Vera - 01.12.1992, Side 32
NÝJAR BÆKUR
Ein af eftirtektarveröari jóla-
bókum þessa árs er Leikur
hlœgjandi láns eftir kínversk-
ameríska rithöfundinn Amy
Tan. Bókin sem á frummálinu
heitir The Joy Luck Club, er
fyrsta skáldsaga höfundar.
Hún fékk ótrúlega góöar viö-
tökur í Bandarikjunum þegar
hún kom út áriö 1989, tvœr
milljónir eintaka seldust og
hún var útnefnd til National
Book Award, en þaö er ekki
oft sem fyrsta bók höfundar
er tilnefnd til þeirra eftirsóttu
verölauna. Rúnar Helgi
Vignisson þýöir bókina og
útgefandi er Bjartur.
Leikur hlœgjandi láns seg-
ir frá lífi móöur Amy Tan og
fjögurra vinkvenna hennar
sem allar fluttust til Banda-
ríkjanna frá Kína og sam-
bandi þeirra viö dœtur sínar
sem ólust upp sem banda-
rískir ríkisborgarar. Menning-
arlegt hyldýpi ríkir milli móöur
og dóttur sem alast upp í
mismunandi umhverfi og viö
gjörólíkarsiövenjur. Kynslóöa-
biliö eitt og sér er leikur einn
miöaö viö þau ósköp!
Viö grípum niður í bókina í
sögu einnar móðurinnar. Hún
var aöeins tveggja ára þeg-
ar gengið var frá hjónabandi
hennar.
Eftir veisluna ýttu þessir fáu
gestir okkur og hálfpartinn
báru upp í litla svefnherbergið
okkar á þriðju hæð. Fólk
hrópaði spaugsyrði og dró
stráklinga undan rúminu.
Hjónabandsmiðlarinn hjálp-
aði smákrökkunum að finna
rauð egg sem höfðu verið falin
milli ábreiðanna. Strákarnir,
sem voru á aldur við Tyan-yu,
létu okkur sitja hlið við hlið á
rúminu og svo vorum við látin
kyssast til að við yrðum rauð í
framan af ástriðu. Púðurkerl-
ingar sprungu á gangsvölun-
um fyrir utan opinn gluggann hjá okkur og
einhver sagði að það væri góð ástæða til að
stökkva í fangið á eiginmanninum.
Þegar fólkið var farið sátum við þarna hlið við
hlið drykklanga stund án þess að mæla orð af
munni, enn að hlusta á hlátrasköllin fyrir utan.
Þegar um hægðist sagði Tyan-yu: „Þetta er mitt
rúm. Þú sefur á sófanum." Hann henti til mín
kodda og þunnri ábreiðu. Mikið var ég fegin! Ég
beið þangað til hann var sofnaður og fór þá
hljóðlega fram úr og út úr herberginu, niður
stigann og út á dimmt hlaðið.
Lyktin í loftinu benti til að bráðum færi að
rigna aftur. Ég var grátandi, gekk berfætt um og
fann rakan hitann sem enn var í múrsteinunum.
Handan hlaðsins sá ég þjónustustúlku hjóna-
bandsmiðlarans í gulum bjarma við opinn
glugga. Hún sat við borð, mjög syfjuð að sjá,
meðan rauða kertið brann á sínum sérsmíðaða
stjaka. Ég settist undir tré til að fylgjast með því
þegar örlög min yrðu ráðin.
Ég hlýt að hafa sofnað því ég minnist þess að
hafa hrokkið upp við þrumu-
gný. Þá sá ég þjónustustúlku
hjónabandsmiðlarans hlaupa
út úr herberginu, álíka
hrædda og kjúkling á leið til
slátrunar. Svo hún var sof-
andi líka, hugsaði ég, og nú
heldur hún að þetta séu
Japanarnir. Ég hló. Himininn
lýstist allur upp og svo kváðu
við íleiri þrumur og stúlkan
hljóp út af hlaðinu og ofan
veginn, svo hratt að ég sá
steinvölur þeytast upp á eftir
henni. Hvert heldur hún sig
vera að hlaupa, hugsaði ég,
enn hlægjandi. Og þá sá ég
rauða kertið ílökta eilítið í
golunni.
Ég var ekki að hugsa neitt
þegar fæturnir hófu mig á loft
og báru mig yíir hlaðið að
herberginu með gula bjarm-
anum. En ég vonaði - ég bað
til Búdda, gyðju miskunn-
seminnar og fulla tunglsins -
að slokknaði á þessu kerti.
Það flökti svolítið og loginn
lagðist ílatur, en samt héldu
báðir endar áfram að loga
skært. Barkinn í mér fylltist
svo mikilli von að hann lét að
lokum undan og blés á kertis-
enda mannsins míns.
Á samri stundu fór ótta-
skjálfti um mig. Ég hélt það
sprytti fram hnífur og risti mig
niður. Eða að himnarnir opn-
uðust og feyktu mér burt. En
ekkert gerðist og þegar bráði
af mér gekk ég aftur upp í
herbergið mitt hröðum
sektarskrefum.
Morguninn eftir gaf hjóna-
bandsmiðlarinn hreykinn
sína yfirlýsingu frammi fyrir
Týan-yu, foreldrum hans og
mér: „Mínu verki er lokið,“
tilkynnti hún og hellti leifum
svartrar öskunnar á rauða
klæðið. Ég sá skömmustuna
og hryggðina í andliti þjón-
ustustúlkunnar. □