Vera - 01.05.1994, Qupperneq 4

Vera - 01.05.1994, Qupperneq 4
 KERLINGAVÆL ER ÞETTA „Ég hélt að þú værir minni,“ sagði blindi nuddarinn með töluverðum undr- unartón um leið og hann þreifaði á fót- unum á mér. „Neeei,“ svaraði ég - hálf- vegis afsakandi, ögn leið - því hann staðfesti það sem mig hafði lengi grun- að. Þetta atvik átti sér stað fyrir tíu árum, en þá hafði nuddarinn hlýtt á mig í útvarpi yfír morgunsopanum sínum hálfan veturinn og greinilega myndað sér þá skoðun að röddin byggi í sérdeil- is fínlegri og smávaxinni konu. Vissulega eru kvenraddir oftast hærri, mjórri og bjartari en karlraddir. Oft eru kvenraddir líka veikari eða hljómminni en raddir karlanna - veiklu- legri eins og sumir segja - og það er jafnt í stórum konum sem litlum, sver- um sem mjóum. Þetta er einfaldlega staðreynd sem á sér líffræðilegar skýringar og hefur þó mikil áhrif á sjálfsvitund karla og kvenna. Áhrifin byggja á þeirri merkingu sem við höfúm gefíð mismunandi raddstyrk og tón- hæð. Fyrir fáeinum áratugum þóttu konur ekki eiga mikið erindi í útvarp því kvenraddir á Skúlagötu gerðu ekki annað en nísta hlustir bænda norðan heiða og fæla þá frá viðtækinu. Þetta er nú breytt en angi af sömu rót heyrist í auglýsingum: K.liðmjúk- ar kvenraddir eiga að tæla okkur til að kaupa lúxus og óþarfa en bjargfastar karlraddir til að byggja og tryggja. Samfélagið er gegnsýrt af því viðhorfí að djúpar og hljóm- miklar karlraddir séu traustvekjandi og áheyrilegar, en mjóróma kvenraddir geti varla flutt mikilvægan boðskap. Raddheimur fjölmiðlanna endurspeglar þetta vel, ekki síst bamaefnið: Skógarhöggsmaðurinn og úlfurinn eru báðir ákaf- lega dimmradda enda örlagavaldar, litla stelpan með flétturnar hefúr ofurskræka rödd, prinsessan er bæði væluleg og væmin og mamman er óskaplega mæðuleg í rómnum. Og þegar við lesum fyrir bömin notum við þessar sömu aðferðir - hugsunar- laust - til að gæða persónur kvöldsagn- anna lífí. I skólum er það vel þekkt að stelp- umar láti strákunum eftir að tala. Þær ‘ masa og mala en þeir kveða sér hljóðs og gera sig gildandi í bekknum. Á ung- lingsárum þagna þó sumir strákanna vegna þess að þeir verða mjóróma í mútunum og óttast að fá á sig homma- stimpil fyrir kerlingaröddina - og lái þeim hver sem vill. En það skrítna er, að þá þagna sumar stelpumar líka. Þær hætta að vilja lesa upp, taka ekki til máls nema tilneyddar og svara lágt og stuttaralega séu þær spurðar. Lágar, viðkvæmnislegar stelpuraddir berast illa um stórar kennslustofur, enginn heyrir nema sperra eyrun. Pirringur og skilningsleysi verða smám saman til þess að stelpumar meðtaka skilaboðin um að raddir þeirra séu ómögulegar, þær missa sjálfstraustið og þagna. Þegar konur kveða sér hljóðs í atvinnulífi og pólitík, kemur í ljós að þær em ekki allar mjóróma, vælulegar eða skrækar. Raddir kvenna eru ýmist hásar, djúpar, bjartar, mildar, gjall- andi, blíðar, rámar, veikar eða sterkar. Fjölbreytileiki kven- radda og karlradda er mjög mikill, en það sem máli skiptir er viðhorf okkar til þeirra. Það hvemig við stillum eymn til mót- töku ræður því hvað við heyrum: Bjartar kvenraddir geta verið fallegar, áheyrilegar og traustvekjandi, ekki síður en djúpar karlraddir. Á bekknum hjá nuddaranum fyrir tíu árum taldi ég að mig skorti ögn dýpri og nokkuð hljómmeiri rödd. Nú tel ég fremur skorta upplýsingu og víðsýni. Við þurfum að læra að meta raddir stelpna og kvenna jafn mikils og raddir stráka og karla, bæði í orði og verki. Ágætt væri að byrja á því að breyta til í sögulestrinum og gefa Dísu ljósálfí þann kröftuga bjartsýnistón sem henni sannarlega ber. n Kristín Jónsdóttir kennslukona. EFNISYFIRLIT Þema: Fegurbarsamkeppni, fitufóbía, o.fl. 8-23 Kona meö vald, viðtal viö Ingibjörgu Sólrúnu 29 Sveitarstjórnarkosningar 36 Aó taka þorp í fóstur - indversk athafnakona 40 Glæpur og refsing 43 Móöir-kona-mella, vændiskonur í Berlín 46 Grísk matargeró 48 Plús og mínus 50 Mæður og dætur 52 Kjara- og velferóarmól í blindgötu 54

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.