Vera - 01.05.1994, Side 2

Vera - 01.05.1994, Side 2
LEIÐARI VERA TÍMARIT UM KONUR OG KVENFRELSI FRAMAKONUR OG FEGURÐARDÍSIR 2/1994-13. árg. VERA blað kvennabaráttu Pósthólf 1685 121 Reykjavík Kt. 640185-0319 Sími: 91-22188 Fax: 91-27560 Utgefandi: Samtök um kvennalista Forsiða: Sóla Þegar þessar línur eru skrifaðar er fátt sem bendir til þess að konum muni fjölga í sveitarstjómum á næsta kjörtímabili og við erum Qarri því takmarki sem alþjóðleg kvennasamtök hafa sett sér að konur verði helmingur allra sveitarstjómarmanna um næstu aldamót. í könnun sem Stefanía Traustadóttir félagsfræðingur Jafnréttisráðs gerði á konum í sveitarstjómum kom m.a. í ljós að hin dæmigerða sveitarstjómarkona er vel menntuð, í fullu starfi, á fertugsaldri, á tvö til þrjú böm, er virk í félagsmálum og ýmsum kvennasamtökum og ætlar ekki að sitja annað kjörtímabil þótt henni líki starf- inn. Þær em nefnilega flestar að sligast undan þreföldu vinnuálagi, í vinnunni, heima og í pólitikinni, því sveitarstjómar- málin taka að meðaltali 15 stundir á viku. En margar láta ekki deigan síga og þessar vikumar er nóg að gera í kosningaundir- búningnum. Konur í framboði stunda því launaða vinnu sína eins og lög gera ráð fyr- ir, sinna misumfangsmiklum húsmóður- skyldum og sækja ótal fúndi þar sem málin em rædd, stefnan fullmótuð og línur lagðar. Þær fara á ræðunámskeið, æfa sig í fram- sögn, skrifa greinar í blöð og heimsækja vinnustaði og mæta á aóra fundi til að boða fagnaðarerindið. Og margar þurfa að selja happdrættismiða til að borga kosningabar- áttuna. Það verður að nýta tímann vel áður en stóra stundin, kosningamar sjálfar, renn- ur upp. Annar hópur kvenna hefur líka unnið sleitulaust í frítíma sínum undanfamar vik- ur til að ná þvi markmiði að verða kjörin Ungfrú ísland 20. maí næstkomandi, en 21 kona keppir um titilinn. Þær hafa sótt nám- skeið þar sem farið er í framkomu, kurteisi og siðvenjur, þeim hefur verið kennt að heilsa með handabandi, taka á móti fólki og halda uppi samræðum. Þær sækja einnig námskeið hjá snyrtifræðingi þar sem þeim er kennd umhirða húðarinnar og fá leið- beiningar um notkun snyrtivara. Mikill tími hefur farið í líkamsrækt og þær stúlkur sem þurftu að grenna sig hafa fengið sérstaka tilsögn í æfingum fyrir þá líkamshluta sem hafa verið tald ir of viðamiklir og allar fá leiðsögn um mataræði. Þær þurfa einnig að fara í myndatöku og æfa göngulagið. Undirbúningurinn er það mikill að á þriðja tug manna hefur fúllt starf af honum um nokkurra vikna skeið. Stúlkumar „fá nánast allt sem hugurinn gimist og þessu kemur við upp í hendumar. Öll þjálfunin er þeim að kostnaðarlausu, bæði hvað varðar fram- komu sem og líkamsþjálfun," eins og blaðamaður Vikunnar sem fylgdist með undirbúningnum í íyrra kemst að orði. í þessari Veru Qöllum við um Ungfrú Island, þá kvenímynd sem sú keppni leggur áherslu á og áhrif hennar á konur almennt. Við fjöllum einnig um sveitarstjómarkosn- ingamar með aðaláherslu á borgarstjómar- kosningamar í Reykjavík. Reykvíkingum býðst nú í fyrsta sinn að kjósa konu sem borgarstjóra, og það konu sem er yfirlýst kvenfrelsiskona. í viðtali við Veru segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir m.a. að konur megi ekki gleyma því að „þær eru gerendur í eigin lífi og bera í raun ábyrgð á eigin ör- lögum. Því að þó að lífið setji okkur öllum skorður, mismunandi miklar og oft óréttlát- ar, er listin sú að lifa til ftills og njóta sín eins og kostur er. Við getum ekki breytt neinu nema við horfúmst í augu við og viðurkennum styrk okkar“. Þess er krafist að fegurðardrottningar séu annað og meira en fallegar og að stjóm- málakonur séu ekki aðeins góðir pólitíkus- ar heldur einnig stórglæsilegar. Aðstand- endur fegurðarsamkeppni hamra á því að það sé ekki aðeins ytri fegurð sem skipti máli, hún þarf að vera „gegnheil" því full- trúi íslands þarf að vera landi og þjóð til sóma. Stjómmálakonur verða nú að fara á námskeið í framsögn og klæðaburði til að standast síauknar kröfur um óaðfinnanlegt útlit. Islenskar konur eru nefnilega allar dæmdar eftir sama staðli án tillits til þess hvað þær gera eða hvernig þær vilja lifa lífi sínu og líta út. Og sú kvenímynd er meðal annars mótuð og markaðssett í keppni eins og Ungfrú ísland. Ragnhildur Vigfúsdóttir Ritnefnd: Björg Ámadóttir Guðrún Ólafsdóttir Kristín Jónsdóttir Lára Magnúsardóttir Ragnhildur Helgadóttir Rannveig Traustadóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Ritstýrur og ábyrgðarkonur: Nína Helgadóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Skrifstofustýra: Vala S. Valdinrarsdóttir Útlit og tölvuumbrot: Kristin Ragna Gunnarsdóttir Myndir: Anna Fjóla Gísladóttir Sóla Þórdís Ágústsdóttir o.fl. Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Sími 91-641816 Fax: 91-641526 Filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun og bókband: Frjáls Fjölmiðlun Plastpökkun: Vinnuheimilið Bjarkarás ©VERA ISSN 1021-8793 Ath. Greinar í Vem ém birtar á ábyrgð höfúnda sinna og em ckki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.