eða annan hátt
eða sá atburðinn. Þessi sönnun-
arbyrði flnnst mörgum óheyrilega
þung í ljósi þess að sjaldan eru
vitni að glæpnum. En sönnun-
arbyrðin er ekki aðeins erfið í
nauðgunarmálum hér á landi
heldur alls staðar. Réttarhaldið
fer þannig fram að fyrir hlut-
lausum dómara sækir saksókn-
ari málið fyrir ríkið, en verjand-
inn ver hagsmuni skjólstæðings
síns. Konan fær engan aðila til að
undirbúa hana undir réttar-
haldið því hún er þarna sem
vitni. Saksóknari reynir að sann-
færa dómara um sekt mannsins
og krefst viðeigandi refsingar.
Veijandinn reynir svo að draga
fram öll vafaatriði sem honum
flnnst eigi að milda dóminn.
Sama kerfi er viðhaft ef um
auðgunarbrot er að ræða,
manndráp eða líkamsmeiðingar.
LESA UM DÓMANA
í BLODUNUM
„Ég vissi ekkert um það áður en
ég mætti fyrir rétti að ég var bara
vitni í opinberu máli, mér farmst
þetta náttúrulega vera mitt mál,
ekki ríkisins," segir Anna. „Mér
var nauðgað, ekki ríkinu. Öiygg-
isleysi mitt jókst um helming
þegar enginn var í réttarsalnum
til að styðja mig,“ segir Anna.
Réttarhöldin standa ofL yfir í
nokkra daga og að þeim loknum
geta liðið fáeinir dagar þar til
dómari kveður upp dóminn.
Þegar það er gert eru aðeins
viðstaddir veijandi hins ákærða
og ákærði sjálfur og stundum
saksóknarinn en konurnar ekki.
Konur hafa margofL lent í því að
Teikning: Margrét Laxness
Anna hefur aldrei fengið krónu
af þeim bótum
sem henni voru dæmdar.
lesa um dóminn í blöðunum þvi þeim var ekki
tilkynnt um niðurstöðuna.
BÆTURNAR EKKI GREIDDAR
Anna var að eigin sögn með sterkt mál. Maðurinn
hafði áður verið dæmdur fyrir nauðgun, hún var
með hrikalega likamsáverka og vitni komu að
verknaðinum. Nauðgarinn var dæmdur í 2 1 /2 ár
í undirrétti og henni voru dæmdar 300,000
krónur í bætur.
í fjótu bragði finnst manni að réttlætinu hafl
verið framfylgt. En það er ekki alveg svo. Anna
hefur aldrei fengið krónu af þeim bótum sem
henni voru dæmdar. Maðurinn var ekki borg-
unarmaður fyrir þeim og gerði sig gjaldþrota
þegar hann fór í fangelsi. í fæstum tilfellum fá
konurnar þær bætur sem þeim eru dæmdar því
mennirnir borga ekki. Ef þær ætla að ganga eftir
bótunum þá verða þær að fá sér lögfræðing á
eigin kostnað en það er þó engin
vissa fyrir því að bæturnar verði
borgaðar.
ER RÉTTLÆTINU
FULLNÆGT?
Dómskerfið hefur þjónað tilgangi
sínum. Lögin voru brotin og það
sá til þess að sakborningnum
væri refsað. Það nægir kerfinu og
málið er frágengið. En konurnar
sitja eftir með sárt ennið. Þær
upplifa sjálfa sig sem aðskotahlut
og að þær hafi aðeins verið peð á
skákborði ríkisins til að það gæti
framfylgt lögunum. Margar kon-
ur hafa spurt sig þeirrar spurn-
inga eftir að hafa gengið í gegnum
þetta hvort réttlætinu hafl verið
fullnægt. Þær hafa gengið í gegn-
um skelfilega reynslu sem hefur
breytt sýn þeirra á lífið og til-
veruna. Þær lifa með þessar
minningar ævilangt, líkamleg ör
hverfa en örin á sálinni hverfa
aldrei. Þær þurfa að læra að
treysta fólki aftur og læra að trúa
á hið góða í lífinu en það reynist
mörgum margra ára vinna. Og
kerfið skiptir sér ekki af því.
Anna segir að það hefði hjálp-
að sér í gegnum þetta ef einhver
hefði búið hana undir það sem
beið hennar í réttarsalnum,
einhver hefði séð um málið fyrir
hana, séð um að bæturnar sem
henni voru dæmdar yrðu inn-
heimtar. „Þá hefði mér liðið miklu
betur og ekki upplifað allt á eins
niðurlægjandi hátt,“ segir Anna.
Nauðgunarmálanefndin sem
sett var á laggirnar af Alþingi
1984 skilaði áliti árið 1988. Á
meðal þess sem hún lagði til var
að ríkið gengi í ábyrgð fyrir
bótunum og sæi svo sjálft um að
innheimta þær. Þessi tillaga varð
að frumvarpi á Alþingi en hefur
aldrei fengist samþykkt. Nefndin
lagði einnig til að konum yrði
skipaður réttargæslumaður og
sú tillaga varð líka að frumvarpi á
Alþingi en hefur heldur aldrei
fengist samþykkt. □
ÞB