Vera - 01.05.1994, Side 8
AFSTÆJDI FEGURÐARINNAR
Hvað er fegurð? Er eitthvað óumdeilanlega
fagurt í sjálfu sér, er fegurðin bundin við
ákveðin form og lögun? Er hún bundin við þær
hugsanir eða tilfinningar, sem það sem horft er
á, vekur með okkur? Glúrnustu heimspekingar,
fagurfræðingar og annálaðir fagurkerar hafa
ekki fundið einhlítt svar við þessum spurning-
um, því síður hvemig og hvort unnt sé að mæla
fegurð.
Þó erum við stöðugt að meta með sjálfum
okkur hvort þetta eða hitt sé fagurt eða ljótt, á
sama hátt og við reynum að greina á milli góðs
og ills, sanninda og ósanninda. Líkast til erum
við okkur að mestu ómeðvitandi um þessar
hugrenningar og verðum fyrir áhrifum af stefn-
um og straumum tímans, listasmekk og tísku-
sveiflum.
Öll getum við velt fyrir okkur fegurð hlutanna
en þegar kemur að fegurð mannskepnunnar
verður málið enn flóknara. Þó setjast karlar, og
konur, reglulega í dómarasæti og dæma fegurð
kvenna. Konur eru það kyn sem horft er á - í
öllum sínum fjölbreytileika - einfaldlega vegna
þess að kvenlíkaminn þykir meira fyrir augað
en líkami karla. Hvort sem við erum sammála
því eða ekki þá er sú ímynd kvenlíkamans, sem
mest er hampað og þykir eftirsóknarverðust,
tiltölulega einhæf. Hverjum líkama er ákveðin
lögun eiginleg og aðeins örfáum kvenlíkömum
er eiginleg sú lögun sem haldið er á lofti. í
smáaletrinu undir myndinni er okkur hins veg-
ar sagt að líkamann getum við skapað og mót-
að að eigin vild og í þá vinnu eyðum við
ómældum tíma, orku og fé.
Á sama tíma og konur krefjast áheymar í sam-
félaginu, kreflast þess að á sjónarmið þeirra sé
hlustað er þessari einhæfu ímynd kvenna
hampað. Er það tilviljun? Er konum lialdið
uppteknum við eigið útlit og talið trú um að
vald yfír sköpulagi líkamans sé meira um vert
en annars konar völd, sem þeir hafa er sitja við
stjórnvölinn?
Það er eins með konur og aðrar mann-
skepnur, fegurðin kemur innan frá og hlýtur að
felast í íjölbreytninni, tjölbreytni innri verð-
leika og ytra útlits. Til þess að njóta þeirrar
fegurðar verður einnig að leggja við hlustir.
Eða er manninum ómögulegt að horfa og
hlusta í sömu mund?