Vera - 01.12.1992, Síða 33
BÓKADÓMUR
ÓÐURINN UM EVU
Sagnir af gyðjum og konum
MANUELA DUNN MASCETTI
Þýðandi Guðrún J. Bachmann
Forlagið 1992
Manuclsi Dunn Mascetti
Séra Hanna Maria Péturs-
dóttir segir í formála að bók-
inni að Óðurinn um Evu sé
ljóðræn og falleg túlkun á sögu
kvenímyndar Guðs í ólíkum
menningarsamfélögum.
Höfundur, ítalskur mann-
fræðingur, segir i inngangi
sínum að hér sé gyðjunni lýst í
öllum sinum ólíku birtingar-
formum og myndum. Ekki sé
ætlunin að ferðast um tímans
rás og rekja breytingar sem
orðið hafa, „heldur er hér boðið
til veislu skilningarvitanna þar
sem gyðjan er sýnd i öllum
sínum mismunandi gervum og
við getum séð hvernig hún
birtist okkur í dag, í lífi og
athöfnum okkar allra. Þannig
getum við fundið nýjar og
forvitnilegar leiðir til að auka
vitund okkar og sjálfsþekk-
ingu svo óður Evu fái aftur að
hljóma."
Þetta hljómar svo sannar-
lega vel, en því miður naut ég
ekki veislunnar og heyrði
aldrei óð Evu. Höfundur tínir
til ijölda dæma úr goðsögnum
ýmissa trúar- og menningar-
samfélaga. Það er gaman að
lesa goðsögurnar þó deila megi
um túlkun höfundar á þeim.
Höfundur rekur nokkrar goð-
sagnir um eðli konunnar og
reynir að sýna fram á að hver
kona eigi sína gyðju. „Gyðju-
dýrkun“ hefur nokkuð verið í
tísku undanfarin ár og er
Óðurínn til Evu ein af íjöl-
mörgum bókum sem út hafa
komið um efnið (má þar nefna
Goddesses in Everywoman,
1984). Þetta er íýrsta gyðju-
bókin sem ég les og þvi er ég
ekki í stakk búin til að bera
þær saman og segja hvað
þessa skortir eða hefur fram
yfir hinar. Höfundi er tíðrætt
um eðli konunnar og segir það
gera „henni auðvell og sjálf-
sagt að rækja hlutverk hof-
gyðjunnar, þeirrar sem varð-
veitir hina miklu leyndardóma
þess óþekkta.... Konan er eins
og leysingar að vorí, tekur á sig
ótal nýjar myndir og breytist í
samræmi við náttúruöjlin. EJ
við skiljum eðli konunnar
getum við betur skilið þau
meðvituðu og ómeðvituðu öjl
sem eru að verki í lífinu og í
manneskjunnL Náin tengsl
konu við rödd eðlisávísunar
sinnar biríast í líkama hennar,
í Jæðingu, tíðum, kynlífi og
móðurhlutverkinu. Hinar dul-
rænu hliðar sjálfsins birtast í
helgiathöjnum og galdramættl
Konan brúar á vissan hátt bilið
sem er á milli okkar meðvitaða
daglega lífs og þess ókunna
djúps sem erjitt er að útskýra
en er engu að síður til staðar í
okkur öllum. “
Þvi miður tekst höfundi
ekki að rökstyðja þessar for-
vitnilegu kenningar í bókinni.
Ef til vill sýnir það hve erfltt er
að gera flóknu máli skil á
einfaldan hátt?
Bókin er vel úr garði gerð,
kápa og brot falleg og fjöl-
margar og vel valdar myndir
prýða hana. En textinn flnnst
mér heldur rýr og höfundi (eða
þýðanda) tekst ekki sú ætlun
sín að vera ljóðrænn. Textinn
er á köflum of stofnanalegur
(frumstæðir þjóðflokkar (!)
fremja t.d. regndans), notkun
tilvísanafornafna og laus
greinis fer úr böndum og lýtir
textann. Óþarflega oft er talað
um menn og konur í staðinn
fyrir karla og konur. Yfirleitt er
notað líka og kannski (jafnvel
tvisvar í einni setningu) þar
sem betur færi á að nota önnur
orð. Hinsvegar er iðulega
notað tilvísanafornafnið er i
stað sem og verður textinn því
undarleg blanda uppskrúfaðs
og daglegs máls. Það er
bagalegt hve tölvuforritið er
látið ráða mikið ferðinni,
samanber myndasíður þar
sem textinn er í kringum
myndir. Á bls. 15 er t.d. of
stult bil á milli orða og á bls.
42 rennur vandamáliðóleyst
saman við hlið myndatexta.
Skiptingar milli lína eru heldur
ekki alltaf réttar t.d. kar-
laveldis bls. 7 og hvað er band-
strikið að gera í utanað-
komandi á bls. 200? (þar er
líka prentvilla: sáu í hring í
stað sátu). Gæsalappir eru
vitlausar á bls. 231 og tenging
milli síða 176 og 181 er
undarleg, það vantar þvi miður
endinn á söguna um kven-
páfann Jóhönnu. Myndatexta
vantar viða og sumar tilvísanir
detta dauðar niður þar sem
nánari útskýringu vantar (höf-
undur vísar t.d. til steina-
hringsins í Stonehenge án
þess að birta mynd af fyrir-
bærinu eða útskýra það með
nokkrum orðum).
Það er auðséð að ekkert
hefur verið til sparað með útlit
bókarinnar, hún er prentuð á
fallegan pappír og litmyndir
eru margar. Það er þvi synd að
gæði textans skuli ekki vera í
samræmi við umgjörðina. □
Ragnhildur Vigfúsdóttir
GLEÐILEG JÓL
AFMÆLISTILBOÐ
VERA FRÁ UPPHAFI Á ADEINS 3500 KR.
Vegna eftirspurnar ítrekum viö
tilboö okkar frá síöasta blaöi.
Einstök heimild um kvennabaráttu síöustu 10 ára.
Fœst á skrifstofunni, Laugavegi 17, sími; 91-22188.
GJAFAÁSKRIFT
GEFÐU GJÖF
SEM KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART!
Ársáskrift að VERU kostar 2600 kr.
og hálft ár kostar 1300 kr.
Falleg gjafakort fylgja góðri gjöf.
VERA, LAUGAVEGI 17, SÍMI 91-22188
33