Vera - 01.05.1994, Síða 7
MYNDASIÐA
A MOTI OFBELDI
Á alþjóðabaráttudegi kvenna og afmælisdegi Stlgamóta, Kvennaathvarfs, Neyðarmóttöku Borgarspítalans fyrir fórnarlömb
kynferðisofbeldis þann 8. mars sl. gengu konur og karlar á öllum aldri í gegnum miðbæ Reykjavlkur til að mótmæla kyn-
ferðislegu ofbeldi. Fyrir göngunni gengu þolendur kynferðisofbeldis sveipaðir svörtum skikkjum og báru kransa sem hengd-
ir voru utan á dyr lögreglustöðva, Héraðsdóms og Hæstaréttar. Táknræn áminning til þeirra stofnana sem hafa með rann-
sókn og refsingar þessara mála að gera. Þátttaka í göngunni var geysimikil og greinilegt að andspyrnan gegn þessu sam-
félagsmeini verður stöðugt kröftugri.
RITNEFNDIN
Hér sést hluti af ritnefndinni sem
vann þetta blað, talið frá vinstri:
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Ragn-
hildur Helgadóttir, Vala S. Valdi-
marsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Rann-
veig Traustadóttir, Lára Magnúsar-
dóttir, Ragnhildur Vigfúsdóttir og
Nína Helgadóttir. Á myndina vant-
ar Björgu Árnadóttur og Guðrúnu
Ólafsdóttur.
VERA I MHI
Nemendur á öðru ári í auglýsingadeild
Myndlista- og handiðaskólans unnu
frumraun sína í útlitshönnun með því að
myndskreyta óbirtar greinar frá Veru og
koma með tillögur að útliti og forsíðu.
Er þetta í annað sinn sem slík samvinna
fer fram undir leiðsögn kennara þeirra
Sigurborgar Stefánsdóttur. Afraksturinn
mun birtast í þessu og næstu tölublöð-
um.
Efri röð talið frá vinstri: Bárður Bergs-
son, Halldóra G. Isleifsdóttir, Guð-
björg Björnsdóttir, Hjalti Þorvaldsson,
Leó Lúðvíksson, Sigurborg Stefánsdóttir
(kennari) og Hrafn Áki Hrafnsson.